Sunday, September 17, 2006

I scream, you scream, we all scream for ice cream!

Þessi síða er alveg hætt að vera blogg og farin að vera tilkynninga- og auglýsinga síða. Kannski mun ég byrja að blogga aftur á næstunni en bloggandinn hefur ekki verið að koma yfir mig að undanförnu. Hvað sem því líður þá ætla ég að láta ykkur vita af tveimur hlutum.

Í fyrsta lagi fór ég með spólu með Bathtub myndbandinu í höfustöðvar popptíví á föstudaginn, ég afhenti Heiðari Austmann myndbandið personally, og því ætti það vonandi að birtast á popptíví einhverntíma á næstunni. Endilega látið mig vita með kommenti ef svo skemmtilega vil til að þið sjáið það. Síðan mun ég eflaust koma því í fleiri stöðvar, allaveganna Skjá Einn, á næstunni.

Síðan hefur Kinofíll hafið starfsemi sína. Kinofíll er samtök sem samanstanda af mér og nokkrum öðrum kvikmyndanjörðum sem ætla að standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í stúdentakjallaranum í vetur. Áherslan verður á öðruvísi myndir, þ.e.a.s. allt annað en Hollywood myndir, og verða tvær myndir sýndar hvert kvöld (eða ein löng). Við erum búnir að opna bloggsíðu og á henni má finna dagskrá okkar fram að jólum (sem gæti þó breyst). Fyrsta kvikmyndakvöldið verður næstkomandi þriðjudag og hefst dagskráin stundvíslega kl. 9 á Stúdentakjallaranum. Við byrjum á að sýna The Killer eftir John Woo og henni verður fylgt eftir með Throne Of Blood eftir Akira Kurosawa. Þetta eru tvær myndir sem enginn sannur kvikmyndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Meira var það ekki í bili.