Wednesday, June 15, 2005

Herra og frú Smitt

Herra og Frú Smith olli mér þónokkrum vonbrigðum. Ég var svo sem ekki að búast við neinu meistaratykki(þó að hún hefði geta verið það í réttum höndum) en hélt samt að hún yrði betri en raunin var. Leikstjórinn, Doug Liman, leikstýrði Go sem er ein af mínum uppáhalds myndum og svo gerði hann The Bourne Identity sem var ágætis skemmtun og hina bráðskemmtilegu mynd Swingers. Svo er mjög skemmtileg hugmynd(þó hún sé kannski ekki sérlega frumleg) á bak við myndina sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. En því miður gerir myndin alls ekki nóg við þessa hugmynd og er auk þess ekki mjög spennandi, frekar þunn og í raun afskaplega lítið fyndin. Svo getur hún ekki ákveðið hvort hún ætli að vera screwball gamanmynd eða Bruckheimer hasarmynd. Myndin er samt ekki beint léleg. Hún pirraði mig ekkert sérstaklega og flest allt var alveg skikkanlega gert en hún var bara e-ð svo andlaus og þunn. Ekkert kom á óvart og ekkert merkilegt gerðist. Það er bara eins og það hafi gleymst að skrifa handrit og meirihlutinn verið saminn á staðnum. Leikararnir standa sig þokkalega, Liman nær að halda uppi góðum hraða og það eru mörg skemmtileg augnablik inn á milli en samt get ég ekki sagt að ég hafi skemmt mér rosalega vel en mér leiddist heldur ekkert sérlega. Hún fær 51 af 100 hjá mér. Annars mæli ég með að allir tjekki á myndinni The War Of The Roses ef það vill sjá þessa hugmynd (ss hjón sem eru að reyna að drepa hvort annað) betur útfærða.

Tuesday, June 14, 2005

Góð helgi

Ég átti góða helgi. Hún hófst á því að ég skellti mér á árshátíð Baggalúts og var þar samankominn hópur af mestu furðufuglum sem hægt er að finna á Íslandi. Þarna kallaði fólk ekki hvort annað sínum raunverulegu nöfnum heldur alter-egounum sem þau ganga undir á spjalli Lútsins. Ég spjallaði meðal annars við Tinna, Frelsishetjuna, Galdrameistarann og hinn mikla Enter auk ýmissa annarra. Þarna voru flutt klámfengin ljóð, mikið drukkið og ýmis málefni rædd og svo var auðvitað spiluð ballskák. Það eftirminnilegasta var samt örugglega þegar ég spottaði Völu Matt fyrir utan. Þegar Frelsishetjan heyrði af því ætlaði hann út að cockslappa hana en því miður var orðið um seinan þegar út var komið þar sem Vala var löngu horfin. En í heildina var þessi árshátíð mjög ánægjuleg og er mig strax farið að hlakka til þeirrar næstu.

Á laugardagskvöldið skellti ég mér síðan í eldhresst partí með stúdentaleikhúsinu. Partíið var haldið heima hjá Öddu og var þetta kveðjupartý fyrir Marco hinn ítalska sem er að fara að flytja aftur til Ítalíu. Partíið endaði á því að allir fóru í Actionary þar sem við sömdum eigin setningar til að leika og var keppst við að hafa þær sem erfiðastar. Meðal þess sem þurfti að leika voru setningar á borð við "Einstaklega slóttugur Aston Kutcher aðdáandi" og "Geignvænlega klénir aftaníossar í makkarónulimbói". Liðin voru strákar á móti stelpum(og ítala) og þurfti ég frá að hverfa í miðju kafi til að fara á Trabant tónleika en staðan var 1-0 fyrir strákunum þá.

Trabant tónleikarnir voru síðan hreint út sagt geðveikir og með betri tónleikum sem ég farið á verð ég að segja. Þvílíkt show! Þvílíkur kynþokki! Tónlistin þeirra er náttúrulega algjört æði en þeir eru líka með æðislega sviðsframkomu og kunna virkilega að skemmta fólki. Eina sem þarf er glimmer, gredda og fullt af konfetti. Lengi lifi Trabant!

Á sunnudeginum tók ég því svo rólega og skellti mér í bíó á myndina Crash. Sú mynd fannst mér skítsæmileg en ekkert meira en það. Myndin er mjög vel leikin og flott tekin og vekur mann til umhugsunar. En um leið er hún líka mjög tilgerðaleg og fannst mér voða mikið verið að reyna að hamra boðskap í mann auk þess sem myndin fer frekar langóttar leiðir til að segja það sem hún vill segja. Karakterarnir fannst mér margir hverjir full ýktir og stereótýpískir og myndin gekk oft full langt í dramatík og fór út í hálfgert rugl á köflum. Þessari mynd tókst allaveganna að pirra mig dálítið og fannst mér hún oft frekar kjánaleg. Engu að síður leiddist mér ekki og tel ég að leikararnir hafi átt stóran þátt í því. Hún fær 48 af 100 hjá mér.

Segjum þetta gott í bili, ég nenni ekki að hafa þetta lengra. Reyni að skrifa meira á morgun. Til dæmis um Iron Maiden tónleikana, BYGG stuðið og e-ð fleira.

Diskar:

Gomez - Liquid Skin
Gomez - In Our Gun
Supergrass - In It For The Money(97)

Monday, June 13, 2005

Size matters not



Ég verð bara að segja að ég er helvíti sáttur með þessar niðurstöður. Yoda is da man!