Saturday, April 01, 2006

I would die 4 u

Ég hef ákveðið að vera ekkert að rembast við að blogga daglega. Það er bara rugl. Maður á ekkert að vera að blogga af skyldurækni og ég hef margt betra við tímann minn að gera. Það eru margar betri daglegar rútínur sem ég gert gert eins og t.d að byrja að fara æfa mig á gítarinn aftur.

En núna hef ég eitt skemmtilegt til að blogga um og það er stórmyndin Purple Rain frá 1984 með Prince í aðalhlutverki. Ég var að enda við að horfa á þessa mynd og hún er hreint út sagt stórkostleg. Alveg yndislega 80´s og æðislega illa leikin og klisjukennd. Ég hló mikið og dátt að þessarri mynd, alltaf gaman að horfa á asnalegar 80´s myndir. Svo skaðar ekki að myndin er stútfull af frábærri tónlist eftir Prince. Þegar ég var yngri var ég með fordóma gagnvart Prince, fannst hann asnalegur og taldi að tónlistin hans væri drasl. En smá saman gerði ég mér grein fyrir að svo er alls ekki og Prince er mjög hæfileikaríkur maður og hefur gert fullt af góðri músík. Lög eins og Purple Rain, When Doves Cry, Darling Nikki og fleiri eru ekkert nema snilld. Ég mæli með að fólk kynni sér tónlist Prince, ég ætla allaveganna að fara að kynna mér hann betur. Ég mæli líka með myndinni Purple Rain ef fólk vill sjá asnalega 80´s mynd. Fín mynd til að horfa á með vinum sínum í góðu flippi á föstudagskvöldi.



Tjekkið á þessum kropp!

Friday, March 31, 2006

Everyday i write the book

Nú bloggum vér í sjöunda skipti á jafnmörgum dægrum.

Að blogga á hverjum degi er alls ekkert svo erfitt. Ég er að hugsa um að reyna að halda þessu áfram lengur, ágætt að hafa einhverja rútínu til að gera daglega og þjálfa sig í að skrifa um leið. Það er samt misjafnt hvernig maður er lagður. Suma daga hefur maður fullt að segja en aðra daga er maður alveg tómur. Í augnablikinu er ég frekar tómur. Eflaust er fullt af hlutum sem ég get sagt og þeir eru grafnir einhvers staðar djúpt inni í heilabúi mínu og bíða eftir að fá að sleppa út en eitthvað hindrar þá.

Látum okkur sjá....huxi hux....

*kviknar á ljósaperu*

Ég er með Eitt sem mér dettur í hug að tala um: Í maí verða haldnir í Laugardalshöll tónleikar með Echo And The Bunnymen, Badly Drawn Boy, Elbow og fleiri hressum. Svokallaðir Manchester tónleikar haldnir í tilefni þess að flugleiðir séu byrjaðar að fljúga þangað. Echo And The Bunnymen eru samt frá Liverpool ólíkt hinum böndunum þannig að ég veit ekki alveg hvað þeir eru að gera. Kannski eru engin fleiri góð bönd frá Manchester þannig að það var bara fundið eitthvað gott úr nágrenninu. Mér finnst alltaf svolítið skrítið þegar hljómsveitir eins og Echo And The Bunnymen koma til Íslands. Þeir voru upp á sitt besta fyrir ca. 20 árum og ár og dagar síðan þeir sendu frá sér smell og því finnst mér bara eins og þeir séu hreinlega hættir (ég kynntist bandinu reyndar ekkert fyrr en ca. 2002 en þetta er samt algjört 80´s band fyrir mér). En þeir eru enn í fullu fjöri og gáfu meira að segja út plötu í fyrra! Hvað sem því líður þá er þetta þrælgott band og bíð ég spenntur eftir því að fá að bera (berja?) þá augum. Badly Drawn Boy er líka algjör snillingur og verður sömuleiðis gaman að sjá hann. Elbow er hljómsveit sem ég held að fáir kannist við en ég get sko sagt ykkur að þeir eru helvíti góðir og mæli ég með að fólk tjekki á þeim. Platan Asleep In The Back með þeim er t.d. mikið snilldarverk.

Segjum þetta gott í bili. Ég ætla mér að reyna að blogga daglega eins lengi og ég get en ekki láta ykkur bregða þótt engar verði færslurnar einhverja dagana (jafnvel nokkra daga í röð). Ég lofa engu nema bara að ég ætli að gera...tjah ekki mitt besta þar sem aðeins aular væla um sitt besta. Ég ætla freka að ríða balldrottningunni því ég er sigurvegari! Er það ekki annars?

