Jæja gott fólk, ég veit að árið er löngu byrjað en ég ætla engu að síður að skella á ykkur léttu preview fyrir kvikmyndaárið 2007. Ég miða líka við myndir sem eru gefnar út í heimalandi sínu(eða USA) árið 2007 og ennþá erum við aðallega að fá 2006 myndir og 2007 myndirnar sem hafa komið eru aðallega rusl eins og
Epic Movie og
Norbit. Fyrst kem ég með þær 20 myndir sem ég er hvað spenntastur fyrir(í semi-röð) og síðan nokkrir fleiri áhugaverðir titlar.
Fyrst langar mig þó að minnast á nokkra 2006 myndir sem hafa ekki ratað til landsins ennþá. Helst bara að nefna nýjasta verk meistara
David Lynch,
Inland Empire, en sú mynd verður að öllum líkindum frumsýnd hérna í næsta mánuði þannig að það er ekki löng bið. Dómarnir sem hún hefur fengið eru eilítið misjafnir en að mestu jákvæðir og mestu aðdáendu Lynch virðast nokkuð sáttir með hana. Hiklaust must-see fyrir allar kvikmyndaunnendur. Önnur mynd sem ég bíð spenntur eftir er
The Host, kóresk skrímslamynd sem lýst hefur verið sem blöndu af
Jurrasic Park og
Jaws með smá samfélagsádeilu hent inn í. Þessi mynd sló víst einhver aðsóknarmet í heimalandi sínu og er fá alveg hreint glimrandi dóma. Vona ég að hún muni rata í kvikmyndahús hér á landi sem fyrst en eflaust mun ég enda á því að leigja hana í Laugarásvídeó eða eitthvað áður en það gerist.
En víkjum okkur að 2007
20.
Diary of The Dead Nýjast mynd meistara
George A. Romero og sú fimmta í
...of the dead seríunni. Þessi fjallar um unga kvikmyndanema sem eru að gera ódýra hryllingsmynd og lenda í því að berjast við uppvakninga við tökur. Skemmtilega póstmódernísk hugmynd og Romero ætti varla að bregðast manni,
Land Of The Dead sýndi allaveganna að það er ennþá líf í kallinum.
19.
Sunshine Þetta er nýjasta mynd
Danny Boyle, leikstjóra
Trainspotting og
28 Days Later, og fjallar um geimför kringum árið 2050 til að endurlífga sólina sem er að deyja út. Boyle hefur hingað til gert athyglisverðar myndir og hefur sýnt mikla fjölbreytni auk þess, hefur gert m.a.
barnamynd,
neo-noir mynd og
screwball gamanmynd og hefur yfirleitt tekist ágætlega hjá honum(eina Boyle myndin hingað til sem var ekki að gera sig er
The Beach). Þessi ætti að vera áhugaverð að minnsta kosti.
18.
Ocean´s Thirteen Sumir myndu segja að þetta sé að verða svolítið þreytt formúla en að mínu mati eru fyrstu tvær myndirnar með betri hreinum afþreyingarmyndum undanfarinna ára. Þær eru fyndnar og flottar og taka sig ekki vitunda alvarlega. Með sama teymi á bak við þessa held ég að þessi muni verða litlu síðri.
Soderbergh er líka snillingur og hefur sjaldan brugðist bogalistin. Hann er vitaskuld bara að gera þessar myndir svo hann fái peninga til að gera aðrar persónulegri myndir en hann hefur engu að síður vit til að gera þær ekki af neinum hálfkæringi.
17.
Sicko Nýjasta heimildarmynd
Micheal Moore. Í þetta skipti tekur hann fyrir heilbrigðisbransann í USA. Þetta getur varla verið leiðinleg mynd.
16.
Black Snake Moan Þessi mynd getur ekki verið annað en ofursvöl. Hún er með S
amuel L. Jackson,
Christina Ricci(
Heitari en nokkru sinni fyrr) og
Justin Timberlake og er leikstýrt af
Craig Brewer sem gerði síðast hina ótrúlega góðu mynd
Hustle and Flow. Ég þurfti bara að sjá
plakatið til að vilja sjá myndina.
15.
Sweeney Todd Kvikmyndun
Tim Burton á þessum fræga söngleik með
Johnny Depp,
Helena Bonham Carter,
Alan Rickman og
Sacha Baron Cohen í aðalhlutverkum. Hljómar eins og uppskrift að góðri mynd. Ég hef reyndar ekki verið nógu sáttur með það sem Burton hefur verið að gera nýlega(
Planet Of The Apes,
Charlie and The Chocolate Factory) en hann sýndi þó með
Corpse Bride að hann er ekki dauður í öllum æðum og þessi mynd virkar eins og klæðskerasaumuð fyrir hann.
14.
I´m A Cyborg But That´s Ok Nýjasta mynd
Chan-Wook Park(
Old Boy,
Sympathy For Lady Vengeance) og fjallar um unga konu sem heldur að hún sé vélmenni sem innritar sjálfa sig á geðspítala. Þarf ég að segja meira?
13.
