Friday, March 03, 2006

Kvikmyndaárið sem er að hefjast

Árið 2006 er hafið og vel það en ég ætla engu að síður að gera smá lista yfir myndir sem eiga að koma út á árinu og ég er spenntur fyrir. Kvikmyndárið byrjar í raun ekki hjá mér fyrr en eftir óskarinn. Um það leyti eru flestar stórar myndir sem komu út í Bandaríkjunum árið 2005 búnar að rata í kvikmyndahús hingað og 2006 myndir fara að byrja að týnast inn. Vitaskuld er fullt af litlum myndum, sem margar hverjar eru mun áhugaverðari en þessar stóru að mínu mati, sem mun ekki rata í kvikmyndahús eða leigur hingað fyrr en löngu seinna, eða jafnvel bara alls ekki, en einhvers staðar verða mörkin að liggja. Auk þess mun ég líklega kaupa(og hef keypt) sumar þessarra mynda því ég að nenni hreinlega ekki að bíða eftir þeim. En nóg um það. Áður en ég byrja á 2006 myndum ætla ég að nefna nokkrar 2005 myndir sem enn hafa ekki komið hingað og ég er ansi spenntur fyrir.

The Squid And The Whale: Þetta virðist vera ein af þessum samtalamyndum sem ég elska. Ég elska virkilega vel skrifaðar og fyndnar myndir um mannleg samskipti sem byggjast að mestu upp á hnyttnum samtölum og súrum karakterum. Þar má nefna Happiness, Me And You And Everyone We Know, aðra hverja mynd sem Woody Allen gerir og fleira þvíumlíkt. Noah Baumbach nefnist leikstjóri myndarinnar og hann gerði árið 1995 mynd sem heitir Kicking And Screaming sem mér finnst vera mikið snilldarverk, sú mynd fjallaði um nokkur ungmenni sem eru nýskriðin úr háskóla og vita ekkert hvað þau eiga að gera við líf sitt. The Squid And The Whale er víst í svipuðum dúr(fjallar samt ekki um háskólanema heldur eina fjölskyldu) nema bara enn betri.

The New World: Nýjasta mynd Terrence Malick sem gerði The Thin Red Line. Mörgum fannst sú mynd leiðinleg en það var aðallega út af því að hún var auglýst sem einhver brjáluð stríðsmynd á borð við Saving Private Ryan sem hún var svo alls ekki. Ég viðurkenni að hún var kannski full ljóðræn á köflum en yfir höfuð fannst mér hún mjög falleg og áhrifamikil. Malick gerði líka 2 myndir á 8. áratugnum sem heita Days Of Heaven og Badlands og eru þær báðar helvíti góðar. Hann tók sér 20 ára pásu á milli Days Of Heaven og The Thin Red Line og virðist lítið vitað hvað hann gerði í þeirri pásu. Sérvitur maður þar á ferðinni en hann kann þó að gera góðar myndir!


Einnig langar mig að minnast á myndina Dallas 362. Þessi mynd hefur enn ekki skilað sér til Íslands en ég gerðist svo sniðugur að kaupa hana í fyrrasumar og hef því séð hana, ef hún hefði komið út á Íslandi í fyrra hefði hún eflaust verið í 2-3 sæti á topplistanum mínum. Þarna er á ferðinni mikið snilldarverk og eitt besta Tarantino rip-offið sem ég hef séð. Síðan Tarantino gerði Reservoir Dogs og Pulp Fiction hafa komið endalaust mikið af glæpamyndum sem hafa reynt að ná coolinu sem myndir Tarantino höfðu en fæstum þeirra hefur tekist það. Nokkrar fínar hafa komið eins og The Usual Suspects og Things To Do In Denver When You´re Dead en aðallega hefur þetta verið e-ð rusl á borð við hina afar ofmetnu Boondock Saints(ok hún er kannski ekki alveg rusl en hún er mjög ofmetin að mínu mati) og ýmislegt annað mjög slæmt. Dallas 362 aftur á móti er helvíti góð. Kannski af því að þeir sem gerðu hana skildu að mynd þarf meira en bara coolið til að vera góð. Dallas 362 er ekki bara cool heldur hefur hún líka vott af sál og hjarta og hún er líka helvíti vel leikin og leikstýrð. Scott Caan, sonur James Caan, leikstýrir, skrifar og leikur aðalhlutverkið og stendur sig mjög vel við allt þrennt. Mjög hæfileikaríkur ungur maður þar á ferðinni og ég bíð spenntur eftir að sjá næstu mynd hans(sem hlýtur að vera bráðum þar sem Dallas 362 var gerð árið 2003(edit: Það er að koma ný mynd frá honum í ár sem heitir The Dog Problem)). Vonandi fer þessi mynd að skila sér í leigurnar hér á landi svo fleiri geti notið hennar.

