Thursday, June 26, 2008

Mein name ist Horst

Ég var að komast að einu rosalegu: Horst Tappert er EKKI dauður! Eða lýgur Wikipedia kannski? Var þetta ekki í fréttum fyrir nokkrum árum þegar kallinn lést? Það stendur reyndar að sonur hans hafi látist fyrir nokkrum árum, ætli það hafi ekki verið það sem maður man eftir.

Horst Tappert á meðan hann var ungur og myndarlegur.


Annars er mest lítið að frétta af mér. Vinnan er skemmtileg, ég fæ að horfa á bíómyndir á launum, fara með bréf í Rússneska sendiráðið og fleira skemmtilegt. Ég er að fara að kaupa mér bíl á næstunni, einhverja netta druslu. Vonandi með spoiler! Lífið gengur sinn vanagang, bla bla bla...

Ég lenti reyndar í einu skemmtilegu um daginn. Ég keypti mér nýtt dvd tæki og enginn annar en sjálfur PARTY HANZ afgreiddi mig. Hann heitir Jóhann réttu nafni fyrir þá sem vissu það ekki. Virtist vera ágætis náungi.
Fritz Wepper er alltaf hress. Hann er líka á lífi.