Sumarfjör
Já sumarið er byrjað dömur mínar og herrar og ég skal sko segja ykkur hvernig mitt sumar byrjaði. Síðasta sunnudag um klukkan 8 að morgni vaknaði ég við það að það var býfluga suðandi í glugganum mínum. Ég hefði skilið eftir opin glugga þar sem frekar heitt var í herberginu mínu og á meðan ég svaf komst þessi býfluga inn. Hávaðinn í henni var mikill enda vildi flugan eflaust komast út en eitthvað var það ekki að virka hjá henni. Ég var frekar þreyttur og pirraður og fattaði að það myndi eflaust taka tíma að koma henni út þannig að ég greip til örþrifaráða, náði í barefli og myrti aumingja fluguna!
Þannig byrjaði sumarið hjá mér.
Hvað með ykkur ?
<< Home