2 down, many more to go
Þetta er sorgarvika fyrir kvikmyndaunnendur um heim allan, tveir af helstu meisturum kvikmyndasögunnar eru látnir. Þann 30. Júlí síðastaliðinn önduðust þeir Ingmar Bergman og Michaelangelo Antonioni. Báðir voru reyndar háaldraðir, Bergman 89 ára og Antonioni 94 ára, en það eru aldrei gleðifréttir þegar fólk deyr. Báðir þessir eru lykilmenn í kvikmyndasögunni og taldir hafa gífurleg áhrif á seinni kynslóðir kvikmyndagerðarmanna og voru á sínum tíma miklir frumkvöðlar. Það er magnað hvað þeim tveimur tókst að tóra lengi, þeir leikstýrðu sínum fyrstu myndum fljótlega eftir seinni heimsstyrjöld og voru enn að vinna á undanförnum árum, t.d. kom kvikmyndun af leikriti sem Bergman leikstýrði út árið 2005 og Antonioni leikstýrði einum hluta af þríleiknum Eros sem kom út árið 2004. En nóg um það, ég mæli með að fólk kynni sér verk þessarra manna. Blowup er eflaust aðgengilegast mynd Antonioni og The Seventh Seal er góð Bergman mynd fyrir byrjendur. Ég verð annars að viðurkenna að ég hef sjálfur ekki séð mikið eftir þá, ca. 3 myndir eftir hvorn, en úr því verður bætt á næstu misserum. Síðan er spurning hvaða meistari fellur frá næst. Eric Rohmer er 87 ára og Jean-Luc Godard er 76 ára, svo ég nefni 2 aðra merka leikstjóra, og báðir eru enn á fullu að gera myndir, vonum að þeir tveir lifi sem lengst.
Michaelangelo Antonioni