Friday, March 25, 2005

Kvikmyndapælingar

Vúhú. Ég var að lesa svolítið mjög skemmtilegt á netinu. Kevin Smith er að fara að gera Passion Of The Clerks og Fletch 3 (sem mun heita Fletch Won). Clerks er ein af mínum uppáhaldsgamanmyndum og það eru miklar gleðifréttir að Kevin sé loks að gera framhald af henni. Fletch myndirnar með Chevy Chase eru klassískar gamanmyndir og svo skemmtilega vill til að ég horfði á fyrstu myndina áðan og er hún bara alveg jafn góð og mig minnti, ef ekki betri. Kevin ætlaði að gera Fletch 3 fyrir nokkrum árum en varð að fresta því út af öðrum verkefnum og var Jason Lee orðaður við aðalhlutverkið og vona ég það haldist. Vonandi klúðrar hann þessu ekki og bara það að hann ætli að gera þessar myndir fær mig til að fyrirgefa honum fyrir að gera viðbjóðinn sem Jersey Girl var. Djöfull var hún ömurleg.

En meira um fyrstu Fletch myndina sem ég horfði á áðan. Sú mynd er eiginlega bara skólabókardæmi um hvernig á að gera almennilega gamanspennumynd. Í fyrsta lagi er almennilegur söguþráður í henni en oft í svona spennugamanmyndum er plottið einfalt, fyrirsjáanlegt og göttótt. Það á sem betur fer ekki við um þessa mynd. Í öðru lagi gengur myndin ekki of langt í fíflaskap. Karakterarnir í myndinni eru ekki mongólitar heldur frekar eðlilegt og vel gefið fólk en það vill oft vera þannig í svona myndum að allir karakterarnir séu þroskaheftir. Eins og t.d í Big Momma´s House þar sem fólk trúði því að Martin Lawrence væri gömul kona. Ef það á að hafa fíflaskap í svona mynd þá verður helst að ganga alla leið, myndin verður öll að vera algjört kjaftæði. Það er bara slæm blanda að hafa fullt af fíflalátum og vitleysisskap í mynd sem er svo full af ofbeldi og blóði og með e-m svaka plotti. Erfitt að taka plottið alvarlega og í raun bara hafa nokkuð gaman af myndinni. Það þarf allaveganna mikla hæfileika til að blanda saman gamni og alvöru og gera það vel. Ef það er ekki vel gert þá verða alvarlegu atriðin leiðinleg og draga niður myndina. Svo er myndin ekki of löng og það eru engir leiðinlegur útúrdúrar eða væmni eða neitt kjaftæði. Hún heldur sig bara við það sem skiptir máli: Gott plott, skemmtilega karaktera og fullt af góðum one-linerum. Það eina sem góð gamanspennumynd þarf. Fletch fær 72 af 100 hjá mér.

Annars er leiðinlegt hvað hefur orðið um Chevy Chase. Á 9. áratugnum var þetta einn fyndnasti maður í heiminum en núna er hann orðinn gamall og þreyttur og leikur bara í e-m lélegum fjölskyldumyndum á borð við Vegas Vacation. Einu góði hlutverkin sem hann hefur fengið nýlega eru smáhlutverk á borð við lækninn í Dirty Work. Svipað má segja um Steve Martin og Eddie Murphy. Kringum 1985 voru þetta fyndunustu menn jarðar og léku í hverri snilldinni á fætur annarri en núna leika þeir bara í e-m ömurlegum fjölskyldugrínmyndum á borð við Daddy Day Care, Haunted Mansion, Cheaper By The Dozen og Bringing Down The House. Ætli þeir hafi ekki mýkst með aldrinum blessaðir mennirnir. Synd og skömm!

Bless og takk fyrir mig.

Plötur:

Unkle - Psyence Fiction
Unkle - Never Never Land
A Perfect Circle - Thirteenth Step
µ-ziq - Lunatic Harness
Bloc Party - Silent Alarm(9.5/10)
...and you will know us by the trail of the dead - Madonna
...and you will know us by the trail of the dead - Source Tags and Codes

Wednesday, March 23, 2005

Textarugl

Ég var að komast að því að textinn í Bloc Party laginu Like Eating Glass er ekki "I drink poison like eating glass" heldur er það "Like drinking poison, like eating glass". Svona getur manni misheyrst.

Ég er alltaf að misheyra texta. Til dæmis hélt ég lengi vel að Jimi Hendrix væri að syngja "Excuse me while i kiss this guy". Svo er það líka mjög oft þannig að ég skil barasta ekkert hvað er verið að syngja. Þetta ætti allt saman að þýða að texti skipti engu máli í tónlist en ég er í raun ósammála því. Maður getur tekið gott lag og gert það að meistaraverki með góðum texta. Lagatextar eru eins konar ljóð og í raun vil ég halda því fram að allan heimsins sannleik megi finna í lagatextum, þó hann sé ekki alltaf sagður beint út. Svo eru sumir lagatextar bara meiningarlaust rugl sem einfaldlega hljómar vel og það er bara allt í lagi.

