Saturday, December 10, 2005

Richard Pryor látinn

Grínistinn Richard Pryor lést í dag, 65 ára að aldri.




Mér fannst að allir ættu að fá sér kók, brosa og grjóthalda kjafti í minningu Richard Pryor.

We have a winner!

Þetta var ekki lengi gert. Maðurinn var vitaskuld Peter Mayhew sem lék Chewbacca í Star Wars myndunum og það var enginn annar en hinn mikli Kristján Lindberg sem gat rétt í þessarri getraun og fær í verðlaun........*drumroll*.....pylsu og kók frá Bæjarins Bestu!

Krizzi er sjálfur búinn að búa til getraun á sinni síðu og hún virðist öllu erfiðari en mín.


Hver er maðurinn ?

Já dömur mínar og herrar, þið lásuð rétt! Ég ætla að vera sniðugur og herma eftir vinum mínum og koma með eitt stykki Hver er maðurinn? keppni. Ég spyr...




...hver starir svo vinalega út í eilífðina ? Þessi maður var starfsmaður á spítala áður en að frægðin barði að dyrum. Síðan þá hefur þessi maður svo að segja lifað á frægðinni. Þrátt fyrir það vita fáir hvernig hann lítur út í raun og veru.

"Ég hugsa mér persónu" reglurnar gilda í þessum leik og það eru vegleg verðlaun í boði!

Lag augnabliksins:

Teenage Fanclub - Is This Music?

Friday, December 09, 2005

Ho Ho Fucking Ho

Ég var að lesa athyglisverða færslu um jólin og jólalög á blogginu hennar Olgu og ætlaði að skrifa eftirfarandi í komment þar en datt svo í hug að það væri betra að setja þetta bara á bloggið mitt:


Er það hræsni að halda upp á jólin ef maður trúir ekki á Guð ?

Annars myndi ég ekki beint segja að ég trúi bókstaflega EKKI á guð, þ.e.a.s held að hann sé alls ekki til, öllu heldur þá veit ég bara ekki hvað Guð er og hef ekki fundið fyrir honum þannig að ég einfaldlega get ekki trúað á hann. Réttara sagt þá vil ég ekki að líf mitt gangi út að dýrka einhvern æðri kraft eða veru sem ég hvorki finn fyrir né veit hvað er. En ég held samt að það sé eitthvað meira til en lífið á þessari jörð en á meðan ég veit ekki hvað það er ætla ég bara að njóta þess sem ég hef og get fundið fyrir.

Samkvæmt Wikipedia voru Jólin upprunalega víst einhvers konar málamiðlun á milli kristna manna og heiðingja til að halda trúarhátíð saman. Svo hefur þetta þróast smá saman gegnum aldirnar. Nánar um þetta r. Svo fæddist Kristur víst fjórum árum áður en allir halda(hef ég heyrt/lesið) og það hefur náttúrulega enginn mikla hugmynd um hvaða dag hann fæddist nákvæmlega. Ég held að 25. des hafi verið ákveðinn sökum þess að þetta er bara hentug dagsetning því hún er rétt fyrir áramót og þetta er bara góð afsökun til að hafa langt frí og skemmta sér. Eflaust ekkert mikið flóknara en það.

Þar sem ég er ekki trúaður lít ég frekar á jólin sem..tjah...hátíð ljóss og fríðar ? Allaveganna finnst mér að jólin séu bara tími sem við eigum að sýna hversu vænt okkur þykir um okkar nánastu og til að minna okkur á hið góða í lífinu. Og maður má heldur ekki gleyma sér í lífsgæðakapphlaupinu eins og sumir.

Jólalög eru mörg hver ógeðslega væmin og hallærisleg en það er líka til fullt af góðum jólalögum. Uppáhaldsjólalögin mín t.d eru "Happy X-mas(War is over)" með John Lennon og "X-Mas in Hollis" með Run DMC svo ég nefni tvö góð.

Plötur:

Elbow - Leaders Of The Free World
Thunderbirds Are Now! - justamustace, Doctor Lawyer Indian Chief
The Fiery Furnaces - EP
Sufjan Stevens - Illinoise
Lightning Bolt - Wonderful Rainbow, Hypermagic Mountain
M.I.A - Arular
The Russian Futurists - Our Thickness
The National - Alligator
Animal Collective - Feels
Bob Log III - Log Bomb
Kate Bush - Aerial
Og margt fleira...

Wednesday, December 07, 2005

Mussi slappi

Þetta er sniðugt.

Monday, December 05, 2005

The Name Game

Mér finnst gaman að leika mér að finna fólk með asnaleg nöfn á imdb.

Hér eru nokkur dæmi:

Lick Umcum
Tippi Hedren (mamma Melanie Griffith og aðalleikonan í The Birds)
Cock Andreoli
Red Buttons
Rip Torn (Þennan ættu flestir að kannast við úr myndum eins Men In Black og Dodgeball)
Eva Von Slut
Klexius Kolby

Já svona er gaman að vera í miðri prófatörn.

Plata Augnabliksins:

Frank Zappa - Burnt Weeny Sandwich