Thursday, January 03, 2008

Viltu ekki kúra hjá mér?

Árið er búið. Finito. Kaput. 2007 is no more. Gúddbæ túþásúndendseven end helló túþásundendeit!

Þetta ár byrjaði vel. Ég kíkti fyrst á Njallann og það var svosem ágætt en ég var ekki alveg að finna mig, kannski að því mig langaði miklu frekar í annað partí sem ég auðvitað endaði á að fara í og var þar fram undir morgun. Þetta var partíið hjá honum Eyþóri, Ey.Þór UnThor Not Thor. Hann er einnig þekktur sem ERON. Allaveganna, hann hélt partí, áramótpartí. Það var feitt. Honum tókst að bjóða ÖLLUM. Það voru örugglega svona 300 manns sem mættu í þetta partí, alls kyns lið var þarna og margir hverjir mjög skrautlegir. Ég mun t.d. seint gleyma tannlausa pólverjanum með axlaböndin. Áramótin hjá mér hafa yfirleitt fokkast upp, mér hefur sjaldan verið boðið í eitthvað almennilegt partí og þau partí sem ég hef endað í hafa oft verið fremur slöpp eða ég bara ekki verið að fíla mig. En þetta ár var undatekning á því og partíið var AWESOME. Þarna voru samankomnir hérumbil allir vinir mínir úr MH, eða svona næstum því, og líka fleira fólk sem ég þekki héðan og þaðan. Aðallega þaðan. Sumt af þessu fólki hafði ég ekki séð í marga mánuði og því mjög ánægjulegt að sjá það loks. Svo dansaði ég eins og samkynhneigður maður á gay pride djammi. En nóg um það. Það sem ég vil segja að þetta gefur góðan tón í árið og ég hef góða tilfinningu fyrir 2008. Ég ætla þó ekki að gera mér of miklar vonir, það gæti fokkað upp karmanu, en ég er spenntur að sjá hvað árið ber í skauti sér.

Á næstu dögum/vikum mun ég birta yfirlitsfærslur yfir 2007. Besta músíkín, bestu kvikmyndirnar, hvað stóð upp úr, hvað sökkaði og svo auðvitað hin margfræga myndafærsla. Stay tuned.

En á meðan mæli ég með þessu og þessu og þessu og svo auðvitað þessu.