Svo er fullt af fleiri spennandi myndum eins og Match Point eftir Woody Allen, Syriana, Mirrormask, Tropical Malady, Mysterious Skin og ýmislegt fleira.

2006

2006 virðist ætla að vera mjög áhugavert kvikmyndaár og fullt af athyglisverðum myndum sem áætlað er að komi út á árinu. Ég ætla ekki að lista allar myndir sem mig langar að sjá heldur frekar að nefna nokkrar þær helstu. Ég held að topp 20 listi sé málið.

20: Tenacious D:In The Pick Of Destiny: Tenacious D grínplatan er ábyggilega besta grínplata aldarinnar þannig að þessi mynd hefur alla burði til að vera ógeðslega fyndin. Myndir af þessu tagi eiga það samt til að vera frekar þunnar og því ætla ég ekki að búast við neinni snilld en ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef hún verður ekki ein fyndasta mynd ársins 2006


19. Lonesome Jim: Steve Buscemi leikstýrir þessarri mynd. Síðasta mynd hans, Animal Factory, fannst mér ekkert sérstök en þessi á víst að vera líkari fyrstu mynd hans, Trees Lounge, sem var alveg hreint frábær. Vonandi verður þessi jafn góð.


18. The Departed: Endurgerð Martin Scorscese á kóresku myndinni Infernal Affairs með ýmsu stórstjörnum í aðalhlutverkum, þ.á.m Leonardo Dicaprio, Matt Damon og Jack Nicholson. Síðan hann gerði snilldarverkið Goodfellas hefur Scorsese ekki tekist að gera mynd sem kemst nálægt henni í gæðum að mínu mati þó að hann hafi komist ansi nálægt því með The Aviator. Ég ætla ekki að búast við að þess verði neitt meistaraverk en það er mjög ólíklegt að hún muni sökka.

17. Sin City 2: Sin City var ein af betri myndum síðasta árs. Hvort eldingin slái niður tvisvar á sama stað veit ég ekki en það er alveg góður sjens á því.

16. Idiocracy: Nýjasta mynd Mike Judge og hans fyrsta í 7 ár! Þessi mynd átti upprunalega að koma út síðasta sumar og var víst tekin upp árið 2004(!) en hefur af einhverri ástæðu verið seinkað til október á þessu ári. Það boðar alls ekki gott og bendir í raun til þess að hér sé á ferðinni mjög léleg mynd. En ég vona samt ekki og get ekki verið annað en spenntur fyrir henni því hugmyndin á bak við hana er skemmtileg og Mike Judge tel ég vera mann sem gæti gert henni góð skil. Myndin fjallar semsagt um mann, sem leikinn er af Luke Wilson, sem er frystur í nútímanum og þíddur nokkur hundruð árum seinna. Við honum blasir framtíð þar sem allir eru hálfvitar og hann sem var ekki beint gáfaðasti maðurinn í nútímanum virðist vera gáfaðasti maðurinn á svæðinu. Þessi hugmynd er vitaskuld ekki vitund frumleg, blanda af Futurama og Sleeper eftir Woody Allen, en ég held að það sé endalaust hægt að leika sér með hana og ég lít frekar á þetta sem nútíma útgáfu af Sleeper frekar en Futurama rip-off. Sleeper var gerð árið 1973 og mikið hefur breyst síðan og því er tímabært að koma með ferska útgáfu af þessari hugmynd.


