Friday, December 03, 2004

Kristján Jóhansson er fífl.

Mig bara langaði að segja þetta.

Gruðgið

Ég var að sjá japönsku hrollvekjuna "Ju-on: The Grudge", eða "Jóhann: Gruðgið" eins og ég hef ákveðið að þýða hana yfir á hið ástkæra ylhýra, og ég verð bara að segja að mér fannst þetta vægast sagt ömurleg mynd. Hún var ekki um neitt, það gerðist voða fátt í henni, hún meikaði afskaplega lítinn sense, það var engin karakter sem manni var sama um og myndin var bara hreinlega leiðinleg og með eindæmum óspennandi. Hvað sér fólk við svona myndir ? Ok kannski er hún soldið creepy en oftast var hún bara of kjánaleg til að hræða mann. Þessi mynd var bara ekki vitund spennandi enda var eiginlega enginn söguþráður. Hún var bara um e-a drauga sem voru að hræða fólk... og það er allt og sumt. Það er spurning hvort Bandaríska myndin meiki e-n meira sense. Einhvern veginn efa ég það samt. Ég var ekki mikill aðdáandi Ringu en það var þó e-r ráðgáta í henni, hún var actually örlítið spennandi og hræddi mann aðeins(endurgerðin fannst mér aftur á móti frekar slöpp, e-n veginn varð þetta allt miklu kjánalegra á ensku og breytingarnar sem voru gerðar gerðu myndina bara enn kjánalegri. Hún má þó eiga það að hún er flott). Gruðgið aftur á móti var bara leiðindin ein. Ég gef henni 25 af 100. Veit ekki alveg fyrir hvað samt... það voru svo sem nokkur ágæt augnablik í henni en ekki mikið.

Annars hef ég ósköp lítið að segja. Prófin hefjast senn og sýningum á leikritinu er lokið í bili(það verða tvær aukasýningar 18. og 19. des og svo veit ég ekki hvort það verði meira sýnt). Held ég slappi bara af um helgina, reyni að læra sem mest held ég barasta. Ætli maður skelli sér ekki í bíó eða e-ð samt. Ef e-r vill koma með mér í bíó eða leika við mig e-ð þá endilega látið mig vita.

I bid you adieu.

Plötur:

Violent Femmes - Violent Femmes(10/10)
Frank Zappa and The Mothers of Invention - Freak out
M83 - Dead cities, Red Seas and Lost Ghosts
Orchestral Manoeuvres In The Dark - Best of O.M.D
Belle and Sebastian - Tigermilk(8/10)

Tuesday, November 30, 2004

hmm....

Heil og sæl

Undanfarna daga hefur mér tekist að afreka eftirfarandi:

Henda fréttablaði í hausinn á forsetanum
Troða saltstöngum upp í nefið á mér og borða þær síðan
Spila Friends spilið
Pissa með vindi
og fleira hresst...

Ansi magnað ekki satt ?

Annars var ég að uppgötva um daginn að diskurinn Different Class með Pulp er ein besti diskur sögunnar. Ég hef átt þennan disk lengi en einhverra hluta vegna aldrei hlustað almennilega á hann(mjög týpískt af mér) en ég ákvað loksins að gera það og nú finnst mér mjög leiðinlegt að hafa ekki gert það fyrr. Þessi diskur er þvílík snilld að það hálfa væri nóg. Hvert einasta lag á þessum disk er alveg ótrúlega grípandi og svalt og einstaklega vel samið. Jarvis Cocker er goð!
Pulp er núna á hraðri uppleið á listanum mínum yfir bestu hljómsveitir allra tíma.

.............................

Svo er sýningin að ganga alveg fáránlega vel. Við höfum bætt við 2 aukasýningum til viðbótar við þessum 3 sem við bættum við og á síðustu sýningu kom gaur frá Skjá Einum sem fékk þá hugmynd að taka upp leikritið og sýna það á Skjá Einum sem áramótaskaup Skjás Eins! Sem er algjör snilld.

.............................

Annars eru próf að fara að byrja í næstu viku og mun því vera mikill próflestur hjá mér næstu 2 vikur eða svo. Ekki gaman. Þið vitið hvernig þetta er.

Over and out.


Plötur

Pulp - Different Class(10/10)
Pulp - His n Hers
Buff - Góðir Farþegar
Blonde Redhead - Misery Is A Butterfly
Elbow - A Cast Of Thousands
M83 - Dead Cities, Red Seas and Lost Ghosts
Love - Forever Changes
The Books - The Lemon Of Pink
The Libertines - The Libertines(8/10)
Death Cab For Cutie - Transatlanticism
Fugazi - In On The Kill Taker