Monday, April 10, 2006

Plögg

Betra er seint en aldrei. Sýningar eru hafnar á Anímanínu og er nú þegar búið að sýna þetta magnaða verk þrisvar. Viðtökur hafa verið ansi góðar og ég hvet alla eindregið til að koma að sjá þetta magnaða verk. Erfitt er að lýsa þessu verki í stuttu máli en þó get ég sagt að það spannar allann tilfinningaskalann og fjallar um öll svið mannlegrar tilvistar. Þið verðið bara að koma og sjáetta!





Næsta sýning er annað kvöld kl. 8. Eftir það verða sýningar eftirfarandi daga:

Fimmtudaginn 13. Apríl
Laugardaginn 15. Apríl
Þriðjudaginn 18. Apríl
Fimmtudaginn 20. Apríl
Laugardaginn 22. Apríl

Sýnt er í Loftkastalanum og allar sýningar hefjast kl. 8. Almennt miðaverð er 1200 kall en aðeins 800 kall fyrir nema og hópa(+10 manns).

Nánari upplýsingar á www.studentaleikhusid.is



Að lokum eru hér fleiri meistaraverk handa ykkur:

Myndbrot 6

Myndbrot 7

Plötur:

Yeah Yeah Yeahs - Show Your Bones(77)
The Strokes - Room On Fire(81)
Minutemen - Double Nickels On The Dime
Julian Cope - World Shut Your Mouth
dEUS - Pocket Revolution

Sunday, April 09, 2006

Chen er í bænum

Ég vil þakka Chen fyrir gærkvöldið. Einnig vil ég þakka tvífara Joe Pesci fyrir besta stand-up sem ég hef séð fyrir utan Bar 11 á ævi minni. Ég mun aldrei líta Unni Steins og Hrafninn Flýgur sömu augum aftur.

Ég vil líka þakka Chen fyrir að hafa ekki endað kvöldið í park-jerki.

....

Í dentíð þegar ég var ungur og eyddi nokkrum góðum árum í Indlandi vann ég við gerð bíómynda í Bollywood. Nú fyrir stuttu gróf ég eitthvað af þessum myndum upp og ég ætla að leyfa ykkur að sjá brot úr þeim. Að sjálfsögðu með íslenskum texta. Gjörsvovel!

Myndbrot 1

Myndbrot 2

Myndbrot 3

Myndbrot 4

Myndbrot 5


Því miður bilaði textavélin aðeins þannig að það vantar á textann á sumum stöðum.

Takk og bless og ekkert sex!