Saturday, April 29, 2006

Glamúrgaur

Ég er allur út í glimmer. Mér finnst það kúl.


Kannski ég ætti að horfa á Glitter á næstunni?


Leoncie er með myspace síðu. Hún er yndisleg, sérstaklega bestu vinir hennar sem gætu allir verið módel á hommaklámblaði.


Nýja Sonic Youth platan hljómar mjög vel við fyrstu hlustun.


Meira var það ekki. Takk fyrir.

Friday, April 28, 2006

Freud was a fraud! Einstein was an idiot! Hitler was a nice guy! Milli Vanilli kick ass!

Í kjölfar þess að Erla bloggaði um hvað henni fannst Napoleon Dynamite vera ofmetin ætla ég að blogga um nokkra hluti sem mér finnst ofmetnir:

Lord Of The Rings myndirnar eru fáránlega ofmetnar! Sigur-Rós líka!(fyrir utan Ágætis Byrjun) Family Guy og Little Britain eru ekki það fyndnir þættir!(Eiga samt alveg sín augnablik) Smile með Brian Wilson er leiðinleg plata!


Núna líður mér betur. Ég nenni ekki að vera að rökstyðja þessar skoðanir eitthvað frekar í bili. Kannski seinna.

Thursday, April 27, 2006

Í skýjunum

Ég var að horfa á Sky High og hún var einfaldlega geðveik. Ég veit að það er ótrúlegt en trúið mér, þessi mynd er friggin hilaríus. Ég mæli eindregið með henni. Sérstaklega ef þið fílið myndir á borð við Galaxy Quest. Ég ætla bara að koma með eitt tag line: Ef þið fíluðuð Galaxy Quest þá munu þið ELSKA Sky High. Eða að minnsta kosti hafa gaman af henni. Sky High fær 76 af 100 hjá mér.

...

Skilaboð til þeirra sem sáu ekki Anímanína: Þið eruð ömurleg!

Djók. Þið eru ekkert ömurleg, þið eruð ágæt. En þið fáið samt mínusstig fyrir að hafa ekki séð Anímanínu. Sorrí.

Danke schön