Ógnarplánetan
Planet Terror er besta John Carpenter mynd sem hefur verið gerð síðan Big Trouble In Little China fyrir yfir 20 árum. Bara verst að JC gerði hana ekki sjálfur. Ætli Robert Rodriguez sé þá hinn nýi John Carpenter?
Annars er Planet Terror fyrirtaks ruslfræði og ein besta afþreyingarmynd sem ég hef séð í allt ár, ef ekki sú besta. Myndin er nákvæmlega eins og hún á að vera og hvorki meira né minna: Fáránlegt kjaftæði sem tekur sig ekki vitund alvarlega og fer alla leið. Hún er fyndin og töff til skiptis en þó aðallega bara bæði í einu. Ef þú vilt gera heilalaust kjaftæði sem á ekki að vera neitt nema afþreying þá er þetta leiðin til að gera það. Nóg af blóði, splatter, sprengingum, flottum gellum, asnalegum aulabröndurum, tilgangslausri nekt og gella með byssu í staðinn fyrir fót. Hvað meira þarf maður? Svo í þokkabót er fake-trailer fyrir myndina Machete á undan myndinni sem er eflaust með því svalasta sem til er. Verst að Rodriguez gerði hana ekki líka, hefði mjög svo viljað sjá hana.