Friday, May 06, 2005

Gleðidagur

Jæja þá er þekkingarfræðiprófið afstaðið og ég er bara nokkuð ánægður með það enda var þetta helvíti leiðinlegur áfangi og bara mjög fínt að vera búinn með hann, ég er reyndar ekki alveg viss hvort ég hafi náð prófinu en ég held samt að það hafi reddast. Annars á ég núna 2 próf eftir og verður það síðasta á laugardaginn 14. maí. Ekki nóg með það að ég klári próf þann daginn heldur mun ég líka eiga eins árs bloggafmæli! Ég hafði reyndar bloggað e-ð smá fyrir það en ég 14. maí 2004 byrjaði ég blogga eftir meira en árs hlé og þá má segja að bloggferill minn hafi hafist af einhverri alvöru. 14. maí 2005 mun allaveganna vera mikill gleðidagur hjá mér og er ætlunin að sletta ærlega úr klaufunum þann daginn og vonandi munu sem flestir vera með mér í því. Því ætla ég að biðja alla sem geta og vilja um að taka 14. maí frá og vera með mér í að gleðjast. Hvað verður gert veit ég ekki ennþá en það mun koma í ljós. Kannski væri gaman að fara í picnic á umferðareyju eða labba til Hveragerðis og til baka. Endilega komið með tillögur.


Plötur:

Devo - Q: Are We Not Men? A: We Are Devo!
Architecture in Helsinki - In Case We Die
Spoon - Gimme Fiction
Ted Leo and The Pharmacists - Hearts Of Oak
Dungen - Ta Det Lungt
The Eels - Electro Shock Blues
The Eels - Daisies Of The Galaxy
The Pixies - Dolittle(100)
The Replacements - Let It Be

Tuesday, May 03, 2005

Sahara og snjór

Áðan skellti ég mér í kvikmyndahús á kvikmyndina Sahara. Ég bjóst svo sem ekki við miklu en var samt að vonast eftir ágætis afþreyingu í anda Raiders Of The Lost Ark og The Mummy svo e-ð sé nefnt. Myndin var lík þeim að mörgu leyti en einnig mátti sjá James Bond einkenni og hún á líka margt sameiginlegt með National Treasure. Myndin reyndist vera skítsæmileg afþreying en alls ekkert meira en það. Hún var hröð, stundum fyndin og með mörgum skemmtilegum mómentum og ágætis leikhóp en í heildina var hún bara frekar hugmyndasnauð og venjuleg. Ekkert kom á óvart, fátt var eftirminnilegt og hún var bara alveg hrikalega ómerkileg. Mér finnst skrítið að eftir allar Bond myndirnar og Indiana Jones myndirnar skuli kvikmyndagerðarmenn ekki geta haft betra ímyndunarafl. Hasaratriðin í þessari mynd eru að mestu alveg ótrúlega venjuleg og það var bara ekkert í þessari mynd sem fékk mann til að segja "Djöfull var þetta cool!!!!". Ég var aldrei spenntur og þetta var allt saman e-ð svo andlaust og slappt. Myndinni tókst betur til hvað varðar húmor og voru nokkur fyndin atriði í henni en ekkert sem ég myndi kalla snilldarlegt og ég hló voða lítið upphátt, bara svona rétt brosti oftast. Ótrúlegt að 4 menn hafi skrifað handritið að þessarri mynd. Hvar grafa þeir upp þessa handritshöfunda ? Er einhver regla sem segir að handritshöfundar megi ekki hafa gáfnavísitölu yfir 80 né vera með stúdentspróf ? Svo er myndinni leikstýrt af manni að nafni Breck Eisner en hann er einmitt sonur Michael Eisner, yfirmanns Disney samsteypunnar, og er greinilega bara ríkur pabbastrákur sem komst inn í bransann út á nafnið. Jújú það er greinilegt að drengurinn hefur farið í kvikmyndaskóla og allt það. Hann kann eflaust allar reglurnar og veit allt um þetta enda er myndinni ekki beint illa leikstýrst. En hæfileikar er eitthvað sem maðurinn hefur frekar lítið af, að minnsta kosti ef dæma má af þessari mynd.

Fólk sem gagnrýnir svona myndir er oft böggað fyrir að "taka þær of alvarlega" en málið er bara ekki það. Ég var ekki að taka þessa mynd neitt alvarlega. Eina sem ég var að biðja um var eitthvað sem kom á óvart, eitthvað eftirminnilegt og virkilega sniðugt en það var bara frekar lítið af því í þessari mynd. Mér leiddist alls ekkert og það var margt skemmtilegt í myndinni en ég náði aldrei að gleyma mér algjörlega í myndinni og hún skilur bara ekki neitt eftir sig. Þegar mynd kostar 130 milljónir dollara að gera er líka ekkert að því að gera smá kröfur til hennar. William H. Macy og Delroy Lindo ná ekki einu sinni að gera mikið fyrir myndina enda eru þeir báðir með frekar illa skrifuð hlutverk og eru auk þess frekar lítið í myndinni. Þetta eru menn sem ég myndi borga fyrir að sjá lesa upp úr símaskránni en þeir ná samt ekki að gera mjög mikið fyrir þessa mynd. Ég gef henni 48 af 100.


