Only in America
Þetta er nú bara fyrir neðan allar hellur. Ég vissi að kaninn ætti það að til að vera geðveikur en svona klikkaður hélt ég að enginn maður væri. Þessi ofsahræðsla sem hefur gripið um sig eftir 9/11 virðist hafa fjarlægt allt sem getur kallast vitsmunir úr sumum þarna. Fólk hugsar ekki heldur ræðst það bara á allt og alla sem gæti hugsanlega mögulega kannski komist nálægt því að gera eitthvað sem getur komist í líkingu við að vera hryðjuverk. Öll heilbrigð skynsemi virðist löngu fokin út um gluggann og mér þykir mesta furða að það sé ekki búið að handsama hálfa þjóðina fyrir "ólöglegan vopnaburð". Ætli það sé langt í það að eitthvað barn verði handtekið fyrir að kveikja á jólakerti fyrir "hugsanleg ásetning til íkveikju"?