Tuesday, November 08, 2005

Stærðfræðinörd

You Passed 8th Grade Math

Congratulations, you got 9/10 correct!
Could You Pass 8th Grade Math?

Ég er greinilega ekki svo ryðgaður í stærðfræðinni eftir allt saman.

Annars gekk frumsýningin á Blóðberg ansi vel. Fullur salur, allir skemmtu sér vel(reyndar einn sem gekk út en hann er víst e-ð klikk) og svo var brjálað partý til 7 um morguninn eftir á. Núna eru 9 sýningar eftir, næstu 2 á morgun og hinn, og ég hvet alla til að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu sem allra fyrst.

Ég mæli svo með myndinni Me And You And Everyone We Know sem er ein af myndunum á Októberbíófest(frekar asnalegt að kalla hátíðina Októberfest þegar meirihluti hennar fer fram í nóvember). Ótrúlega falleg og skemmtileg mynd um mannleg samskipti, ekki svo ósvipuð Happiness nema bara ekki eins ógeðsleg og jafnvel enn betri. Hún fær 79 af 100 hjá mér.

Ég mæli líka með Kiss Kiss Bang Bang sem ég sá fyrir viku síðan. Sjúklega fyndin og æðislega póstmódernísk mynd sem leikur sér á listilegan hátt með klisjur og hefðir Hollywood spennu- og hasarmynda. Val Kilmer fer á kostum sem samkynhneigður lögreglumaður sem kallast Gay Perry. Hún fær 78 hjá mér.

Plötur:

The Fall - Live At The Witch Trials, Hex Enduction Hour, Perverted By Language, This Nation´s Saving Grace
Deus - Worst Case Scenario
The White Stripes - Get Behind Me Satan(74)
Presidents Of The USA - Presidents Of The USA 2(70)
Spoon - Kill The Moonlight(90), Gimme Fiction(87)