Wednesday, May 25, 2005

Í fréttum er þetta helst

Jæja, þá er minnst bara kominn í stjórn stúdentaleikhússins. Ég bauð mig fram í skemmtanastjórann og þar sem ég var bara einn í framboði rústaði ég því og fékk 100% atkvæða. Mig hlakkar mjög til að gegna þessari stöðu næsta árið eða svo og vona að þetta verði skemmtilegt og reynsluríkt tímabil.

Þrátt fyrir að hafa talað um í fyrra að mig langaði ekki að vinna aftur hjá BYGG þá hafa málin æxlast þannig að ég sótti um þar aftur og er núna byrjaður að vinna þar. Ég vissi bara ekkert hvar ég gæti unnið í sumar og langaði ekkert að vinna hvar sem er. Ég var með örugga vinnu hjá BYGG þar sem ég hafði unnið þar áður og auk þess held ég hafi bara gott að því að vera að vinna úti og fá hreyfingu. Svo er líka ekkert má að fá frí þarna og þetta er alveg skítsæmilega borgað. Stór hluti starfsamanna BYGG eru samt mongólitar en það verður bara að hafa það. Kannski ég geti notað e-a af þessum gaurum sem efnivið í grínskets eða e-ð. Það eru alveg frekar kostulegir karakterar þarna. Ég lenti í því að vinna með einum hóp sem samanstendur af e-m ca. 23 ára gaurum sem hafa eflaust aldrei farið í skóla og ekki lesið margar bækur. Þeir virkuðu allaveganna eins og mjög einfaldir og fáfróðir menn á mig. Gerðu ekkert nema kalla hvorn annan homma og alltaf að tala um að ríða mömmu hvors annars og kalla hvorn annan aumingja og fleira í þeim dúr. Eflaust eru þeir með mikla minnimáttarkennd og gríðarlega óöruggir um eigin karlmennsku. Svo sagði einn þeirra daaaaaaaaamn(svona eins og svartur gangstarappari) í öðru hverju orði og eftir að hann hafði sagt þetta í ca. 42. skipti langaði mig alveg rosalega til að taka hrífuna sem ég hélt á troða henni upp í óæðri endann á honum. En já, maður verður náttúrulega að vera víðsýnn og umburðarlyndur. Kannski eru þetta ágætis gaurar þegar maður fer að kynnast þeim.

Síðan var ég aðstoða e-a pípara og einn þeirra spurði mig hvað ég væri að læra og ég sagði honum að ég væri að læra heimspeki og bókmenntafræði og vitaskuld hneykslaðist hann og talaði um maður ætti bara að læra það sem gæfi vel af sér, það væri það eina sem skipti máli, og sagði mér síðan að hætta þessu rugli og fara að læra lögfræði. En gefur það e-ð betur af sér að vera pípari ? Ég spurði einn af pípurunum hvort það gæfi vel af sér að vera pípari en hann sagði að svo væri ekki. Þessi gaur sem hneykslaðist var líka algjör fáviti sem hélt því í alvöru fram að mengun væri ekki vandamál í heiminum og það væri bara rugl að það væri gat á ósonlaginu. Síðan talaði hann um að það hafi verið mun meiri mengun í seinni heimsstyrjöldinni þegar öll Evrópa stóð í ljósum logum. Þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að það hafi verið allt öðruvísi og aðeins náttúrulega bruni en sá sem t.d bílar valda þá lét hann það bara sem vind um eyrun þjóta. Djöfull getur sumt fólk verið ótrúlega heimsk og pirrandi. Engin furða að heimurinn er svona fucked up þegar svona menn ganga lausir!

En aftur á móti held ég að bókmenntafræði gæti gefið mjög mikið af sér. Til dæmis las ég í fréttablaðinu í dag að nýkjörinn forseti Mongólíu væri bókmenntafræðingur! Húrra fyrir því.

En fyrir þá sem nenntu ekki að klikka á linkinn á síðust færslu þá vann Stúdentaleikhúsið verðlaun hjá Þjóðleikhúsinu fyrir bestu áhugasýningu leikársins 2004-2005 fyrir sýninguna Þú Veist Hvernig Þetta Er. Verðlaunin eru þau að við fáum að sýna verkið í Þjóðleikhúsinu og verða 2 sýningar á næsta þriðjudag, þann 31. maí. Sýningarnar verða klukkan 20:00 og 22:30, miðaverð er 1500 kr. og hvet ég alla sem misstu af sýningunni til að bæta úr því og mæta hress á þriðjudagskvöldið! Einnig hvet ég fólk sem sá sýninguna og hafði gaman af endilega að koma aftur.

Ég kveð í bili.

Plötur:

Foo Fighters - The Colour and The Shape
Frank Zappa - Joe´s Garage
Trabant - Emotional
Crooked Fingers - Dignity and Shame
Spoon - Gimme Fiction
Tindersticks - Tindersticks
Antony and The Johnsons - I Am A Bird Now
System Of A Down - Mesmerize
Queen - II
Architecture In Helsinki - In Case We Die

Sunday, May 22, 2005

Þjóðleikhúsið

http://www.leiklist.is/page/athygli2005

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta svolítið mikið Þjóðleikhúsið...