Engilsaxneska orðið sequel er þýtt á íslensku sem framhald. En ég spyr: Hefur orðið prequel (sem fyrir þá sem ekki vita er framhald sem gerist á undan forveranum. Eitt dæmi: Indiana Jones and The Temple of Doom) ekki verið þýtt á íslensku? Ef svo er ekki þá vil ég hér með þýða orðið prequel sem forhald. Forhald. Hljómar það ekki bara vel?
Ég er byrjaður að vinna hjá RIFF og so far so good. Þetta fer rólega af stað en ég er ekki frá því að þetta muni mjög líklega vera skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið við hingað til. Ekki að samkeppnin sé eitthvað hörð...
En ég held þetta muni vera, eins og áður, mjög skemmtileg hátíð með fullt af mjög áhugaverðum myndum. Ég reyni vitaskuld að gera mitt besta í að koma sem mest af awesome myndum í hátíðina.
Launin mættu samt vera betri. En frekar vinn ég við þetta en að vera ofan í einhverjum skurð í úrhellisrigningu þótt það borgi kannski tvöfalt betur (en þá myndi ég líka vinna meira og vera of uppgefinn eftir daginn til að nenna að gera nokkuð af viti).
En ætli ég fari ekki aðeins yfir það helsta í fréttum: Það er komið á hreint að Barack Obama verður forsetaefni demókrata. Mér var í raun alveg sama hvort það yrði hann eða Hillary. Kona eða svertingi sem forseti Bandaríkjanna er bæði mjög töff og STÓRT skref upp á við frá núverandi forseta. Svört kona hefði jafnvel verið enn svalara....nema það hefði verið Condoleeza Rice. Oprah Winfrey værri skárri en hún....og ég þoli ekki Oprah. En ég er sáttur með Obama. Black power!
Svo er það stóra Ísbjarnarmálið. Ég er svo out of it að ég vissi varla af þessu fyrr en í dag. Þetta er vissulega ekki gott mál. Þeir sem skutu hann voru eflaust bara að fara eftir veiðieðlinu sem býr djúpt í mörgum (öllum?) mönnum. Þeim fannst stafa ógn af dýrinu. Það er svo sem alveg skiljanlegt. En ég segi að það hefði bara átt að skjóta hann með svefnpílum og síðan setja hann í húsdýragarðinn eins og margir hafa nefnt.
Það sem mér finnst samt áhugaverðast við þetta að það komst ísbjörn til Íslands í fucking júní! Reyndar komust Ísbirnir reyndar víst oft til Íslands á 19. öld eins og segir í fréttinni en þá var Norðurpóllinn líka mun stærri en nú og því styttra á milli. Er þetta einhver skrítin afleiðing gróðurhúsaáhrifanna eða hvað?
Að lokum langar mig að enda þetta á léttum nótum og sýna ykkur þetta: