Vala Húnboga
Vala Húnboga er manneskja sem ég þekki ekki neitt sem álpaðist inn á síðuna mína og asnaðist til að verða 1000-asti lesandinn. Húrra fyrir henni!
Ástarhreiður Fabios
Vala Húnboga er manneskja sem ég þekki ekki neitt sem álpaðist inn á síðuna mína og asnaðist til að verða 1000-asti lesandinn. Húrra fyrir henni!
Jæja, þá fer að styttast í að lesandi númer 1000 komi á síðuna en ég ætla að vera svo góður að gefa lesanda númer 1000 verðlaun! Hver þau eru verður bara að koma í ljós en þau verða vegleg. Núna er bara bíða og sjá hver sá/sú heppni/heppna verður!
Ég er ekki ánægður með valið á nýja páfanum. Ég var vonast til að hann yrði svartur eða e-ð því það hefði verið frekar cool að páfinn væri svartur en páfavalsnefndin þurfti endilega að chickena á þessu og velja einhvern þýskara. Svo var ég líka að vonast eftir því að nýji páfinn yrði frjálslyndari en sá gamli en þessi gaur er víst bara íhaldssamur plebbi sem telur rokktónlist og samkynhneigð vera af hinu illa. Páfinn er mjög valdamikill og áhrifamikill gaur og því skiptir máli hver hann og miðað við heiminn í dag hefði verið betra að fá einhvern gaur sem er eilítið í takt við tímann. Mér finnst alveg fáránlegt að á þessum tímum skuli vera menn í valdastöðum sem telja hluti eins og samkynhneigð og rokktónlist og þannig hluti vera "af hinu illa". En svona er lífið, við getum ekki öll verið æðisleg og frábær. Það verða að vera einhver fífl líka til að mynda eitthvað mótvægi, bara verst að svo mörg þeirra þurfi að vera í mikilvægum valda- og áhrifastöðum.
Ég var að horfa á alveg yndislega lélega mynd áðan sem nefnist Dark Angel(einnig þekkt sem I Come In Peace) og er með goðinu sjálfu, Dolph Lundgren, í aðalhlutverki. Myndin er frá því herrans ári 1990 og ber þess merki mjög vel. Allir með alveg yndislega ljótar hárgreiðslur og svo er æðislega ömurlegt tónlist. Mynd þessi fjallar um geimveru sem kemur til jarðar til að ná sér í endorfín sem er vinsælt eiturlyf á heimaplánetu hans. Hún rænir heróini af e-m mafíósum og ræðst síðan á random fólk og sprautar heróíni í það sem veldur því að það framleiðir extra mikið endorfín og geimveran sýgur það síðan úr þeim. Þetta er semsagt mynd um díler utan úr geimnum sem er ekkert nema æðislegt. En ekki nóg með það heldur er Intergalactic DEA lögga á eftir honum. Báðar þessar geimverur eru ca. 3 metrar á hæð og líta út eins blanda af Wrestling gaurum og þýskum klámmyndastjörnum. Dolph leikur síðan svona ofurlöggu sem fer eftir sínum eigin reglum. Í byrjun myndarinnar er félagi hans drepinn þannig að hann fær nýjan sem er svona clean-cut FBI gaur sem fer alltaf eftir bókinni. Þannig að þetta er líka svona buddy-cop mynd þar sem buddyarnir eru eins og svart og hvítt og hata hvorn annan fyrst en eru bestu vinir í lokin. Myndin hefur allt sem svona myndir þurfa: vondir kallar sem líta út eins og þýskar klámmyndastjörnur(eða rokkarar), Dolph Lundgren beran að ofan, spillta FBI menn, fljúgandi diska, morðóða uppa með vélbyssur og one-linera á borð við "...and you go in pieces!". Myndin er í alla staði hreint yndisleg og finnst mér mjög leiðinlegt að svona myndir eru ekki gerðar nú til dags, þær komast amk ekki í bíó. Ég veit ekki alveg hvernig einkunn ég get gefið þessari mynd. Fyrir skemmtanagildi á hún hiklaust skilið svona 75 en fyrir gæði væri ca. 20 nærri legi. Ætli ég fari ekki milliveginn og gefi henni 48. Skylduáhorf fyrir alla unnendur vondra bíómynda.