Rescue Dawn Fyrsta mynd
Werner Herzog sem er að öllu leyti leikin í nokkur ár(og hans dýrasta mynd til þessa) og fjallar hún um mann(leikinn af
Christian Bale) sem er tekinn til fanga í víetnam stríðinu og flýr síðan úr prísundinni. Byggð á sönnum atburðum(Herzog gerði
heimildarmynd um manninn fyrir 10 árum). Myndin er fá mjög svo góða dóma og Herzog er einn af áhugaverðari leikstjórum kvikmyndasögunnar og því trúi ég ekki öðru en að hún verði góð.
12.
Zwartboek Fyrsta mynd
Paul Verhoeven í 7 ár og hans fyrsta hollenska mynd í 24 ár. Hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni og er eflaust mjög persónuleg fyrir Verhoeven þar sem hann var aðeins ungur drengur á þessum tíma og hafði stríðið mikið áhrif á persónu hans. Myndin hefur fengið frábæra dóma og rakaði inn pening í Hollandi á síðasta ári. Verhoeven er einn af mínum uppáhalds leikstjórum og því get ég ekki verið annað en spenntur.
11.
My Blueberry Nights Fyrsta mynd
Wong Kar-Wai á ensku, með Jude Law, Tim Roth og Natalie Portman í aðalhlutverkum. Kar-Wai hefur líklega ekki fallið fyrir Hollywood maskínunni heldur virðist þetta vera nokkuð svipuð mynd og Hong Kong myndir hans nema bara að hún er á ensku. Vonandi verður sýn hans ekki "lost in translation".
10.
Fay Grim Hal Hartley er hérna að gera framhald af mynd sem ég tel vera hans bestu,
Henry Fool, og í þetta skipti er persóna
Parker Posey úr þeirri mynd í brennidepli. Hartley er alltaf áhugaverður og er með yndislega súran stíl og þótt ég ætli ekki að búast við meistaraverki á borð við Henry Fool þá hef ég miklar væntingar til Fay Grim.
9.
Be Kind Rewind Michel Gondry er hérna að leikstýra mynd eftir eigin handriti en hugmyndin er vægast sagt frumleg.
Jack Black leikur mann sem verður segulvæddur í heilanum og tekst að eyðileggja allar dvd myndir í vídjóleigu einni. Til þess að halda dyggasta viðskiptavini leigunnar, sem er léttgeggjuð gömul kona, ánægðri verður hann og félagi hans að endurleika valin atriði úr eftirlætismyndum hennar, þ.á.m. Lion King og Robocop. Eflaust skemmtilegasta hugmynd að mynd síðan Being John Malkovich. Þessi má ekki vera léleg!
8.
Margot At The Wedding Nýjasta mynd
Noah Baumbach, sem gerði eina af bestu myndum ársins 2005;
The Squid And The Whale, skrifaði handritið að
The Life Aquatic With Steve Sizzou með
Wes Anderson og leikstýrði líka einni af uppáhaldsmyndunum mínum;
Kicking And Screaming(EKKI Will Ferrell myndin). Ég þarf bara að vita að hann sé að leikstýra myndinni til að vera spenntur, sama þótt hún sé um málningu að þorna í 90 mínútur.
7.
Eastern Promises David Cronenberg er annar af mínum uppáhaldsleikstjórum og í þetta skipti er hann að gera einhvers konar njósnamynd með
Viggo Mortensen og
Naomi Watts í aðalhlutverkum. Svolítið öðruvísi en flest sem hann hefur gert áður en ég treysti honum.
6.
The Darjeeling Limited Nýjasta mynd
Wes Anderson með
Owen Wilson,
Jason Schwartzman,
Adrien Brody og
Natalie Portman. Hún fjallar um 3 bræður sem fara til Indlands í kjölfar dauða föður þeirra. Anderson hefur gert 3 meistarverk í röð, verða þau 4?
5.
The Simpsons Movie Eftir mörg ár af orðrómum er Simpsons myndin loksins að verða að veruleika. Myndir gerðar eftir sjónvarpsþáttum eru sjaldan góðar en Simpsons mynd gæti verið öðruvísi þar sem þetta er ekki einhver venjulegur sitcom þáttur heldur ein helsta samfélagsádeila nútímans og eflaust margt hægt að gera í myndinni sem ekki væri hægt að gera almennilega í einum þætti.
4.
No Country For Old Men Coen bræður voru ekki alveg að gera sig í síðustu tveim myndum sínum en ég trúi því ekki að þeir séu búnir að "missa það". Þetta var bara eitthvað lélegt tímabil hjá þeim. Þessi virkar töff, glæpamynd sem innheldur eiturlyf, peninga og fullt af líkum. Ekki ósvipað og
Miller´s Crossing, besta mynd þeirra að mínu mati.
3.
Zodiac Nýjasta mynd
David Fincher fjallar um hinn alræmda
Zodiac Killer en það mál hefur víst enn ekki verið leyst í dag, rúmum 30 árum eftir morðin. Eflaust eðalræma hér á ferð enda er ekki hægt að búast við öðru þegar David Fincher er við stjórnvölinn.
2.
