Thursday, July 21, 2005

I know him...and he does

3 hlutir sem mig langar að segja

1. Fyrsta smáskífan af næsta disk Franz Ferdinand sem kemur í október mun heita "Do you want to" og mun innihalda textann: "So here we are at the transmission party/ I love your friends they're all so arty oh yeah". Djöfull á þetta eftir að vera lag ársins, jafnvel betra en Nasty Boy.

2. Er það bara ég eða eru Donald Trump og Owen Wilson ekki fáránlega líkir ? Þeir eru allaveganna alltaf með sama fáránlega munnsvipinn.

3. Smá getraun. Úr hvaða lagi er textinn í titlinum ? Sá eða sú sem giskar rétt fær gosdrykk(eða e-ð álíka ef sá hinn sami/sama drekkur ekki gos) að eigin vali.

Wednesday, July 20, 2005

Ýmislegt

Ég gæti bloggað lengi um ýmislegt sem ég hef verið að gera nýlega en þessa dagana hef ég hvorki orku, tíma né nenni til að skrifa einhverjar ritgerðarfærslur þannig að ég ætla að koma með stuttar lýsingar á ýmsu sem gerst hefur hjá mér nýlega.

Foo Fighters/QOTSA tónleikarnir: QOTSA voru náttúrulega geðveikir enda er það uppáhaldshljómsveitin mín en mér finnst leiðinlegt hvað margir áhorfendur sem voru framarlega virtust vera einbeita sér meira að því að hoppa um eins og brjálæðingar heldur en að njóta tónlistarinnar. Það er ekkert að því að dansa og hoppa en mér fannst mosh-pitturinn sem myndaðist þarna vera full mikið af því góða og færði mig fljótlega aftar svo ég gæti notið tónlistarinnar betur. FF voru síðan ferskir en spiluðu nokkurn veginn sama settið og á Hróa þannig að þetta var ekkert geðveik upplifun fyrir mig. QOTSA fá 9/10 en FF 7/10. Ég veit samt ekki alveg hvort QOTSA hafi verið bestu tónleikar sem ég hef farið á en þeir eru allaveganna í topp 5.

Antony and The Johnsons: Það kom mér á óvart hvað Antony er stór og stórgerður maður, hann virkaði hálf tröllslegur þegar hann steig á sviðið. Reyndar mjög kvenlegt tröll en samt tröll. Svo var hann með mjög skondar og sérkennilegar handahreyfingar og greinilega mjög spes týpa en það er líka oft þannig með snillinga og Antony er svo sannarlega snillingur. Þetta voru mjög fallegir og hugljúfir tónleikar og mér fannst mjög gaman hvað hann tók mörg coverlög. Sérdeilis prýðilegir tónleikar sem fá 8/10.

Stúdentaleikhúsið: Sumarsýningin sem virtist ekki ætla að vera hefur orðið að raunveruleika en það verður ekki Hitchhiker´s Guide To The Galaxy sem við setjum upp heldur Rosencrantz And Guildenstern Are Dead eftir Tom Stoppard(sem m.a skrifaði handritin að Brazil og Shakepeare In Love auk fjölda annara mynda en er þó aðallega leikritaskáld og samið ansi mörg slík). Verk þetta var kvikmyndað árið 1990 með Tim Roth og Gary Oldman í aðalhlutverkum(linkurinn er á myndina) og var sú mynd helvíti góð og verkið því væntanlega engu síðra. Ég er með lítið hlutverk í þessari sýningu og gæti þurft að raka skeggið fyrir það sem ég að held að sé bara ágætt, eflaust kominn tími á það fjúki. Svo er það líka enga stund að vaxa aftur. Verður forvitnilegt að sjá hvernig ég mun líta út. Annars eru æfingar að hefjast þessa dagana og stefnt er á að frumsýna 12. ágúst.

Svo hef ég fjárfest í miða á Innipúkann um verslunarmannahelgina og bíð ég spenntur eftir þeim atburð. Blonde Redhead hafa tvisvar áður komið hingað til lands og sá ég þau í hvorugt skipti og ætla því ekki að missa af þessu tækifæri til að sjá þau. Útihátíðir hafa líka aldrei heillað mig og mér finnst alltaf fínt að vera í bænum þessa helgi. Þá er maður líka laus við öll fíflin þar sem þau eru úti á landi.

Held þetta sé gott í bili. Thankyouverymuch.

Plötur:

Pavement - Brighten The Corners
Queens Of The Stone Age - Lullabies To Paralyze(95)
The Decemberists - Castaways and Cutouts
Outkast - Speakerboxxx/The Love Below
Blonde Redhead - Fake Can Be Just As Good
The Cribs - The New Fellas
Snoop Doggy Dogg - Doggystyle
The Postal Service - Give Up(84)
Cat Power - What Would The Community Think?

Sunday, July 17, 2005

Rauðvín í fernu

Mér finnst ógeðslega fyndið að það sé hægt að kaupa rauðvín í fernu. Það er svo white trash eitthvað.


Mig bara svona langaði að segja þetta.