Æsispennandi Auglýsing
Jæja, þá fer að styttast í það. Eftir aðeins rúmlega 2 sólarhringa verður nýjasta leikrit Stúdentaleikhússins, Blóðberg, frumsýnt. Eftir margar þrotlausar æfingar og stúss og svínarí mun afrakstur erfiðisins sjá dagsins ljós. Þetta hefur verið langt og strangt og strembið ferli en því fer senn að ljúka. Sjálfur hlakka ég mest til frumsýningarpartísins, it´s gonna be awesome. En allaveganna, ég hvet alla eindregið til að skella sér á þessa mögnuðu sýningu. Hún hefur allt sem góð sýning þarf: byssur, klám, þroskahefta krakka, homma og kerti. Þarf eitthvað meira ?
Sýnt er í Loftkastalanum og miðaverð er litlar 1500 krónur. Allar frekari upplýsingar, t.d dagsetningar á sýningum og hvaða andskotans verk þetta er, er að finn á vefsíðu Stúdentaleikhússins hvers slóð er http://sl.hi.is.
Segjum þetta gott í bili en þó mæli ég með að fólk tjekki á þessu. Þetta er alveg stórfenglegt. Ég hefði ekkert á móti því að eiga eitt stykki svona. Í krukku.
Bæjó!
Diskar:
Supergrass - Life On Other Planets(89)
Maximo Park - A Certain Trigger(76)
The Decemberists - Castaways and Cutouts, Her Majesty, Picaresque
Sonic Youth - Daydream Nation(96)
Led Zeppelin - In Through The Out Door
Deerhoof - Apple´O
The Tears - Here Come The Tears(76)
The Beatles - The White Album(95)
Clor - Clor
Death From Above 1979 - You´re A Woman, I´m A Machine(78)
The Go! Team - Thunder, Lightning, Strike(75)
Dungen - Ta Det Lungt(77)
Rass - Andstaða
Animal Collective - Sung Tongs
My Morning Jacket - Z