Friday, March 11, 2005

Planet Of The Giraffes

Í gær sá ég Eddie Izzard. Ég held það sé öruggt að segja að þar sé á ferðinni fyndnasti núlifandi maður í veröldinni. Jafnvel fyndnari en Jón Gnarr. Mér finnst það að minnsta kosti. Ansi langt síðan ég hef hlegið svona mikið á jafn stuttum tíma. Þetta sannaði líka að hláturinn lengir lífið, mér leið að minnsta kosti mjög vel eftir á þannig að allur þessi hlátur hlýtur að hafa gert mér eitthvað gott.

Annars fékk þetta mig líka til að pæla hvort ég ætti að fara að gera eitthvað í því að gerast stand up grínisti. Ég veit að mig langar rosalega til þess en það er spurning hvort ég verði e-ð góður. Ég fékk góðar viðtökur þegar ég var með stand-up í MH í fyrra en þar var líka meirihluti áhorfenda litlar gelgjur sem hlæja að öllu. Svo er ég voða misfyndinn. Stundum tekst mér vel upp í að fá fólk til að hlæja en á öðrum stundum er ég hræðilega ófyndinn. Einnig á ég svolítið erfitt með að standa upp á sviði fyrir framan fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt og athyglin er öll á mér. Á nógu erfitt með að flytja fyrirlestra í skólanum. Það virðist stundum eins og það sé einhver lítill kall sem slökkvi á allri heilastarfseminni í mér þegar ég stend og tala fyrir framan fullt af fólki. Á oft erfitt með að hugsa skýrt í þessum aðstæðum. Þetta er samt að lagast og það hjálpar mjög mikið að vera í leiklistinni. Vonandi næ ég laga þetta sem fyrst. Ég á líka við sama vandamál að stríða þegar kemur að því að reyna við stelpur, langar alltaf rosalega að segja eitthvað sniðugt en í staðinn er ég oftast bara alveg tómur. Vonandi fer það einnig að lagast.

Já já, gaman að þessu.


Plötur:

Einsturzende Neubaten - Halber Mensch
Electric Light Orchestra - First Movement
The Strokes - Room On Fire(9/10)
Devendra Banhart - Oh Me Oh My...
Hot Chip - Coming On Strong
Annie - Anniemal
Love - Forever Changes
Love - Da Capo

Wednesday, March 09, 2005

Soneretta

Whoa, baby! Mér leiddist svo mikið áðan að ég ákvað að taka til í herberginu mínu. Hversu leiddur (er þetta góð þýðing á bored ? Er hægt að orða þetta betur ?) er það ?

Annars kíkti ég á Snapp kvöld MH áðan og það var bara frekar slappt. Engin þáttaka og engir áhorfendur. Hvað er málið ? Ég sem hélt að Snapp kvöld MH væri stórviðburður ?

En svo er það komið á hreint með leikritið. Dömur mínar og herrar: Svo virðist sem ég verði ljósamaður leikritsins að þessu sinni. Einnig mun ég líkast til sjá um e-a hljóðeffekta. Ég er bara nokkur sáttur við það enda vantar mig einmitt svona reynslu. Langar rosa mikið að kunna á svona græjur og geta notað þær. Annars er búið að færa frumsýningardaginn frá 18. til 21. mars. Aðeins 12 dagar í þetta!


Hér kemur svo ein pæling: Hafa nokkurn tíma verið samin e-r lög um páskana ? Það hafa verið samin jólalög, nýárslög og 17. júní lög en ég veit ekki um nein páskalög. Hvernig væri að semja hresst páskalag ? Með texta á borð "Ó Jesú Bróðir besti á krossinum hékk! Hann hékk þar steindauður og alblóðugur". Svo væri hægt að halda svona páskaball þar sem fólk dansar í kringum krossfestan Jesús. Það væri klikkað.

Monday, March 07, 2005

´cause you know i´m on fire

Jæja, ég var á Million Dollar Baby. Bara ágætis ræma. Mjög vönduð og vel gerð mynd og í rauninni ekkert að henni þannig séð. Hún nær að forðast það að vera of væmin eða klisjukennd þótt efnið bjóði svo sannarlega upp á það og er alveg laus við alla tilgerð. Svo er hún líka helvíti vel leikin og alveg skiljanlegt hvers vegna Hilary Swank og Morgan Freeman fengu óskara. Engu að síður get ég ekki sagt að mér hafi fundist þetta neitt frábær mynd. Hana skorti þetta sérstaka eitthvað til að mér gæti fundist hún vera meistaraverk. Það spilar reyndar eflaust eitthvað inn í að mér finnst box ekkert sérstaklega áhugavert. Reyndar fannst mér boxsenurnar flestar frekar vel gerðar og skemmtilegar - og mér finnst yfirleitt hundleiðinlegt að horfa á box - en þetta er samt ekki eitthvað sem ég hef einhvern sérstakan áhuga á. Reyndar er þessi mynd um miklu meira en bara box en ætli hún hafi ekki bara verið aðeins of hefðbundin fyrir minn smekk. Bara ekki alveg minn tebolli. Engu að síður fínasta mynd og ég skemmti mér vel yfir henni. Aviator hefði samt átt að fá óskarinn. Million Dollar Baby fær 68 af 100 í einkunn.


Annars er ég bara mjög hress og kátur og hef það bara fínt þessa dagana. Svo virðist sem ég sé ekki að fara að leika í leikritinu sem Stúdentaleikhúsið er að setja upp núna en ég mun samt reyna að verða e-r hluti af þessu. Hjálpa til við sviðsmyndina og e-ð. Kemur allt í ljós. Annars held ég að verkið verði frumsýnt 18. mars.

Inntökupróf fyrir leiklistarskólann eru svo í gangi þessa dagana og alls tóku 14 (held ég) úr Stúdentaleikhúsinu þátt. Tilkynnt var í dag hverjir komust áfram í aðra umferð og af þeim 34 sem komust áfram voru 11 úr stúdentaleikhúsinu og óska ég þeim til hamingju með það og vonandi komast sem flest þeirra alla leið! Þau eiga það allaveganna öll skilið. Líka þessi sem komust ekki áfram og vonandi gengur þeim bara betur næst.

Held ég hafi ekki meira að segja í bili.

Bless og takk fyrir.

Plötur:

Beck - Guero(10/10)
Bloc Party - Silent Alarm(9.5/10)
Architecture In Helsinki - Fingers Crossed
The Beatles - White Album(11/10)
Human League - Dare!
Stuðmenn - Tvöfalda Bítið
Queens Of The Stone Age - Lullabies To Paralyze
Belle and Sebastian - Dear Catastrophe Waitress
Tom Waits - Small Change
Creedence Clearwater Revival - Green River
Creedence Clearwater Revival - Creedence Clearwater Revival
The Art Of Noise - Daft
The Wrens - Meadowlands

og margt fleira...

Sunday, March 06, 2005

I drink poison like eating glass

Ég var í partíi hjá Ingu rollu, það var frekar feitt. Sungin voru bítlalög, Spilað var á trommur, Klæmst var í fólki á msn undir fölskum forsendum, fólk var cockslappað og fleira hresst. Ég lenti meiraðsegja í því að stelpa cockslappaði mig! Sem er frekar feitt. Ekki nóg með það þá komst ég að því að þessi sama stelpa, sem heitir Hera og er mjög hress, var einu sinni með Brand Enni. Húrra fyrir því! Hún vildi samt ekki segju hversu stóran hann Brandur er með. En það er svo sem allt í lagi.

........................

Bloc Party rúla.