Bless og takk og ekkert snakk!

Plötur:

Nine Inch Nails - Pretty Hate Machine
Echo And The Bunnymen - Crocodiles
The Shins - Chutes Too Narrow (84)
Queens Of The Stone Age - s/t (81)

Thursday, March 30, 2006

Love will tear us apart

Númer 6!

Ég fékk komment við síðustu færslu sem fjallaði um muninn á væmni og rómantík og því öllu. Þetta þykir mér skemmtileg og áhugaverð pæling. Hvenær verður eitthvað væmið? Hver er munurinn á að eitthvað sé væmið eða fallegt eða hreinlega töff? Af hverju fæ ég klígju við að heyra Celine Dion syngja um ástina en kemst í geðveikt stuð þegar t.d Madness eða The Darkness gera það? Ég á það samt til að fíla frekar hallærisleg lög eins og t.d. Iris með Goo Goo Dolls.

Ég efa samt að það sé einhver nákvæm formúla að þessu. Fyrir utan það að smekkur manna er misjafn. Ég held samt að ástæðan fyrir því að tónlist væmin tónlist eftir fólk eins og Celine Dion, Mariah Carey og fleiri virkar illa á mig sé bæði af því textinn er of augljós. Það virkar fyrir mig allaveganna miklu betur að segja hlutina ekki beint út heldur svolítið undir rós. Það er líka ekki gott að taka sig of alvarlega, það er a.m.k. mjög erfitt að gera flott ástarlag sem tekur sig geðveikt alvarlega án þess að verði ofurhallærislegt. En smá húmor og kaldhæðni eins og t.d hjá The Darkness eða Franz Ferdinand svínvirkar á mig. Raunsæi hjálpar líka. Mér finnst miklu skemmtilegra að hlusta á Violent Femmes syngja texta um aumkunarverða gaura sem fá ekkert að ríða en að hlusta á Gloriu Estefan (eða e-ð álíka) raula um hvað ástin sé yndisleg og hvað allt sé yndislegt og bla bla bla.

Held þetta sé nóg komið af ástarþvaðri í bili. Eins og ég sagði, ég er væminn gaur. Ætli ég bæti ekki upp fyrir þetta með smá ógeði!

Svo vil ég vita hvort einhver ætli að taka minni áskorun um að blogga daglega í viku. Allir sem ætla að gera láti vita í kommenti.

Over and out.

Wednesday, March 29, 2006

The cutest boy in town

Numero cinco.


Ég er búinn að komast að því að ég er geðveikt væminn gaur. Í nokkrum af uppáhaldslögunum mínum má finna texta á borð við þennan:

"I believe in a thing called love, just listen to the rhythm of my heart, i believe in a thing called looooooooooooo-hoooove"

og þennan:

"It must be love, love love"

og þennan:

"Oh oh, can´t you see, love is the drug for me"

Einnig eru myndirnar Titanic, Jerry Maguire og Moulin Rouge! í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég hlýt því að vera geðveikt væminn en jafnframt mjög rómantískur gaur.

En samt fíla ég líka lög með textum eins og:

"I woke up this morning with a bad hangover and my penis was missing again"

eða:

"I got a a cheerleader here wants to help with my paper, let her do all the work and maybe later i´ll rape her"

eða:

"Hver setti glerbrot í vaselínið? Var það kannski Jóakim Frændi?"

Einnig fíla ég myndirnar Ichi The Killer, American Psycho og Irreversible (inniheldur m.a. 10 mín. langt nauðgunaratriði).

Þannig að ég hlýt líka að vera frekar sick gaur.

Sick OG væminn. Er það heilbrigt? Eða er það kannski bara góð blanda?

Endilega segið mér hvað ykkur finnst.


Plötur:

The Smiths - The Queen Is Dead, Meat Is Murder
The Cardigans - First Band On The Moon, Gran Turismo, Super-Extra Gravity
The Flaming Lips - In A Priest Driven Ambulance, The Soft Bulletin
Aphex Twin - Come To Daddy EP

Tuesday, March 28, 2006

My future´s so bright, i gotta wear shades

Núna er kominn annar dagur og tími fyrir aðra færslu. Ég ætla að ljúka henni af svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af henni á morgun (í dag). En um hvað skal blogga?

