Monday, December 13, 2004

Ég sá Sög

Í kvöld fór ég í bíó á myndina Saw. Myndin fjallar í stuttu máli um 2 menn sem vakna í einhvers konar baðherbergi og er búið að hlekkja þá fasta þar. Þeir komast að því að annar þeirra verður að drepa hinn áður en klukkan slær sex. Annars mun eitthvað hræðilegt gerast. Ég ætla ekki að tala nánar um söguþráðinn þar sem þetta er svona mynd þar sem það er best að vita sem minnst.

Annars er þessi mynd eiginlega hálfgert drasl. Söguþráðurinn er göttótari en fiskinet og það er voða fátt sem gengur upp í þessari mynd. Hún er auk þess mjög klisjukennd og oft hreinlega bjánaleg. Samt náði hún að skemmta mér. Í fyrsta lagi af því að hugmyndin er æðisleg, ég elska svona myndir þar sem fólk er fast í einhverjum afviknum stað og þarf að nota hugvitið til að koma sér úr klípunni. Myndin hefur líka einhvern b-mynda sjarma við sig. Svo er hún líka soldið óhugnaleg og creepy, eins og svona myndir eiga að vera. Myndinni tekst samt að fara út í algjört rugl í lokin. En í heildina virkar hún ágætlega og er hin ágætasta skemmtun. Ég vil samt ekki gefa henni of háa einkunn þar sem hún er samt frekar léleg. Ég gef henni því 48 af 100.


.....................


Ég lendi oft í því þegar fólk er að spurja mig út í heimspekinámið að það spurji mig hvort ég sé búinn að komast að því hver tilgangur lífsins sé. Svo virðist sem að ef það er eitt sem fólk virðist vita um heimspeki (eða öllu heldur halda að það viti) þá er það að hún fjalli um tilgang lífsins. Og þegar ég fer að að pæla í því þá er það eiginlega rétt þótt það sé kannski fullmikil einföldun. Réttari skýring væri samt að heimspeki sé leið til að komast að tilgangi lífsins, eða öllu heldur hvernig maður eigi að lifa lífinu.

En nú viljið þið, lesendur góðir, kannski vita hver tilgangur lífsins er og hvernig maður eigi að lifa lífinu ? Ég skal sko segja ykkur það. Í rauninni er ég búinn að komast að þessu fyrir löngu. Tilgangur lífsins er að skemmta sér. Maður á að njóta lífsins. Ekki liggja alltaf í þunglyndi og væla út af hinu þessu heldur horfa á björtur hliðarnar og reyna að gera gott úr hlutunum. Maður á að finna út hvað manni finnst skemmtilegt og einfaldlega gera það. Ekki fara í háskóla og læra eitthvað sem er "praktískt" eða eitthvað sem maður mun græða peninga á. Peningar færa ykkur ekki hamingju. Lærið eitthvað sem þið hafið virkilega gaman af og áhuga á og farið síðan að vinna við það. Ég sé ekki tilganginn í því að vinna við einhverja vel borgaða vinnu ef hún er svo hundleiðinleg. Maður á að njóta lífsins! Ég til dæmis hef gaman af bíomyndum og tónlist og bókum og eiginlega bara öllum listum, en þó helst kvikmyndum og tónlist. Því ætla ég að læra kvikmyndagerð og bókmenntafræði og síðan reyna að lifa af því að vinna sem kvikmyndagerðarmaður og kannski skrifa eina eða tvær bækur og semja smá tónlist. Þetta er kannski soldið "risky business" eins og sumir myndu kalla það en mér er bara alveg sama. Frekar vil ég vera fátækur listamaður en ríkur bissnisskall eða e-ð þannig því ég væri örruglega mun hamingjusamari að gera það sem ég hef gaman af heldur en að vera einhver óhamingjusöm skrifstofublók. Svo er spurning hversu "fátækur" ég verð. Ég bý á Íslandi sem er ein ríkasta þjóð í heiminum. Miðað við meiri hluta jarðarbúa væri ég örugglega forríkur.

Good bye, farewell and amen.


Lög:

Risaeðlan - Stefán
Modest Mouse - Float on
Prefab Sprout - Cars and Girls
Theme from Debbie Does Dallas

Plötur:

Tindersticks - Tindersticks
Tindersticks - Tindersticks II
Modest Mouse - The Moon and Antarctica
Joanna Newsom - The Milk Eyed Mender