Everyday i write the book
Nú bloggum vér í sjöunda skipti á jafnmörgum dægrum.
Að blogga á hverjum degi er alls ekkert svo erfitt. Ég er að hugsa um að reyna að halda þessu áfram lengur, ágætt að hafa einhverja rútínu til að gera daglega og þjálfa sig í að skrifa um leið. Það er samt misjafnt hvernig maður er lagður. Suma daga hefur maður fullt að segja en aðra daga er maður alveg tómur. Í augnablikinu er ég frekar tómur. Eflaust er fullt af hlutum sem ég get sagt og þeir eru grafnir einhvers staðar djúpt inni í heilabúi mínu og bíða eftir að fá að sleppa út en eitthvað hindrar þá.
Látum okkur sjá....huxi hux....
*kviknar á ljósaperu*
Ég er með Eitt sem mér dettur í hug að tala um: Í maí verða haldnir í Laugardalshöll tónleikar með Echo And The Bunnymen, Badly Drawn Boy, Elbow og fleiri hressum. Svokallaðir Manchester tónleikar haldnir í tilefni þess að flugleiðir séu byrjaðar að fljúga þangað. Echo And The Bunnymen eru samt frá Liverpool ólíkt hinum böndunum þannig að ég veit ekki alveg hvað þeir eru að gera. Kannski eru engin fleiri góð bönd frá Manchester þannig að það var bara fundið eitthvað gott úr nágrenninu. Mér finnst alltaf svolítið skrítið þegar hljómsveitir eins og Echo And The Bunnymen koma til Íslands. Þeir voru upp á sitt besta fyrir ca. 20 árum og ár og dagar síðan þeir sendu frá sér smell og því finnst mér bara eins og þeir séu hreinlega hættir (ég kynntist bandinu reyndar ekkert fyrr en ca. 2002 en þetta er samt algjört 80´s band fyrir mér). En þeir eru enn í fullu fjöri og gáfu meira að segja út plötu í fyrra! Hvað sem því líður þá er þetta þrælgott band og bíð ég spenntur eftir því að fá að bera (berja?) þá augum. Badly Drawn Boy er líka algjör snillingur og verður sömuleiðis gaman að sjá hann. Elbow er hljómsveit sem ég held að fáir kannist við en ég get sko sagt ykkur að þeir eru helvíti góðir og mæli ég með að fólk tjekki á þeim. Platan Asleep In The Back með þeim er t.d. mikið snilldarverk.
Segjum þetta gott í bili. Ég ætla mér að reyna að blogga daglega eins lengi og ég get en ekki láta ykkur bregða þótt engar verði færslurnar einhverja dagana (jafnvel nokkra daga í röð). Ég lofa engu nema bara að ég ætli að gera...tjah ekki mitt besta þar sem aðeins aular væla um sitt besta. Ég ætla freka að ríða balldrottningunni því ég er sigurvegari! Er það ekki annars?
Bless og takk og ekkert snakk!
Plötur:
Nine Inch Nails - Pretty Hate Machine
Echo And The Bunnymen - Crocodiles
The Shins - Chutes Too Narrow (84)
Queens Of The Stone Age - s/t (81)
<< Home