Wednesday, April 20, 2005

Páfinn er hress gaur

Ég er ekki ánægður með valið á nýja páfanum. Ég var vonast til að hann yrði svartur eða e-ð því það hefði verið frekar cool að páfinn væri svartur en páfavalsnefndin þurfti endilega að chickena á þessu og velja einhvern þýskara. Svo var ég líka að vonast eftir því að nýji páfinn yrði frjálslyndari en sá gamli en þessi gaur er víst bara íhaldssamur plebbi sem telur rokktónlist og samkynhneigð vera af hinu illa. Páfinn er mjög valdamikill og áhrifamikill gaur og því skiptir máli hver hann og miðað við heiminn í dag hefði verið betra að fá einhvern gaur sem er eilítið í takt við tímann. Mér finnst alveg fáránlegt að á þessum tímum skuli vera menn í valdastöðum sem telja hluti eins og samkynhneigð og rokktónlist og þannig hluti vera "af hinu illa". En svona er lífið, við getum ekki öll verið æðisleg og frábær. Það verða að vera einhver fífl líka til að mynda eitthvað mótvægi, bara verst að svo mörg þeirra þurfi að vera í mikilvægum valda- og áhrifastöðum.

Eins gott að við höfum snillinga eins og Johnny Poo til að hressa okkur!