Friday, May 06, 2005

Gleðidagur

Jæja þá er þekkingarfræðiprófið afstaðið og ég er bara nokkuð ánægður með það enda var þetta helvíti leiðinlegur áfangi og bara mjög fínt að vera búinn með hann, ég er reyndar ekki alveg viss hvort ég hafi náð prófinu en ég held samt að það hafi reddast. Annars á ég núna 2 próf eftir og verður það síðasta á laugardaginn 14. maí. Ekki nóg með það að ég klári próf þann daginn heldur mun ég líka eiga eins árs bloggafmæli! Ég hafði reyndar bloggað e-ð smá fyrir það en ég 14. maí 2004 byrjaði ég blogga eftir meira en árs hlé og þá má segja að bloggferill minn hafi hafist af einhverri alvöru. 14. maí 2005 mun allaveganna vera mikill gleðidagur hjá mér og er ætlunin að sletta ærlega úr klaufunum þann daginn og vonandi munu sem flestir vera með mér í því. Því ætla ég að biðja alla sem geta og vilja um að taka 14. maí frá og vera með mér í að gleðjast. Hvað verður gert veit ég ekki ennþá en það mun koma í ljós. Kannski væri gaman að fara í picnic á umferðareyju eða labba til Hveragerðis og til baka. Endilega komið með tillögur.


Plötur:

Devo - Q: Are We Not Men? A: We Are Devo!
Architecture in Helsinki - In Case We Die
Spoon - Gimme Fiction
Ted Leo and The Pharmacists - Hearts Of Oak
Dungen - Ta Det Lungt
The Eels - Electro Shock Blues
The Eels - Daisies Of The Galaxy
The Pixies - Dolittle(100)
The Replacements - Let It Be