I would die 4 u
Ég hef ákveðið að vera ekkert að rembast við að blogga daglega. Það er bara rugl. Maður á ekkert að vera að blogga af skyldurækni og ég hef margt betra við tímann minn að gera. Það eru margar betri daglegar rútínur sem ég gert gert eins og t.d að byrja að fara æfa mig á gítarinn aftur.
En núna hef ég eitt skemmtilegt til að blogga um og það er stórmyndin Purple Rain frá 1984 með Prince í aðalhlutverki. Ég var að enda við að horfa á þessa mynd og hún er hreint út sagt stórkostleg. Alveg yndislega 80´s og æðislega illa leikin og klisjukennd. Ég hló mikið og dátt að þessarri mynd, alltaf gaman að horfa á asnalegar 80´s myndir. Svo skaðar ekki að myndin er stútfull af frábærri tónlist eftir Prince. Þegar ég var yngri var ég með fordóma gagnvart Prince, fannst hann asnalegur og taldi að tónlistin hans væri drasl. En smá saman gerði ég mér grein fyrir að svo er alls ekki og Prince er mjög hæfileikaríkur maður og hefur gert fullt af góðri músík. Lög eins og Purple Rain, When Doves Cry, Darling Nikki og fleiri eru ekkert nema snilld. Ég mæli með að fólk kynni sér tónlist Prince, ég ætla allaveganna að fara að kynna mér hann betur. Ég mæli líka með myndinni Purple Rain ef fólk vill sjá asnalega 80´s mynd. Fín mynd til að horfa á með vinum sínum í góðu flippi á föstudagskvöldi.
<< Home