Thursday, February 24, 2005

80´s nostalgía

Þetta er ógeðslega fyndið. Sérstaklega ef þú ert fædd(ur) fyrir 1985.

Rokk og ról

Vúha! Langt síðan maður hefur bloggað, alveg heilir 10 dagar! Margt hefur drifið á daga mína að undanförnu og ber þar helst að nefna lokasýningu Þú veist hvernig þetta er, ferð mína á árshátíð MH, karaokekeppni stúdentaleikhússins og svo fór ég í rökfræðipróf á mánudaginn og er að fara í siðfræðipróf á morgun. Síðan þarf ég að skila 2 ritgerðum í næstu viku OG flytja einn fyrirlestur og ekki nóg með það þá heldur á kallinn afmæli á föstudaginn og ber vitaskuld að fagna því!

Semsagt: Það er allt að verða vitlaust í ástarhreiðri Fabios!!!

Annars var lokasýningin á Þú veist hvernig þetta er frekar mögnuð og ein sú besta af öllum. Ég kveð þessa sýningu með söknuði en ég held að við höfum hætt á réttum tíma. Mér fannst ekki nóg komið þegar við hættum fyrir áramót en núna var rétti tíminn. Eins og sagt er: Allt gott hlýtur að enda. Svo er verið að klambra saman næstu sýningu þessa dagana og mun ég fræða ykkur um hana þegar frumsýningin fer að nálgast.

Karaokekeppni stúdentaleikhússins var stórskemmtileg og mátti sjá mörg skemmtileg tilþrif hjá þáttakendum. Sumir notuðu leikmuni á meðan aðrir létu röddina og góða skapið duga og er sá sem skrifar í seinni hópnum. Sjálfur tók ég lagið Take On Me með A-ha og gerði það með glæsibrag þótt ég segi sjálfur frá.

Árshátíð MH var bara nokkuð skemmtileg og helvíti gaman að sjá mörg gömul andlit aftur og einnig mörg ný. Ég kynntist nokkrum mjög hressum krökkum í fyrirpartíi sem ég fór í og ber þá helst að nefna tvær hressar stelpur sem heita Dóra og Regína. Alltaf gaman að eignast nýja vini. Ballið sjálft var svo mjög hresst og stóðu Milljónamæringarnir fyrir sínu með Pál Óskar og Bogomil Font í broddi fylkingar. Ýmislegt gekk á á þessu balli og hver veit nema ég skelli mér einnig á lokaballið líka! Kemur í ljós.

Rökfræðiprófið gekk þokkalega. Hef ekkert meira að segja um það.

Annars held ég að góðir tímar séu í nánd. Nýtt leikrit, nýtt aldursár, nýir vinir og eflaust margt fleira skemmtilegt.

Ég held þetta sé allt og sumt í bili.

I bid you adieu.

Nokkrar myndir:

Closer(77)
Ray(55)
Beverly Hills Cop(68)
White Noise(39)
Short Cuts(98)(Hiklaust ein besta mynd sem gerð hefur verið)
Garden State(69)
Cheech and Chong´s Nice Dreams(56)
The Sea Inside(47)
Flight Of The Phoenix(57)
Wimbledon(49)
Assault On Precinct 13(Nýja)(53)
I´ll Sleep When I´m Dead(55)
Control Room(70)

Tónlist:

LCD Soundsystem - LCD Soundsystem
Bravery - Bravery
Bloc Party - Silent Alarm
Beck - Guero
Gus Gus - Attention
Kasabian - Kasabian
The Bees - Free The Bees(9/10)
Yeah Yeah Yeah´s - Fever To Tell(8.5/10)
Modest Mouse - Good News For People Who Love Bad News
Spoon - Girls Can Tell(10/10)
Elbow - Asleep In The Back(9/10)
Elbow - A Cast Of Thousands