15. Hail Ceasar: Coen bræður hafa að mínu mati ekki verið að gera nógu góða hluti nýlega. The Ladykillers og Intolerable Cruelty eru hiklaust langsístu myndir þeirra og ég skil ekki alveg hvað þeir voru að reyna að gera með þeim. Báðar svosem ágætar en þeir geta gert svo miklu betur. The Man Who Wasn´t There t.d var algjör snilld að mínu mati og hún kom út fyrir aðeins 5 árum. Ég tel að Coen bræður hafi ekki misst það heldur sé einhver tilraunastarfsemi í gangi hjá þeim sem er ekki að virka. Svo ganga flestir góðar leikstjórar í gegnum lægðir á ferli sínum. Hvort Hail Ceasar verði einhver snilld er ég alls ekki viss um en ég held samt í vonina og því er hún á þessum lista.


14. Marie-Antoinette: Sofia Coppola er mjög hæfileikarík leikstýra, hún hefur greinilega erft það frá föður sínum(sem hefur sjálfur ekki gert góða mynd í háa herrans tíð). Lost In Translation er að mínu mati ein besta mynd undanfarinna ára. Því get ég ekki verið annað en svolítið spenntur fyrir þessari mynd. Mér skilst að trailerinn, sem ég hef ekki séð, lofi ekki góðu en þetta ætti að minnsta kosti að vera athyglisverð mynd.


13. The Fountain: Mörgum finnst örugglega að þessi mynd eigi að vera hærra á listanum en málið er það að mér finnst Darren Aronofsky ekki vera það góður leikstóri. Pi og Requiem For A Dream eru báðar ágætar myndir en mér finnst þær alls ekki vera þau meistaraverk sem margir álíta þær vera. Báðar eru töff og mjög vel gerðar en rista ekki djúpt að mínu mati. Mér finnst Requiem For A Dream t.d ekki vera að segja neitt meira en að eiturlyf sé slæm, eða öllu heldur að fíkn sé slæm, aftur og aftur og aftur og aftur. Mér finnst hún endurtekningarsöm og persónurnar ekkert sérlega áhugaverðar. En Aronofsky er mikill stílisti(með fáránlega töff nafn líka) og hvorug þessa mynda þykir mér vera léleg. Þessi maður á örruglega einn daginn eftir að gera meistaraverk og The Fountain gæti verið sú mynd. Eða ekki.


12. Nacho Libre: Þetta er önnur myndin hans Jared Hess, sem gerði Napoleon Dynamite. Í henni leikur Jack Black mexíkóskan munk sem nefnist Nacho. Ákveðnar kringumstæður leiða til þess að hann gerist “Luchador” sem er einhvers konar ofurmunkur sem berst gegn glæpum! Eða eitthvað. Þarf ég að segja meira?


11. The Good German: Nýjasta mynd Steven Soderberg sem er víst einhvers konar morðgáta í seinni heimsstyrjöldinni. Með Cate Blanchett og George Clooney. Mér finnst afar ólíklegt að þessi mynd verði léleg. Soderbergh hefur enn ekki gert virkilega slæma mynd hingað til og hann virðist vera fær um að gera hvaða týpu af mynd sem honum dettur í hug að gera vel. Hvort sem það er glæpamynd, steikt grínmynd, réttarhaldsdrama, vísindaskáldskapur, film noir eða eitthvað annað.