Svo snjóaði í dag. Af hverju í andskotanum snjóar í maí?!?!?! Fucking gróðurhúsaáhrif....

Monday, May 02, 2005

Tíkin Pólí


You scored as Green. <'Imunimaginative's Deviantart Page'>

Green


100%

Democrat


92%

Anarchism


75%

Socialist


58%

Communism


58%

Republican


0%

Nazi


0%

Fascism


0%

What Political Party Do Your Beliefs Put You In?
created with QuizFarm.com

Þetta kemur ekki mikið á óvart(Bandarískt próf btw), hefði svosem búist við að vera aðeins hærri í sósíalisma og kommúnisma en samt ekki svo mikið. Mér finnst bæði vera mjög góðar hugsjónir en þær myndu líkast til aðeins virka ef allir væru eins en svo er víst ekki. Fólk er bara of misjafnt og það er voða lítið við því að gera, það er barasta aldrei hægt að gera öllum til geðs. Annars skildi ég ekki alveg allar spurningarnar í prófinu og svo var sumt þarna sem ég er of fáfróður um til að geta tekið almennilega afstöðu til.

Sunday, May 01, 2005

Trúmál

You scored as agnosticism.



You are an agnostic. Though it is generally taken that agnostics neither believe nor disbelieve in God, it is possible to be a theist or atheist in addition to an agnostic. Agnostics don't believe it is possible to prove the existence of God (nor lack thereof). Agnosticism is a philosophy that God's existence cannot be proven. Some say it is possible to be agnostic and follow a religion; however, one cannot be a devout believer if he or she does not truly believe.

agnosticism

79%

atheism

63%

Buddhism

63%

Islam

58%

Paganism

58%

Satanism

54%

Judaism

38%

Christianity

29%

Hinduism

21%
Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com


Þetta virðast vera nokkuð réttar niðurstöður. Ég hef aldrei verið mjög trúaður en engu að síður vil ég ekki ganga svo langt að afneita algjörlega tilvist Guðs þannig að agnostisicm á eflaust mjög vel við mig. Búddismi finnst mér líka nokkuð sniðugur, meðal annars af því að í búddisma er ekki trúað á neinn Guð heldur á maður að finna tilganginn inn í sjálfum sér og finna innri frið. Svo er Islam í 4. sæti hjá mér en það er víst mjög misskilin trú sem miklir fordómar eru gagnvart og eflaust eru margir svokallaður Islamstrúarmenn sem misskilja hana og rangtúlka hana sjálfir. Ég var sjálfur lengi vel með fordóma gagnvart Islam en hef komist að því að þetta er víst alls ekki svo slæm trú. Annars þarf ég samt að kynna mér hana betur þar sem ég veit ansi lítið um hana í raun og veru. Í raun er ég mjög fáfróður um flestar þessar trúarstefnur þannig að ég held ég verði barasta að fara að kynna mér þær allar. Þótt ég sé ekki mjög trúaður þá finnst mér allar trú engu að síður vera mjög áhugavert fyrirbæri. Persónulega tel ég að fólk eigi bara að búa til sína eigin trú frekar en fara eftir hvað einhver bók segir manni að gera í öllu. Ég tel það megi finna e-ð sniðugt í öllum trúm en þær eru líka flestar fullar af alls kyns kjaftæði enda eru þær flestar upprunar frá fornöldum þar sem mikil hjátrú og fáfræði ríkti. Væri kannski sniðugt að reyna að laga þessar trúr að nútímanum frekar en að láta þær standa eins og þær eru.

Annars er allt gott að frétta af mér, er byrjaður í prófum og er að lesa á fullu þessa dagana. Kvikmyndahátíðinni er hérumbil lokið og ég samt eftir einn miða á seinni passanum mínum! Er ekki alveg viss hvort ég nái einu sinni að nota hann en ég vona að ég geti það samt. Umfjöllun um þær myndir sem ég hef séð síðan ég skrifaði síðustu umfjöllun mun síðan birtast einhverntíma á næstu dögum.

Bless í bili.

Plötur(ég hef hlustað á svo margar plötur nýlega að ég ætla bara að birta þær bestu)

Television - Marquee Moon(99)
Televison - Adventure
Ted Leo and The Pharmacists - The Tyrrany of Distance
Crooked Fingers - Dignity and Shame
Jamiroquai - Emergency on Planet Earth
Jamiroquai - Synkronized
Big Star - #1 Record
Big Star - Radio City
Regina Spektor - Soviet Kitsch
Antony and The Johnsons - I Am A Bird Now
Queens Of The Stone Age - Lullabies To Paralyze