Friday, January 06, 2006

Anything is possible

Smelltu hér og draumar þínir munu rætast.

Wednesday, January 04, 2006

Kvikmyndaárið 2005

Ég tel að 2005 verði seint minnst sem mjög merkilegs árs í kvikmyndasögunni. Jú vitaskuld komu margar góðar myndir út á árinu en virkilega eftirminnilegar myndir voru ekki sérlega margar. Maður hefur svo sem upplifað verri ár en líka mun betri þannig að 2005 er einhvers staðar í miðjunni. Annars veit maður ekki. Tíminn á eftir að leiða allt í ljós. Allaveganna, útlistun á kvikmyndaárinu 2005 að mínu mati, gjörið svo vel!:

(Þessi útlistun er miðuð við myndir sem komu út á Íslandi 2005)

10 bestu myndirnar:

10. Tarnation(Með frumlegri myndum sem ég hef séð undanfarin ár)
9. I Heart Huckabees(Fáránlega fyndin)
8. Closer(Svo æðislega köld og snilldar vel leikin og skrifuð)
7. Kiss Kiss Bang Bang(Fönní as fokk)
6. The Aviator(Ótrúlega vel gerð mynd um magnaðan persónuleika)
5. Old Boy(Í senn töff og falleg)
4. Sin City(Bara töff)
3. Me And You And Everyone We Know(Virkilega falleg mynd)
2. Napoleon Dynamite(Klikkuð mynd)
1. The Life Aquatic With Steve Zissou(Hreinn unaður í alla staði)

Fleiri góðar: Sideways, Vera Drake, Primer, The Woodsman, Serenity, Land Of The Dead, Star Wars Episode III: The Revenge Of The Sith, The 40 Year Old Virgin, Grizzly Man, The Child, The Corpse Bride, Nobody Knows, A Little Trip To Heaven, Broken Flowers, Kung Fu Hustle.

Komu mest á óvart: The Woodsman, Serenity, A Little Trip To Heaven.

Mestu vonbrigðin: King Kong, Charlie And The Chocolate Factory, Strákarnir Okkar.

Ofmetnar: King Kong, Crash, Hotel Rwanda, Finding Neverland.

Ógeðslega ofmetin: The March Of The Penguins(Hvað er að fólki?).

Versta mynd sem ég sá: Be Cool(reyndar er A Sound Of Thunder mun verri en það var þó hægt að hlæja að henni, Be Cool er misheppnuð í alla staði en samt ekki nógu léleg til að vera fyndin. Hún er bara drepleiðinleg.).

Skemmtilegt drasl: Transporter 2, The Longest Yard, The Fantastic Four, Hostel.

Leiðinlegt að hafa misst af: Howl´s Moving Castle, The Descent, Voksne Mennesker, The Aristocrats, The Death Of Mr. Lazarescu, The Devil´s Rejects, Sky High(ég er ekki að grínast).

Ég myndi frekar fá heita nál í augað en að sjá þessar: Are We There Yet?, Son Of The Mask, Monster In-Law.

Bestu gömlu myndir sem ég sá í fyrsta skipti: Koyaaanisqatsi, I Stand Alone, Everyone Says I Love You, Crimes Of Passion, The Big Red One, Breakfast At Tiffany´s, California Split, Freaked, THX 1138.

Góðar gamlar sem ég sá aftur: Slaughterhouse Five, Barton Fink, Fletch, Willy Wonka And The Chocolate Factory, My Own Private Idaho, gamla Star Wars trilógían, It´s A Wonderful Life, Do The Right Thing, Eraserhead, The Fly(endurgerðin), Starship Troopers, UHF, Better Of Dead, Casablanca, Videodrome, Brazil.

Bestu lélegu myndir: Showdown In Little Tokyo, Dark Angel.

Besta bíóferð: Kvöldstund með Tarantino. 3 yndislegar Kung-Fu myndir og QT sem kynnir. Það gerist vart betra.