10. The Fantastic Mr. Fox. Wes Anderson er hér að gera sínu fyrstu mynd sem er ekki frumsamin heldur er hún eftir bók Roalds Dahl. Mjög lítið annað fann ég um þessa mynd og það er ekki einu sinni víst hvort hún komi út á þessu ári. En Wes Anderson er snillingur og ætti að geta gert eitthvað úr þessu,


9. Art School Confidential. Nýjasta mynd Terry Zwigoff sem gerði tvær af betri myndum undafarinnar ára; Ghost World og Bad Santa. Myndin er auk þess gerð eftir teiknimyndasögu eftir Daniel Clowes, sama mann og gerði 8ball sem Ghost World er gerð eftir. Því ætti þessi mynd að vera algjör snilld. En ég hef heyrt(lesið) að myndin sé ekki að fá neitt sérstaka dóma og þess vegna er hún ekki ofar á listanum. Ég held samt í vonina.


8.A Scanner Darkly: Richard Linklater að leikstýra mynd eftir sögu Phillip K. Dick. Myndin er auk þess gerð í sama stíl og Waking Life eftir Linklater, semsagt leikin mynd sem er síðan teiknað yfir. Þessi mynd hreinlega getur ekki sökkað


7. Fast Food Nation: Önnur myndin sem Linklater mun senda frá sér á árinu. Þessi er byggð á bók Eric Schlosser um hættur skyndibitabransans. Ég veit í raun lítið meira um þessa mynd nema að það er fullt af góðum leikurum í henni(Luis Guzman, Ethan Hawke, Krist Kristofferson) og að samkvæmt IMDB er hún thriller. Eitthvað fær mig til að halda að þessi mynd verði geðveik. Þetta er jú mynd eftir Richard Linklater. Hún ætti að vera full af áhugaverðum heimspekilegum vangaveltum.


6. Inland Empire: Nýjasta mynd David Lynch. Samkvæmt imdb er hún “a mystery about a woman in trouble” og gerist í L.A. Með öðrum orðum: mjög týpisk David Lynch mynd. Sem er bara fínt.


5. Grindhouse: Tvær hryllingssögur gerðar í 70´s exploitation stíl. Önnur eftir Robert Rodriguez en hin eftir Quentin Tarantino. Þarf ég að segja meira?


4. The Inside Man: Spike Lee er hér að gera mynd sem fjallar um misheppnað bankarán sem breytist í gíslatöku. Clive Owen leikur bankaræningjann. Denzel Washington leikur lögguna sem reynir að tala hann til. Klisjukennt efni en þar sem enginn annar en Spike Lee er að gera þessa mynd þá held ég að hún verði algjör snilld. Clive og Denzel eru líka alltaf góðir. Síðasta mynd Spike, She Hate Me, hefur enn ekki ratað hingað til lands en The 25th Hour sem hann gerði þar á undan fannst mér vera algjört meistaraverk og ég hef á tilfinningunni að The Inside Man verði í svipuðum dúr og hún. Ég vona það a.m.k.


3. The Black Dahlia: Film Noir mynd eftir Brian De Palma gerð eftir skáldsögu James Ellroy(L.A Confidential). Brian De Palma er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann hefur gert migóðar myndir en þær eru margar hverjar algjör snilld(The Untouchable, Carlito´s Way, Femme Fatale) og þetta virðist vera einmitt sú tegund af mynd sem hann ætti að geta gert góða hluti með. De Palma er mikill stílísti og Film Noir myndir eru mjög stílíseraðar og ég get ímynda mér að hann geti gert magnaða hluti með efnið.


2. The Zodiac: Nýjasta mynd David Fincher. Hún fjallar um frægan fjöldamorðingja sem var kallaður The Zodiac Killer. Fincher leikstýrði 3 af bestu myndum allra tíma: Se7en, The Game og Fight Club og því er ég vitaskuld slefandi yfir því að hann sé loksins að fara að gera nýja mynd. Panic Room var reyndar ekki alveg nógu góð en ég held að hann hafi bara gert hann út af því að hann var samningbundin eða eitthvað álíka. Eða kannski var hann bara að leika sér. Samt alveg ágæt mynd, bara ekki það góð á Fincher-skalanum.


