*Insert title*
Mér hafa borist fyrirspurnir(allaveganna ein fyrirspurn) um hvað Blóðberg er. Í fyrri færslum hef ég bent fólki á stúdentaleikhús síðuna en það nenna greinilega ekki allir að tjekka þar þannig að ég ætla núna í stuttu máli að segja frá þessu verki. Í allra styðsta máli er þetta einfaldlega leikgerð á bíómyndinni Magnolia eftir Paul Thomas Anderson. Ýmsu hefur verið breytt og verkið er talsvert styttra en myndin en í meginatriðum er þetta nokkurn veginn sama verkið. Nema bara á íslensku. Mesta breytingin er kannski sú að tilviljanaþemað sem var í myndinni hefur verið droppað af praktískum ástæðum. Fyrir þá sem hafa ekki séð Magnolia þá segir myndin nokkrar sögur um persónur sem eiga í tilfinningalegum erfiðleikum á einn eða annan hátt. Síðan tvinnast þessar sögur saman. Flestar þessar persónur eru annaðhvort ástfangnar eða vilja ná sáttum við ástvin sem þær hafa sært. Mikið tilfinningadrama þarna á ferðinni. Persónulega finnst mér Magnolia vera með betri myndum síðari ára og var mjög spenntur fyrir verkefninu en um leið svolítið hræddur þegar ég komst að því að það Agnar Jón Egilsson leikstjóri vildi setja það upp. Það er vandasamt verk að gera leikgerð af mynd af þessu tagi, sérstaklega þegar hún er jafn mögnuð og Magnolia. Magnolia er líka mynd sem nýtir kvikmyndatæknina til fullnustu og margt í henni sem ómögulegt væri að gera á sviði. En öll vandamál voru leyst, sumu var hreinlega bara sleppt, og á endanum varð úr sýning sem allir virðast vera nokkuð sáttir við. Aggi leikstjóri má vera mjög stoltur af þessu enda stóð hann sig mjög vel. Svo er líka frábær leikhópurinn í sýningunni og tel ég líklegt að einhverjir í hópnum eigi eftir að gera góða hluti í leiklist í framtíðinni.
Því hvet ég fólk enn og aftur til að koma að sjá þessa mögnuðu sýningu. Þó ekki væri nema til að sjá mig meikaðan. Sýningardaga er að finna hérna, sýnt er í Loftkastalanum og miðaverð er 1500 kr fyrir venjulegt fólk og 1000 kr fyrir háskólanema.
Bless og takk fyrir mig
Plötur:
Out Hud - Let Us Never Speak Of It Again, S.T.R.E.E.T D.A.D
The Delgados - The Great Eastern
<< Home