3 vinir mínir hafa birt færslur um sólgleraugu og reynslu sína af sólgleraugum og ég ætla halda áfram að vera ófrumlegur og í leiðinni vera hluti af hópnum og gera slíkt hið sama. Það er bara eitt vandamál: Ég hef átt mjög fá sólgleraugu um ævina og því á ég ekki mikla sólgleraugnasögu. Ástæðan er einföld: Ég nota gleraugu. Ég hef aldrei notað linsur (ég hreinlega nenni því ekki) og er blindur án gleraugnanna og því ekki mikið vit í því fyrir mig að nota sólgleraugu. Einu sinni keypti ég svona sólgleraugnagler til að setja á gleraugun mín en það leit hálfbjánalega út og því notaði ég þessi gler lítið. Þar er sólgleraugnasaga mín öll. Ef ég mun einn daginn komast á lagið með það að nota linsur eða fara í laseraðgerð á augunum þá mun ef til vill hefjast mikil sólgleraugnasaga en það á tíminn einn eftir að leiða í ljós. Sólgleraugu eru mjög sniðugt fyrirbæri og maður er sjaldan jafn svalur og þegar maður er með übersvöl sólgleraugu og því vona ég að ég muni einn daginn geta gengið um með sólgleraugu án þess að hafa áhyggjur af því að sjá ekki neitt.

Monday, March 27, 2006

as98dfu08asdufö0asdufö0asuf

Blogg númer 3!


Núna er aðeins hálftími til stefnu....verð að blogga....um eitthvað....verð....að....blo...


Jæja ok. Best að reyna að hafa eitthvað innihald í þessu. Hmmm......ok. Ég var að koma heim frá leiklistaræfingu. Leikritið er að smella saman og allt í góðu. Eitt mjög gleðilegt sem gerðist í dag var að það var tilkynnt hverjir komust inn í leiklistarskólann og 4 vinir mínir úr stúdentaleikhúsinu komust inn! Hilmir, Lára, Svandís og Ólöf komust inn og ég óska þeim innilega til hamingju. Annað árið í röð er helmingurinn af nýnemum leiklistardeildarinnar fólk úr stúdentaleikhúsinu. Það er því augljóst mál að ef fólk vill komast inn í leiklistarskólann hérna (eða bara einhvern leiklistarskóla) þá hjálpar að vera í stúdentaleikhúsinu.


Skilaboð til Krizza: Mamma þín er tískublogg!


Bless bless og ekkert kex!

Sunday, March 26, 2006

Eigandi einmana hjarta

...og áskorunin heldur áfram! Bloggfærsla númer 2 gjöriðisvovel!


Ég er alveg tómur í hausnum þannig að ég ætla að herma eftir Kidda og Stebba:

Hlustiði öll þetta er skemmdarverk. Mér líka ekki mánudagar. Ég vil verða ástfanginn. Ég er rassgat, rassgat, stórt helvítis rassgat. Þetta er endirinn, minn eini vinur endirinn. Lífið er erfitt og ég líka, þú verður að gefa mér eitthvað svo ég deyi ekki. Lífið er hvítt og ég er svartur, Jesús og lögfræðingurinn hans eru að koma aftur. Ég er auðveldur eins og sunnudagsmorgunn. Hefurðu tímann til að hlusta á mig væla um ekkert og allt í einu. Ég hef verið staðinn að verki við að stela, einu sinni, þegar ég var 5 ára. Ást mun rífa okkur í sundur. Loka augunum mínum, aðeins í augnablik og augnablikið er horfið. Svo þreyttur, þreyttur á að bíða, þreyttur á að bíða eftir þér. Hún er fyrirsæta og hún lítur vel út. Þú getur ekki snert þetta. Ég sagði við skulum öll hittast árið 2000, verður það ekki skrítið þegar við erum öll fullvaxin. Hvað sem þú gerir ekki segja neinum. Þessi vél vill, vill ekki eiga samskipti, þessar hugsanir og álagið sem ég er undir. Gerðu það! Taktu mömmu þína út í alla nótt, já við munum sýna hvað þetta allt snýst um. Og núna veit ég hvernig Jóhönnu af Örk leið. Ég lærði það allt frá þér stelpa, ég fékk það allt frá þér, hvernig á að góla á tunglið já og hvernig á að rispa hundinn þinn. Ég þarf ekki að labba um í hringi, labba um í hringi, labba um í hringi. Taktu mig út á bát í ánni. Allir vilja ráða yfir heiminum. Ég er með eitthvað á milli tannanna, gætirðu náð því út fyrir mig, það er helvítis samvinna. Og eiturlyfin virka ekki, þau gera þetta bara verra.

Hvað segir allt þetta um mig? Allt eru þetta textabrot úr lögum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ef til vill lýsa þau persónuleika mínum á einhvern hátt. Eða ekki. Endilega reynið að greina mig út frá þessum textabrotum.