There Will Be Blood Paul Thomas Anderson með fyrstu mynd sína í 5 ár. Þessi maður gerði tvær myndir,
Boogie Nights og
Magnolia, sem að mínu mati eru 2 bestu myndir sem gerðar hafa verið. Í henni leikur
Daniel Day Lewis athafnamann í olíubransanum í Texas á árdögum bransans. IMDB lýsir myndinni sem "A story about family, greed, religion, and oil". PTA er séní sem getur ekki gert slæma mynd.
1.
Grindhouse Auðvitað fer nýjasta mynd
Quentin Tarantino(og
Robert Rodriguez) á toppinn. Maðurinn virðist gjörsamlega ófær um að gera mynd sem ég mun ekki elska og eftir að ég sá trailerinn þá datt hakan af mér og síðan sprakk í mér heilinn(og sá trailer samanstóð aðallega af Rodriguez hlutanum, Tarantino hlutinn er eflaust ennþá meira kúl). Þetta er mynd sem gengur bara út að vera kúl en ég held það sé ekki hægt að vera meira kúl en þessi mynd lítur út fyrir að vera. Robert Rodriguez hefur gert misgóðar myndir en eftir
Sin City þá treysti ég honum til að gera svala mynd í þessum geira a.m.k.
Nokkrir aðrir titlar sem vert er að nefna:
Hot Fuzz,
Paranoid Park(Eftir Gus Van Sant, leikstjóra
Drugstore Cowboy, My Own Private Idaho og
Elephant),
I´m Not There(Mynd um um Bob Dylan, það var talað um að 7 leikarar léku hann en samkvæmt IMDB leika þessir 7 leikarar persónur sem persónugera mismunandi þætti ævi og starfs tónlistarmannsins),
Tishomingo Blues(eftir bók
Elmore Leonard(
Get Shorty,
Out Of Sight og
Jackie Brown eru allar eftir bókum hans)),
Lust, Caution(nýjasta mynd
Ang Lee(
Crouching Tiger, Hidden Dragon og
Brokeback Mountain),
Mr. Magorium´s Wonder Emporium(fyrsta leikstjórnarvekefni
Zach Helm, sem skrifaði
Stranger Than Fiction),
American Gangster(leikstýrð af
Ridley Scott og með
Denzel Washington og
Russell Crowe í aðalhlutverkum),
The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford(Frá leikstjóra
Chopper,
Andrew Dominik, og með
Brad Pitt í aðahlutverki),
Across The Universe(söngvamynd sem gerist á hippatímanum og eingöngu með lögum eftir Bítlana),
Cassandra´s Dream(Nýjasta mynd
Woody Allen),
Zavet(Nýjasta mynd
Emir Kusturica),
Aqua Teen Hunger Force Colon Move Film For Film Theaters(best titill síðan
Snakes on a Plane),
Beowulf(Margmilljón dollara Hollywood útgáfa af þessari frægu sögu með
Angelinu Jolie,
Anthony Hopkins,
John Malkovich og
Crispin Glover sem Grendel og í leikstjórn
Robert Zemeckis(
Back To The Future,
Forrest Gump,
Cast Away),
Erik Nietzsche - De Unge år(nýjasta mynd
Lars Von Trier)
Smiley Face,
Bee Movie,
Live Free or Die Hard,
Transformers,
Pirates of The Carribean: At World´s End,
Ratatouille,
Shoot ´em up,
Bratz: The Movie,
I Am Legend, 28 Weeks Later,
Lucky You,
Knocked up,
The Bourne Ultimatum,
Teenage Mutant Ninja Turtles ,
Blades Of Glory og
Spider-Man 3.
Ætli maður verði ekki að minnast síðan á
Shrek The Third,
Rush Hour 3 og
Evan Almighty(
Steve Carell mun eflaust brillera en þetta er frá
sama leikstjóra og
Bruce Almighty sem þýðir að þessi muni eflaust líka kafna í væmni og aulahúmor) þótt ég sé voða lítið spenntur fyrir þeim.
Svo má ekki gleyma
Southland Tales en hana setti ég á toppinn í fyrra því hún hljómandi svo yndislega fáránleg(aðallega út af leikhópnum). Hún var síðan frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún fékk vægast sagt hrikalegar viðtökur(greinilega bara fáránleg en ekki yndisleg á neinn hátt, a.m.k. að mati þeirra sem sáu hana á Cannes) og í kjölfarið hefur reynst erfiðlega að finna útgefanda og
Richard Kelly hefur víst eytt mörgum mánuðum í að laga hana. Ég bind samt enn von við að myndin hafi eitthvað til síns brunns og tel að hún geti varla verið alslæm. Flestir gagnrýnendur hötuðu hana en þó var víst einn og einn sem fílaði hana, kannski er þetta bara misskilin snilld sem mun verða talin meistaraverk seinna meir. Eða ekki.
Svo eru nokkrir 2008 titlar komnir í ljós og ber þar helst að nefna
Sin City 2,
Indiana Jones 4 og
The Dark Knight.
Vonandi höfðuð þið eitthvert gagn og gaman af þessu.