Thursday, April 07, 2005

Mikilvægar tilkynningar

Jæja, þá er komið að því. Hin langþráða kvikmyndahátíð hefst í dag. Í kvöld verður Motorcycle Diaries frumsýnd og svo hefst þetta af alvöru á morgun. Ég gerðist svo góður að kaupa mér ekki einn heldur TVO 10 mynda passa fyrir litlar tíu þúsund krónur. Ég held ég meiki alveg að sjá 20 myndir. Hátíðin stendur yfir í 23 daga og ég fer í upplestrarfrí sem mun standa yfir frá 15-29. apríl þannig að ég ætti að geta meikað það að sjá svona eins og eina mynd á dag og samt haft tíma til að læra og sofa og allt það. Meðal þeirra mynda sem ég ætla að sjá eru: Motorcycle Diaries, A Hole In My Heart, House Of The Flying Daggers, I Heart Huckabees, Vera Drake, Downfall, Maria Full Of Grace, The Mayor Of Sunset Strip, 9 Songs, Hotel Rwanda, Melinda And Melinda og e-r fleiri. Einnig langar mig soldið að sjá Rokk Í Reykjavík í bíó og eflaust mun ég kíkja á e-ð af þessum Troma myndum. Svo mun ég auðvitað sjá teiknimyndina hans Þórgnýs, Þröng Sýn. Ef þið viljið koma með mér á e-a af þessum myndum þá bara látið mig vita. Það væri vel þegið að hafa smá félagsskap á þessarri kvikmyndahátíð.

Svo er brunaeftirlitsvesenið loksins búið. Leikritinu verður rennt aftur á laugardaginn og svo verður fyrsta sýningin á sunnudagskvöldið klukkan 20:00, endilega komið og sjáið!
Annars verða sýningartímar eftirfarandi:

Sunnudagur 10. apríl kl. 20:00
Þriðjudagur 12. apríl kl. 20:00
Fimmtudagur 14. apríl kl. 20:00
Föstudagur 15. apríl kl. 20:00
Miðvikudagur 20. apríl kl. 20:00
Föstudagur 22. apríl kl. 24:00 - Miðnætursýning
Sunnudagur 24. apríl kl. 22:00 - Lokasýning

Sýnt er upp í TÞM(Tónlistarþróunarmiðstöðin) á Hólmaslóð 2 upp á Granda og verð er aðeins 1000 kr. Pöntunarsíminn er 6593483.

Vonandi geta sem flest ykkar séð ykkur fært að mæta!

Fleira var það ekki í dag, veriði öll blessuð og sæl og ég þakka fyrir mig.