Monday, April 07, 2003

Ég held það sé málið að kynna mig núna. Atli heiti ég og er 19 ára nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég hef gríðarlegan áhuga á bíómyndum og tónlist og því mun ég líklega tala mikið um það hérna. Einnig er ég mikill tölvunjörður og eyði miklum frítíma mínum á ircinu og að sörfa netið. Á ircinu heiti ég AtoriSan sem er nafnið mitt á japönsku. Og svo bla bla bla bla.....


Ætli ég skrifi ekki smá kvikmyndagargnrýni hérna. Um helgina sá ég tvær mjög skemmtilegar myndir. Heita þær Nói Albínói og The Core. Svona í stuttu máli þá er Nói Albínói einfaldlega ein besta íslenska mynd sem ég hef séð. Algjör snilld sem ég mæli með að allir sjái. Hún er mjög fyndin og ótrúlega vel gerð miðað við íslenskar myndir en þær eru oft frekar viðvaningslega gerðar. Því minna sem þú veist um þessa mynd því betra og því ætla ég ekki að segja meira um hana hérna. Hún fær 3 og hálfa stjörnu af 4 hjá mér. The Core aftur á móti er mynd sem ég myndi seint kalla góða. En engu að síður er hún bráðskemmtileg og mjög fyndin, bæði viljandi og óviljandi. Silly er orð sem á vel við um þessa mynd. Söguþráðurinn er algjört rugl(og þið vitið ekki hver hann er þá tjekkið á www.imdb.com eða eitthvað, ég nenni ekki að fara út í hann hér) og meikar engan sense en það skiptir litlu í svona mynd. Þetta er jú stórslysamynd og þær eru oftast algjör della. Myndin tekur sig sem betur fer ekki of alvarlega, bara rétt svo mátulega alvarlega. Ef þú fílar gamaldags silly stórslysamynd mæli ég hiklaust með henni en ef ekki þá skaltu forðast hana. Ég sjálfur elska þannig myndir og skemmti mér því mjög vel á henni. Það má segja að myndin sé bæði góð og léleg. Eins og ég sagði áður meikar hún engan sense og er auk þess mjög klisjukennd en þess utan er hún ekki svo slæm :D. Samtölin eru oft nokkuð skemmtileg, það er æðislegur húmor í myndinni, persónurnar eru skemmtilegar, leikararnir fínir og það er nokkuð góður stígandi í myndinni, ss lítið um dauða punkta. Auk þess eru engir leiðinlegir útúrdúrar eða pirrandi subplot. Myndin fjallar bara um að bjarga heiminum og lítið meira. Þjóðarremba er heldur ekki staðar og væmnin er frekar lítil og alveg þolanleg. Þannig að í heildina séð er The Core bara hin ágætasta mynd, ég skemmti mér vel og er bara nokkuð sáttur með hana. Hún fær 3 stjörnur af 4 hjá mér, aðallega fyrir skemmtanagildi.

Sunday, April 06, 2003

Jeij! Þetta er loksins komið í lag. Núna get ég byrjað að blogga af alvöru.
More to come....