Monday, July 31, 2006

The voice of Geddy Lee

Man einhver eftir víðóma?

Víðóma er semsagt íslensk þýðing á orðinu stereo og ef ég man rétt þá var meira að segja sér tilkynning í sjónvarpinu um það að orð þetta hafi verið fundið upp samfara því að sjónvarpið væri byrjað að sýna vissa dagskrárliði í "víðóma". Sem betur fer náði þetta orð ekki hylli enda er það með eindæmum ljótt.

En hvað væri góð íslensk þýðing á orðinu stereo?


Svo verð ég að segja að Belle and Sebastian tónleikarnir á Borgarfirði Eystri sem haldnir voru á laugardaginn voru hreint út sagt yndislegir og fullkomnlega virði þess að keyra í næstum 12 tíma fyrir (plús gistingu á Höfn þannig að í raun tók ferðalagið næstum sólarhring).

Nokkur stikkorð og setningar um helgina: Barnatannkrem, garðálfar, hvar er Petra?, "Myspace er BARA fyrir homma!", "Losing A Friend með Nylon er geðveikt lag", stuldur á Head and Shoulders flösku, "Hver er Ásgeir?", söngvarinn í Jan Mayen er hressasti maður á Íslandi, dansað upp á sviði og síðan ýtt af því, six degrees of Kevin Bacon, íslensk Eurovision lög, meðlimir í B&S að hözzla íslenskar stelpur, "Myndir þú setja í Kevin Bacon?".


Plötur:

Belle And Sebastian - Tigermilk(4.5/5), If You´re Feeling Sinister(4/5), The Boy With The Arab Strap(4/5), Fold Your Hands Child You Walk Like A Peasant(4/5), Dear Catastrophe Waitress (5/5), Push Barman To Open Old Wounds(4.5/5), The Life Pursuit (4.5/5)
Television - Marquee Moon (5/5)
Tapes N Tapes - The Loon (3.5/5)
Dr. Mister And Mr. Handsome - Dirty Slutty Hooker Money (2.5/5)
Deerhoof - Reivelle, The Runners Four(3.5/5)
XTC - Drums And Wires
Stone Temple Pilots - Purple
Trúbrot - s/t, Lifun(5/5)
Muse - Absolution(3/5) (Þessi hefur lækkað í áliti...)
ýmislegt fleira...