Thursday, February 22, 2007

Brjálað stuð í Bollywood

Ég var að uppgötva æðislega mynd. Þetta er Indversk mynd og heitir hún á frummálinu Jalla Balla Ding Lang en á íslensku gæti það verið þýtt sem Handagangur í Öskjunni. Ég er búinn að gerast svo góður að deila þessari uppgötvun með ykkur og hef snarað tveim atriðum úr myndinni á netið. Hér eru þau:

Here´s the money, honey

Food Fight

Mögulega mun ég deila með ykkur fleiri atriðum seinna.

Wednesday, February 21, 2007

Bubbi fucking Morthens

Ég ætlaði að blogga um þennan andskota sem er Bubba-ipod en þá er bara búið að gera það! Ég er hjartanlega sammála því sem stendur þarna. Hvern langar í þetta? Burtséð frá góðu málefni.

Allaveganna, það sem mig langaði aðallega að tjá mig um er að ég er gjörsamlega kominn með upp í kok af Bubba Morthens. Þessi maður er alls staðar! Vill einhver stöðva þennan mannfjanda áður en ég geng berserksgang! Um daginn las ég að maðurinn ætlar að skrifa bók um veiðisögur sínar. Hver í andskotanum vill lesa það? Bubbi hætti að vera töff fyrir svona 15 árum. Einhver ætti að segja honum það.