Thursday, July 29, 2004

Músík og myndir

Geisladiskar undanfarinna daga:

Sinfónísk útgáfa af OK Computer
Prodigy - Music For The Jilted Generation
Prodigy - The Fat Of The Land
The Shins - Chutes Too Narrow
Megas - Megas
The Cure - Boys Don´t Cry
Beck - Odelay

Myndir sem ég hef séð:

I, Robot(60)
Human Nature(70)
The Adventures Of Buckaroo Banzai Across The 8th Dimension(53)

Takk fyrir

I´m singing in the rain....

Djöfull er ógeðslega viðbjóðslega leiðinlegt að vinna úti í rigningu. Ég gjörsamlega hata það.

Tuesday, July 27, 2004

Af konungum og megabætum...

Hi kids. Jámm, þá er það komið á hreint. Ég er álíka góður í fótbolta og 10 ára stelpa, ef ekki verri. Svo hef ég úthald á við 97 ára gamlan mann í hjólastól sem hefur reykt síðan hann var 7 ára. En nóg um það. Ég átti ánægjulega helgi. Kíkti í 2 partí. Fyrst var það frumsýningarteiti nýjasta myndbands Stafræns Megabæts og var þar mikið gaman og mikið fjör og fær Megabætið hrós fyrir gott myndband og gott partí. Síðan var haldið til Ólafsvíkur daginn eftir ásamt fríðu föruneyti í afmælið hennar Jóhönnu þar sem boðið var upp á veitingar og gisting. Átti ég þar ánægjulegar stundir með fámennum en góðmennum hóp fólks og verð ég bara að segja að langt er síðan ég hef skemmt mér svona vel á einu kvöldi.

Ég sá líka myndina King Arthur um helgina og saug hún linan skaufa þrátt fyrir nærveru hinnar forkunnarfögru Keiru Knightley og töffara á borð við Ray Winstone og Stellan Skårsgaard. Myndin var bara ekkert nema leiðinleg Hollywood þvæla. Tilgerðarleg, heimskuleg, fyrirsjáanleg og alveg með eindæmum óspennandi auk þess sem ég átti oft erfitt með að átta mig á hvað var að gerast. Góðir leikara og einstaka góð móment dugðu lítið til að bæta upp ómarkvissa leikstjórn(Antoine Fuqua er ágætis leikstjóri en hann er langt frá því að vera rétti maðurinn fyrir svona mynd) og bjánalegt handrit. King Arthur fær 36 af 100.

Einnig sá ég Buckaroo Banzai en ég nenni ekki að skrifa um hana núna. Skrifa bara um hana á morgun eða e-ð. Svo mæli ég með veitingastaðnum Old West á laugaveginum. Meira var það ekki. Bless í bili!