Friday, April 15, 2005

Athyglisverðir hlekkir

Þetta er ógeðslega fyndið....eða hvað ? Ég trúi varla öðru en þetta sé grín.

Skrifið síðan undir þetta. Svona má ekki viðgangast!

Svo hvet ég alla til að sjá Napoleon Dynamite hið snarasta þar sem þar er á ferðinni eitt mesta snilldarverk undanfarinnar ára og örugglega fyndnasta mynd þessa áratugar, alveg stútfull af eftirminnilegum setningum og ógleymanlegum augnablikum. Ég hef séð þessa mynd þrisvar og hún verður betri í hvert skipti. Einkunn mín fyrir hana er 84 af 100 sem stendur en mun örugglega hækka meira. Gosh!

Merci beacoup.

Plötur:
(Ég hef ákveðið að skipta yfir í einkunnakerfið sem ég nota yfir bíómyndir og ætla að vera aðeins harðari þar sem ég tók eftir því að ég var gefa öllum plötum fáránlega háar einkunnir)

!!! - Louden Up Now(87)
Death From Above 1979 - You´re A Woman I´m A Machine(72)
The Decemberists - Her Majesty
Beck - Guero(85)
Manic Street Preachers - Lifeblood(68)
The Bravery - The Bravery(78)

Wednesday, April 13, 2005

It´s a shpadoinkel day!

Ég var að pæla í að skrifa daglegt report um hátíðina en það hefur verið mikið að gera og svo einfaldlega nenni ég því ekki. En í staðinn ætla ég að skrifa stuttar umsagnir um þær myndir sem ég hef séð til þessa. Hér koma þær:

Motorcycle Diaries: Fyrri helmingur myndarinnar er í raun bara mjög týpísk vegamynd að mörgu leyti með tilheyrandi klisjum og rugli. Alls ekki slæm sem slík en samt ekkert frábær. Ég var ekki alveg að fatta af hverju þessi mynd var að vinna svona mörg verðlaun. Svo breyttist myndin og seinni helmingurinn fjallar um hvernig ferðin fer að hafa á áhrif á Che þar sem hann verður vitni að allri eymdinni í S-Ameríku. Seinni helmingur myndarinnar er nokkuð áhrifamikill og mun betri en sá fyrri. Myndin nær samt aldrei að vera nein snilld að mínu mati, er of hefðbundin til þess og einhvern ekki eins sterk og hún gæti verið. Í heildina séð fínasta mynd en mér fannst hún ekki eins frábær og mörgum öðrum. 62 af 100

Maria Full Of Grace: Mjög áhugaverð innsýn inn í hvernig það er að vera burðardýr og um leið fær maður að kynnast smá broti af lífinu í Kólumbíu og hversu litla von fólk hefur þar um gott líf. Mjög vönduð mynd og í raun frekar lítið sem má finna að henni en alls ekki neitt meistaraverk eða neitt þannig. Bara góð og vönduð og mynd. 66 af 100

A Hole In My Heart: Pottþétt athyglisverðasta mynd hátíðarinnar til þessa. Myndin er vægast sjúk á köflum og mjög tilraunakennd. Ég er ekki alveg viss um hvað hún er en ég held samt að þetta sé einhvers konar ádeila á hvað heimurinn í dag er firrtur og hvað fólk getur laggst lágt. Svolítið langdregin á köflum og oft ekkert nema sýra en svo eru mörg snilldaratriði inn á milli. Mynd sem skilur eitthvað eftir sig og fær mann til að hugsa. 68 af 100.

I Heart Huckabees: Einfaldlega algjör snilld. Ég efa að ég muni sjá betri mynd á hátíðinni. Fáránlega fyndin, frumleg og mjög fersk mynd sem er ólík flestu sem maður hefur séð áður og full af skemmtilegum pælingum. Leikararnir eru hver öðrum betri og kvikmyndagerðin er mjög skemmtileg. Þessi mynd er einfaldlega brjáluð og erfitt að lýsa henni í stuttu máli en það má kannski kalla þetta bland af Being John Malkovich og Woody Allen mynd með mjög heimspekilegu ívafi. Hiklaust mynd til að sjá nokkrum sinnum því hún er svo full af skemmtilegum hlutum að maður nær ekki að taka hana alla inn í einu áhorfi. 84 af 100.

Downfall: Einkar athyglisverð og mjög vönduð mynd en ég er samt ekki alveg viss með hana. Ég hélt að ég væri að fara að horfa á mynd um Hitler en hún er um svo miklu meira en það. Hún er eiginlega bara um nasismann og endalok stríðsins og Hitler er bara ein persóna í myndinni þar sem við fáum líka að kynnast Evu Braun, Göring, Göbbels, Himmler, einkaritara Hitlers og ýmsum fleiri. Myndin flakkar frá einum karakter til annars og maður fær að kynnast nokkuð vel hvernig andinn var á síðustu dögunum áður en stríðinu lauk. Myndin er svolítið klisjukennd og ruglingsleg á köflum og kannski fulllöng en í heildina er hún nokkuð góð að mestu. 64 af 100.

Cannibal: The Musical: Bráðfyndin og stórskemmtilegur mannætusöngleikur eftir meistar Trey Parker. Svosem ekki mikið um þessa mynd að segja nema bara að þetta er delluhúmor í háum gæðaflokki. Skylduáhorf fyrir alla South Park aðdáendur. 70 af 100.

Door In The Floor: Mjög vel skrifuð og skemmtileg mynd sem er í raun margt í senn. Þroskasaga ungs drengs, mynd um missi, mynd um tilfinningar og þrár, mynd um mannleg samskipti og margt fleira. Jeff Bridges er magnaður að vanda og ég held að Kim Basinger hafi aldrei verið betra en til þessa hefur mér ekki fundist hún vera neitt sérlega merkileg leikkona. Svo er myndin líka mjög fyndin. 70 af 100.

Ætli ég skrifi svo ekki annað svona eftir nokkra daga.

Ég þakka fyrir mig og bið að heilsa.

Plötur:

Yo La Tengo - And Then Nothing Turned Itself Inside-Out
Yo La Tengo - Ride The Tiger
Pavement - Wowee Zowee
Pavement - Crooked Rain Crooked Rain
Animal Collective - Sung Tongs
Animal Collective - Here Comes The Indian
The Eternals - Rawar Style
Death From Above 1979 - You´re A Woman, I´m A Machine
Queens Of The Stone Age - Songs For The Deaf(11/10)
Queens Of The Stone Age - Queens Of The Stone Age(9/10)
Queens Of The Stone Age - Lullabies To Paralyze
Mercury Rev - Deserters´s Songs
Mercury Rev - All Is Dream
Ham - Lengi Lifi

Sunday, April 10, 2005

Asnalegt netpróf


You scored as Existentialism. Your life is guided by the concept of Existentialism: You choose the meaning and purpose of your life.



“Man is condemned to be free; because once thrown into the world, he is responsible for everything he does.”

“It is up to you to give [life] a meaning.”

--Jean-Paul Sartre



“It is man's natural sickness to believe that he possesses the Truth.”

--Blaise Pascal



More info at Arocoun's Wikipedia User Page...

Existentialism


85%

Hedonism


70%

Utilitarianism


65%

Kantianism


50%

Strong Egoism


50%

Justice (Fairness)


40%

Nihilism


20%

Apathy


5%

Divine Command


5%

What philosophy do you follow? (v1.03)
created with QuizFarm.


Gaman að þessu...