1. Southland Tales: Nýjasta mynd Richard Kelly(Donnie Darko). Hún gerist í L.A árið 2008, mikil hitabylgja ríður yfir og samfélagið er á mörkum hruns. Við fylgjumst með nokkrum karakterum, þ.á.m hasarmyndastjörnu, klámmyndaleikkonu og lögreglumanni, sem öll virðast tengjast einhverju stóru samsæri. Meðal aðalleikara eru The Rock, Sarah Michelle Gellar, Ashton Kutcher, Mandy Moore, Justin Timberlake, Jon Lovitz, Christopher Lambert, Janeane Garofalo, Kevin Smith og Curtis Armstrong(“Booger” í Revenge Of The Nerds myndunum). Það vantar bara Mr. T og David Hasselhoff og þá væri þetta líklega súrasta casting í sögu bíómynda!. Þessi mynd gæti verið algjör snilld. Hún gæti verið drasl. Ég veit það ekki. En hún hljómar að minnsta kosti æðislega. Kannski er þetta næsta Pulp Fiction? Kemur í ljós...


Síðan er marg fleira athyglisvert að koma, t.d The Prestige, Miami Vice, M:I 3, V For Vendetta, Scoop, Babel, Master Of Space & Time, The Science Of Sleep, Dave Chappelle´s Block Party(síðastnefndu þrjár allar eftir Michel Gondry), Talladega Nights: The Ballad Of Ricky Bobby, Bubble, The Children Of Men, Lady In The Water, The Visiting, Sunshine, Youth Without Youth, Superman Returns, World Trade Center, Breaking And Entering, Idlewild, Cars, Pirates Of The Caribbean: Dead Man´s Chest og margt fleira. Mér finnst mjög líklegt að einhverjar af þessum myndum verði helvíti góðar en ég ákvað að takmarka mig við 20 myndir og því varð ég að sleppa einhverju.


Svo er ein mynd sem mig langar að minnast sérstaklega á. Það er myndin Snakes On A Plane. Fyrir utan að hafa besta titil í heiminum þá er þessi mynd frá sömu og gerðu Cellular sem var ein af óvæntustu myndum ársins 2004. Hún hefði geta verið algjört drasl en var síðan mjög sniðug, fyndin og spennandi. Snakes On A Plane er líka með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki. Ég held að hún verði algjört æði.


Síðan er PTA(Boogie Nights, Magnolia) búinn að tilkynna að hann sé að fara að gera mynd sem mun heita There Will Be Blood en hún mun samt líklega ekki koma út fyrr en á næsta ári. Pottþétt sú 2007 mynd sem ég er hvað spenntastur fyrir.


Ég er örugglega að gleyma einhverjum myndum (eða sleppa þeim viljandi) en það verður bara að hafa það.

Mig langar líka að segja að þótt að næstum allar myndirnar sem ég hef talað um séu Bandarískar þá þýðir ekki að ég horfi bara á Bandarískar myndir. Alls ekki. Málið er einfaldlega það að það er mun erfiðara að nálgast upplýsingar um myndir sem koma frá öðrum löndum og ég veit sjaldnast af þeim fyrr en stuttu áður en þær koma. Ég veit þó að það eru að koma nýjar myndir frá Aki Kaurismaki, Pedro Almodovar, Hirokazu Kore-eda og Guillermo Del Toro svo einhverjir séu nefndir.


Eftirfarandi myndir langar mig EKKI að sjá: Big Momma´s House 2, Garfield 2, The Santa Clause 3 (Þessar myndir eiga ekki skilið að fá linka)


Vonandi hafiði haft eitthvað gagn og gaman af þessu.


Takk fyrir.


p.s: Bráðum mun ég birta færsluna sem ég lofaði um tónlistaárið 2005, á bara eftir að fínpússa hana smá.


Plötur:

Deerhoof - Milkman, The Runners Four
Dikta - Hunting For Happiness
Heikki - s/t
Broadcast - The Noise Made By People
Cocorosie - La Maison De Mon Reve
Joanna Newsom - The Milk-Eyed Mender
Boris - Pink
Robert Wyatt - Rock Bottom
The Fiery Furnaces - Bitter Tea
Slint - Spiderland
Brendan Benson - Alternative To Love