Friday, February 02, 2007

Fyrir Krizza

Góðvinur minn hann Kristján Lindberg Björnsson var ekki nógu sáttur með að það voru engar myndir af honum í síðustu færslu og hef ég ákveðið að bæta honum það upp. Þetta var ekkert persónulegt Krizzi!

Krizzi er alvörugefinn ungur maður sem kann líka að skemmta sér.

"Thar he blows!"

Krizzi er mjög svo myndarlegur maður.

Wednesday, January 31, 2007

Myndir 2006

Dömur mínar og herrar, það er komið að því sem þið hafið öll beðið eftir í ofvæni. Myndafærsla fyrir árið 2006 gjöriði svo vel!


Snemma á árinu var tekið upp á því að elda mat.

Afrakstur erfiðisins

Síðan var slakað á.

Vináttan er yndisleg.

Við tökur á "Bathtub" myndbandinu.

Ég þekki þessar dömur ekki neitt en þær eru töff!

Friðgeir er alltaf hress.

Skalla-Hözkuldur sýnir byltingarandann.

Beauty and the Beast.

Hressleikinn stoppar ekki hjá Friðgeiri.

"My friend has a drinking problem"

Sumir misstu sig aðeins í reivpartíi stúdentaleikhússins.

Bandið frá Hróarskeldu 2004, blessuð sé minning þess.

Sleep now in the fire!

Svona var útsýnið mitt oftast á tónleikum á Hróa.

Einn af hressu bretunum sem cömpuðu við hliðina á okkur.

Andri, Jónas, Heiðar og Eiður á góðri stundu.

Þessir eru greinilega ekki sammála því að jólin komi aðeins einu sinni á ári.

Samkvæmt Elvari þá eru plómur + smjör = fullkomin máltíð.

Eiður og Heiðar pósa.

Einhver hefur fengið vitlausar leiðbeiningar um hvar átti að tjalda.

Eitthvað hefur þetta vatn farið illa í Erling.

Sumum finnst þetta skemmtilegt að horfa á.

Það er alltaf gaman hjá starfsmönnum BYGG.

Geiri og Héðinn hreinlega áttu dansgólfið...

...en aðrir partígestir...

...létu ekki hrífast...

...en dansinn hélt samt áfram.

Það var kósí stemning á Belle and Sebastian tónleikunum á Borgarfirði Eystra.

Hvenær er Friðgeir ekki hress?

"Engar fokking myndir!"

Ég þekki þennan mann ekki neitt en hann er eflaust mjög skemmtilegur. Minnir mig svolítið á Brjánsa í Sódóma Reykjavík.

Heiðar og Stebbi voru ekki alveg að ná því hvernig átti að gera Zoolander svip.

Ég tek ekki bara partímyndir heldur á ég líka til að taka fallegar náttúrulífsmyndir.

Honum Finni var ansi brugðið þegar hann mætti í sörpræs afmælisteitið sitt.


Árni "Frankenstein" Kristjánsson.

Krakkarnir í Stúdentaleikhúsinu eru kátir.

Ef ég drykki mynda ég örugglega enda svona í öllum partíum.

Partytime! Excellent!

Ég held að þessi mynd tali alveg fyrir sig sjálf.

Ætli þessi geri það ekki bara líka.

Björn Leó og Hildur hafa aðeins betri hugmynd en Stebbi og Heiðar um hvernig á að gera Zoolander svip.

Sigurvegarnir í Freestyle danskeppni karla á aldrinum 20 til 25.

Þessi gaur er greinilega tilbúinn til að skella sér á kantinn og sprengja í nokkrar tjellingar.

Svona lítur heimsendir örugglega út.

Monday, January 29, 2007

Tónar 2007

Ég var að hugsa um að skrifa eina feita færslu um tónlistina sem er að koma á árinu en ég held ég nenni því ekki. Þessi og þessi eru líka búnir að því og ég hef litlu að bæta við það sem þeir segja. Ég hef þetta því bara stutt.

Árið byrjar allaveganna vel. Ég hef þegar heyrt nýju plöturnar með Of Montreal, Deerhoof og The Shins. Þær hljóma allar vel og þá helst fyrstu tvær, Of Montreal plötuna vil ég jafnvel kalla eina besta plötu þeirra og líkleg til að enda hátt á topp 10 lista mínum fyrir árið. Frumraun The Good, The Bad and The Queen, nýjasta projectið hans Damon Albarn, hljómar einnig nokkuð vel við fyrstu hlustun. Ég held ég fíli þetta band betur en Gorillaz sem ég var aldrei neitt ofur hrifinn af. Nýju plöturnar með Bloc Party og Clap Your Hands Say Yeah hef ég einnig hlýtt og heyrist mér svo að þær muni ekki skáka forverum sínum þó þær hljómi ekkert illa. Annars held ég að ég sé allra spenntastur fyrir plötunum sem Radiohead og Queens Of The Stone Age eiga að senda frá sér seinna á árinu. Tvær bestu starfandi hljómsveitirnar í dag að mínu mati og ég ætla rétt að vona að þær valdi mér ekki vonbrigðum. Ég bíð einnig spenntur eftir plötum frá Wilco, Blonde Redhead, Spoon, Animal Collective, Ted Leo and The Pharmacists, The Arcade Fire, !!! etc. Síðasta tónlistarár var frekar bleh að mínu mati en það stefnir í að 2007 verði topp tónlistarár. Vonandi bara topp ár yfir höfuð.

Svo má ekki gleyma að Linkin Park og Kid Rock munu senda frá sér nýjar plötur á árinu. Michael Jackson líka. Jibbí!