Hérna koma dæmi um nokkrar flotta texta í lögum:

Shine your shoes with your microphone blues
Hirsutes with your parachute flutes
Passing the dutchie from coast to coast
Let the man Gary Wilson rock the most


Úr Where It´s At með Beck

He's a boy, you want a girl so chop off his cock
Tie his hair in bunches, fuck him, call him Rita if you want, if you want

Úr Yes með The Manic Street Preachers

I like my sugar with coffee and cream

Úr Intergalactic með Beastie Boys


If you like me, you can buy me and take me home
When you see me on your TV, I'm alone
You can call me, tell your story on the phone
You can hear me over blue seas, I'm alone

Úr You Can See Me með Supergrass

Why me, why you, why here, why now.
It doesn't make no sense no.
It's not convenient no.
It doesn't fit my plans no.
It's something I don't understand oh.
F.E.E.L.I.N.G. C.A. double L.E.D. L.O.V.E.
Oh what is this thing that is happening to me.

Úr F.E.E.L.I.N.G.C.A.L.L.E.D.L.O.V.E með Pulp


why can't I get just one kiss
why can't I get just one kiss
believe me there'd be somethings that I wouldn't miss
but I look at your pants and I need I need a kiss
why can't I get just one screw
why can't I get just one screw
believe me I know what to do
but something won't let me make love to you
why can't I get just one fuck
why can't I get just one fuck
I guess it's something to do with luck
but I waited my whole life for just one

Úr Add It Up með Violent Femmes

Life is hard
And so am I
You'd better give me something
So I don't die
Novocaine for the soul
Before I sputter out
Before I sputter out

Life is white
And I am black
Jesus and his lawyer
Are coming back
Oh my darling
Will you be here
Before I sputter out
Before I sputter out
Before I sputter out

Úr Novocaine For The Soul með Eels

Síðustu 2 textarnir finnst mér sérstaklega góðir enda eru þetta örruglega uppáhaldslögin mín. Ég get ómögulega valið á milli þeirra.

Tuesday, March 22, 2005

Jæja

Jæja krakkar mínir, þið segið það. Þið eruð svona hress. Ha!?!?!? Bara í gó...

Ok nóg rugl.

Þið verðið að afsaka bloggleysi undanfarna daga en ég hef einfaldlega verið aðeins of upptekinn til þess að blogga. En núna hefur uppteknin minnkað talsvert og mér gefst tími til að blogga smá.

Ég var að koma heim af frumsýningapartíi nýja leikrits Stúdentaleikhússins, Tilbrigði Við Sjófugl. Frumsýningin gekk bara einkar vel verð ég að segja og ég stóð mig eins og hetja á ljósaborðinu þótt ég segi sjálfur frá. Annars verð ég að viðurkenna að þegar ég sá fyrst rennslið á sýningunni var ég ekki alveg viss hvað átti að halda og fannst eins og þetta hefði bara klúðrast. En málið var að þetta var bara mjög lélegt rennsli og sýnir það hversu mikilvægt er að leikararnir séu einbeittir og fullir af orku og leikgleði en þessir hlutir voru ekki til staðar í þessu rennsli. En svo varð sýningin betri með hverju rennsli og lokaniðurstaðan er að þetta er bara helvíti gott leikrit. Kannski ekki alveg eins gott og Þú Veist Hvernig Þetta Er en það er líka varla hægt að toppa það. En ég hvet fólk eindregið til að sjá þessa sýningu og mun ég auglýsa þá sýningartíma sem eftir eru á næstu dögum.

Frumsýningarpartíið sjálft var líka ansi hresst og var þar mikið drukkið, dansað og fíflast. Bara þetta venjulega frumsýningpartísdót. Leikstjórarnir voru svo góðir að gefa öllum leikhópnum og aðra sem komu að leikritinu orkusteina að gjöf, ég fékk t.d e-ð sem kallast bergkristall sem á að veita mér vernd og öryggi og e-ð. Gaman að því. Svo tóku nokkrar manneskjur sig til og mynduðu einhvers konar stomp stemningu. Einn spilaði á trommur á meðan aðrir spiluðu á það sem var hendi næst, t.d Jack Daniels flösku. Þetta stóð yfir í svona klukkutíma og var mjög áhugavert að fylgjast með þessu. Í heildina séð var þetta bara nokkuð gott partý. Halelúja!


En núna er maður kominn í páskafrí og stefni ég á mikla afslöppun næstu daga fyrir utan það að það verða nokkra sýningar á leikritinu og svo þarf ég að klippa e-ð vídjóstöff en það er bara gaman. Ef þið viljið koma og leika við mig í páskafríinu þá endilega hafið samband við mig, ég er alltaf til í að skemmta mér.

Ég ætla að segja þetta gott í bili. Lifið heil og farið vel með ykkur. Bless og takk fyrir mig.

Plötur:

The Killers - Hot Fuss(8.5/10)
The Bloc Party - Silent Alarm(9.5/10)
Talking Heads - ´77(10/10)
Singapore Sling - The Curse of Singapore Sling
Deerhoof - Apple O´
David Bowie - London Boy(8/10)
David Bowie - Ziggy Stardust
David Bowie - The Man Who Sold The World
Autechre - Incunabula