Frítt í strætó
Í dag fékk ég frítt í strætó. Ég hoppaði upp í S1 en hafði tekið eftir því að framan á honum stóð Reykjavík-Hlemmur og spurði því bílstjórann hvort hann færi ekki örugglega upp í Kópavog. Bílstjórinn kinkaði þá kolli og sagði "Kópavogur já" með austur-evrópskum hreim og var það mér léttir. Ég hoppaði þá í næsta sæti en strax og ég var sestur gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði ekki borgað. En strætóbílstjórinn sagði ekki neitt þannig að ég lét þar við sitja og fékk því ókeypis strætóferð upp í Kópavog. Gaman að því.