Þrátt fyrir að vera ekki besta kvikmyndaárið þá var 2005 engu að síður fínt kvikmyndaár fyrir mig. Það voru alls 3 kvikmyndahátíðir í ár þannig að mér gafst tækifæri á að sjá fleiri artífartí myndir í bíó en nokkru sinni fyrr og svo byrjaði ég í kvikmyndafræðinni í háskólanum þannig að mér gafst tækifæri til að stúdera myndir undir leiðsögn kennara og flutti fyrirlestur um nýju Dawn Of The Dead myndina og gerði ritgerð um Starship Troopers. Einnig fór ég á mjög athyglisvert handritsgerðarnámskeið hjá Mogens Rukov. Ég er allaveganna orðinn mun fróðari um kvikmyndir en ég var fyrir ári síðan.

2006 lofar nokkuð góðu og ég held það verði eftirminnilegt kvikmyndaár. Sérfærsla um þær myndir sem eru að koma á árinu mun birtast von bráðar.

Plötur:

Tindersticks - s/t
Teenage Fanclub - Bandwagonesque
The Magic Numbers - s/t(78)
The New Pornographers - Mass Romantic
Okkervil River - Black Sheep Boy(77)
Death Cab For Cutie - Plans
Radiohead - Kid A(93), Amnesiac(88)
Architechture In Helsinki - In Case We Die
The National - Alligator
The Decemberists - Picaresque, Castaways And Cutouts
Kent - Du Och Jag Döden

Tuesday, January 03, 2006

Á því herrans ári 2005

Núna er árinu 2005 lokið og aldrei kemur það aftur. Þetta var gott ár. Ég gerði margt skemmtilegt og þroskaðist aðeins. Núna ætla ég að lista nokkur highlight frá árinu eins og ég gerði í fyrra:

Besta partý: Hróarskelduferðin. Þetta var eitt stórt vikulangt partý.

Mesta flipp: Þegar ég crowdsurfaði á Trabanttónleikunum á Innipúkanum.

Stoltastur af: Að hafa tekið þátt í alls 4 leiksýningum. Ein þeirra var reyndar frumsýnd 2004 en við sýndum hana 8 sinnum í fyrra og hún vann verðlaun fyrir bestu áhugasýningu og við fengum að sýna hana í Þjóðleikhúsinu. Það er alveg frábær reynsla að taka þátt í leiksýningu, hvað þá 4 á einu ári, og svo eignaðist ég fullt af vinum. Þið ykkar sem komuð ekki á neina af þessum sýningum: Skammist ykkar!

Ekki nógu gott: Að hafa ekki gert neina alvöru stuttmynd eins og ég ætlaði mér. Ég gerði reyndar tvær flippmyndir en þær teljast varla með. Vonandi næ ég að gera alvöru mynd í ár.

Besti karaoke söngur: Eiður að syngja Barbie girl eins og honum einum er lagið!

Besta afmælisgjöfin: Ég get ekki valið á milli innrömmuðu myndarinnar af Dolph Lundgren sem Marteinn gaf mér eða Miðanum sem gildir fyrir frírri pylsu og kók á Bæjarins Bestu sem Danni gaf mér. Svo ekki sé minnst á 15 mín peepshowið sem Siggi Sölvi gaf mér. Staðurinn lokaði víst nokkrum dögum seinna þannig að ég náði aldrei að nota það.

Besta partýleikur: Singstar. Sérstaklega þegar ég vinn 4 duel í röð!

Næstbesti partýleikur: Actionary með stúdentaleikhúsinu. Hvernig leikur maður geignvænlega ofsatækisfullan Aston Kutcher aðdáanda?

Besta spil: Popppunktur.

Besti kennarinn: Guðni Elísson, bókmenntafræðikennari. Ég held ég hafi sjaldan skemmt mér jafn vel í skólanum og í tímum hjá honum. Maðurinn er algjör snillingur.

Besta leikrit: Forðist okkur.

Besta prakkarstrik: Að hringja í fólk um miðja nótt og syngja I Believe I Can Fly eins og William Hung.

Besti sjónvarpsþáttur: Robot Chicken.

Bestu bækur sem ég las: Slaughterhous Five eftir Kurt Vonnegut og Hard-Boiled Wonderland And The End Of The World eftir Haruki Murakami

Ég held þetta sé komið gott. Mér dettur ekki meira í hug í bili. Á næstu dögum mun ég síðan gera sér færslur um það helsta í kvikmyndum og tónlist á árinu 2005.