Wednesday, May 11, 2005

Nörd

I am nerdier than 32% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Já það er bara svona. Ég er greinilega ekki það mikill nörd, eða hvað ? Þetta próf virtist aðallega ganga út á það hversu mikill stærðfræði- og tölvunörd maður er en ég er voða lítill stærfræðingur(kláraði aðeins 3 stærðfræðiáfanga í MH t.d) og ekki það mikill tölvunörd. Kann voða lítið að forrita og þannig hluti til dæmis. Aftur á móti er ég gríðarlegur nörd að ýmsu öðru leyti og eflaust myndi ég skora hátt á kvikmynda- eða tónlistarnördaprófi.

Annars fer að styttast í að prófgeðveikinni ljúki hjá mér. Ég tók rökfræðiprófið í dag og gekk það bara þokkalega og ég er nokkuð öruggur með að hafa náð því. Síðan er það nýaldarheimspekin á laugardaginn og þá er þetta bara búið! Vonandi get ég farið að blogga meira þá og ætla ég mér að reyna að skrifa e-r hressar færslur í næstu viku, t.d klára að skrifa um kvikmyndahátíðina.

Nóg í bili, adios!

Plötur:

Hot Hot Heat - Elevator
Violent Femmes - Hallowed Ground
Violent Femmes - Blind Leading The Naked
Violent Femmes - 3
Ted Leo and The Pharmacists - The Tyrrany Of Distance
Joy Division - Unknown Pleasures
Weezer - Green Album(73)