Monday, October 17, 2005

I wanna know what love is

Á laugardagskvöldið(kvöldinu?) var ég í partíi þar sem þemað var ást. Væmnin var allsráðandi og lög með stórmönnum á borð við Bryan Adams, Phil Collins og Haddaway fengu að hljóma við mikla kátínu viðstaddra. Í þessu partíi var dansað, drukkið, kökur étnar, rassar skelltir, klifrað út um glugga og svo mætti löggan eldhress á staðinn!

Annars finnst mér að öll partí eigi að hafa þema, það lífgar upp á þau og myndar skemmtilega stemningu. Partý án þema er eins og DVD diskur með engu aukaefni. Sleppur alveg en það má gera mun betur.

Á föstudaginn skellti mér mér á Trabant tónleika. Þá þriðju sem ég fer á í ár. Það sem einkennir Trabant tónleika er helvítis lostinn sem Ragnar Kjartansson talaði um á tónleikunum. Allir í salnum eru sveittir og graðir og stunda villt andleg kynmök við tónlistina. Trabant kunna virkilega að ná til dýpstu hvata mannsins og fá mann til sleppa sér aðeins, jafnvel alveg. Maðurinn er kynvera og það skilja Trabantmenn, tónlist þeirra má kannski lýsa sem hljómi kynlífsins. Það væri áhugavert að sjá klámmynd með Trabant sándtrakki.

Lög:

Foreigner - I Wanna Know What Love Is
Wet Wet Wet - Love Is All Around
Haddaway - What Is Love
Trabant - Pump You Up

Plötur:

The Small Faces - The Small Faces
Queens Of The Stone Age - Lullabies To Paralyze(95)
My Morning Jacket - At Dawn
Wolf Parade - Apologies To Queen Mary
Nýdönsk - Deluxe
Annie - Anniemal
LCD Soundsystem - LCD Soundsystem(84)