The Demon Of The Inside in the year of 2005
Innipúkinn í ár var mjög hressandi og mun ég líkast til skella mér á hann aftur að ári liðnu. Ég nenni ekki að skrifa einhverja langloku um hann þannig að ég ætla bara að lýsa hverri hljómsveit sem ég sá í nokkrum orðum.
Dagur 1:
Ampop: Ekki mjög frumlegir en samt alveg ágætir. Man samt eiginlega ekkert eftir þeim þegar ég fer að spá í því.
Dr. Gunni: Fyndin flippmúsík en ekkert meira en það. Ágætt í hófi.
Rass: Rétt náði í bláendann á þeim. Virkuðu eins og ágætis hávaðapönk.
Úlpa: Ágætis listarokk. Mér dettur ekkert meira í hug til að segja um þá.
Cat Power: Olli mér vonbrigðum, ég hafði ekkert mikið hlustað á hana en það sem ég hafði heyrt hljómaði ágætlega en ég verð að segja að mér hálfleiddist á þessum tónleikum. Mér skilst samt að hún hafi ekki verið upp á sitt besta þarna.
Reykjavík!: Ég hafði heyrt að þeir væru ömurlegir og það er svosem skiljanlegt að mörgum gæti fundist þeir ömurlegir en mér fannst þeir mjög hressir og skemmtilegir. Tónlistin þeirra gengur bara út á hávaða og læti en gerir það vel og ég hafði mjög gaman af þeim.
Þórir: Frekar leiðinlegt Bright Eyes wannabe.
Jonathan Richman: Mjög fyndnir og skemmtilegir tónleikar. Lögin voru mjög grípandi og lunkin og Richman er algjör húmoristi og flippari og var gaman að fylgjast með fíflalátunum í honum á milli laga. Hann er greinilega mikill menningarviti líka þar sem hann talar bæði frönsku og ítölsku! Svo var hann með yndislega asnalegt glott allan tímann.
Mugison: Mugi bregst ekki. Þriðja skiptið sem ég sé hann og hann var að gera mjög góða hluti eins og áður.
Apparat Organ Quartet: Mjög skemmtilegt tölvupopp. Ég datt reyndar aðeins út á þessum tónleikum þar sem ég var við það að sofna(hressti mig svo við eftir á með kókglasi) en það sem ég náði var nokkuð gott.
Brim: Tær snilld. Ábyggilega skemmtilegustu tónleikar laugardagsins. Góður endir á kvöldinu(Nix Nolte voru reyndar síðastir en ég nennti ekki að hanga þarna lengur).
Dagur 2:
Ég gerðist aumingi þann daginn og ákvað að mæta ekki fyrr en 7 þar sem ég vildi ekki drepa fæturna á mér, þeir voru nógu slæmir eftir fyrri daginn, og því missti ég af nokkrum tónleikum sem voru víst ansi góðir. En mér gefst vonandi tækifæri á að sjá þessi bönd aftur bráðum.
Dr. Spock: Mjög hressir og skemmtilegir. Ég held að þetta sé ekki tónlist sem ég myndi hlusta mikið á þegar ég er einn enn þeir eru góðir á tónleikum. Mikill kraftur og góður húmor sem fer vel saman.
The Nine Elevens: Frekar slappir en tóku sig aðeins á undir lokin. Síðustu tvö lögin voru fín.
Hjálmar: Frekar ofmetið band að mínu mati en samt allt í lagi. Mér finnst þeir bara aðeins of einhæfir. En þeir náðu upp ágætis stemningu í seinnihlutann og áttu góða spretti.
Blonde Redhead: Algjör snilld. Ég hef ekkert rosalega mikið hlustað á þau hingað til en núna ætla ég að fara að kynna mér tónlistina þeirra almennilega. Því miður spiluðu þau allt of stutt en vonandi gefst mér tækifæri til að sjá þau aftur bráðlega.
Hudson Wayne: Gríðarlega chilluð en jafnframt mjög töff. Söngvarinn er með mjög svala Nick Cave-lega rödd og svo kom gestasöngvari sem var enn dimmraddaðri og hann var alveg fáránlega svalur.
Singapore Sling: Það eru misjafnar skoðanir á þessarri hljómsveit en ég fíla hana. Mér finnst mjög skemmtilegt sándið hjá þeim og lögin grípandi. Svo var tambúrínugaurinn magnaður!
The Raveonettes: Ég held að þetta hafi verið bestu tónleikarnir að mínu mati. Eins og með Blonde Redhead hef ég heldur ekkert hlustað neitt rosalega mikið á þau en úr því verður bætt. Þetta er bara gríðarlega skemmtileg músík og það var mikill kraftur og fjör í þeim uppi á sviðinu.
Trabant: Trabant er örugglega besta íslenska bandið í dag og þeir kunna sko virkilega að skemmta fólki. Ég gerðist líka svo góður að crowdsurfa á þessum tónleikum, eitthvað sem ég hef lengi viljað gera, og var það eitthvað það magnaðasta sem ég hef gert lengi og mun svo sannarlega endurtaka það í bráð. Jafnvel á næstu Trabant tónleikum.
Þar hafiði það dömur mínar og herrar. Bestu tónleikarnir voru með Raveonettes, Blonde Redhead, Jonathan Richman, Trabant og Brim. Cat Power olli mér mestum vonbrigðum og Reykjavík! komust mest á óvart. Einnig þykir mér leiðinlegt að hafa misst af Skátum, Lake Trout, Norton og Vonbrigði en yfir höfuð var ég mjög sáttur með þennan Innipúka. Ég þakka fyrir mig og kveð í bili.
(ok þetta var kannski smá langloka en þetta hefði geta verið miklu lengra!)
Plötur:
The Arcade Fire - Funeral(93)
The Raveonettes - Pretty In Black
The Raveonettes - Whip It On(73)
The Knife - Deep Cuts(85)
Singapore Sling - The Curse Of Singapore Sling
Cat Power - You Are Free
Blonde Redhead - Misery Is A Butterfly
Modest Mouse - Good News For People Who Love Bad News
Turin Brakes - The Optimist LP
Ted Leo and The Pharmacists - The Tyrrany Of Distance(92)
Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah(84)
Calexico - The Black Light