Saturday, December 11, 2004

Poetry in motion

Hér kemur eitt stykki artyfarty ljóð:

Kringlóttur bavíani svamlar um í baðstofu grænkálsins.
Te.
Maðurinn með sofandi gleraugun át fiskinn ef....
var það ekki sundlaug ?
Limur.
Eitraði rjómaísinn saug perutréð líkt og mosavaxna gæsalöppin væri að kyssa einfætta sjóminjasafnið sem flautaði brúðkaupið afturábak.
Já blessuð blíðan.
Fokk.
Ég er með stóran hatt á engu.
42

Takk fyrir og ég bið að heilsa.

Plötur:

The Bees - Free The Bees(10/10)(fyrir viku hafði ég ekkert hlustað á þennan disk en núna vil ég halda því fram að þetta sé besti diskur ársins 2004, endilega kynnir ykkur þetta band)
The Arcade Fire - Funeral(9/10)
Trúbrot - Mandala(10/10)
DJ Shadow - Entroducing(10/10)
Pantera - Cowboys From Hell(6/10)
Wilco - A Ghost Is Born(9/10)

Thursday, December 09, 2004

Vúvú

Ég var að klára mitt fyrsta háskólapróf í dag. Húrra fyrir því!

Svo var ég að horfa á viðtalið við Kristján Jóhanns í kastljósinu áðan. Maðurinn er eitthvað þroskaheftur. Hvernig verða svona menn ríkir og frægir ?


Tjekkið svo á þessu urli:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=734&n=1726

Þarna er að finna gagnrýni á hið margfræga "Star Wars Holiday Special" og svo er hægt að niðurhlaða því líka. Ég mæli með því að niðurhlaða þessu Þetta er með því mest fucked up sem ég hef séð. Ég er reyndar bara búinn að horfa á fyrsta korterið af þessu en þetta er nokkuð örugglega ein súrasta, og jafnframt ein lélegasta, mynd sem ég hef séð og ef ég horfi á meira af þessu er líkur á því að ég missi vitið. Einhverjum snilling hjá CBS datt sem sagt í hug að gera þetta og fékk meira að segja leyfi hjá George Lucas og alla leikarana til að leika í þessu. Skiljanlega sá Lucas eftir því að hafa leyft þetta og vill núna láta banna þennan óskapnað. Sem dæmi um hversu fucked up þetta er þá er byrjunaratriðið ca. korters langt atriði með fjölskyldunni hans Chewbacca þar sem þau eru að bíða eftir því að hann komi heim. Semsagt korter af Wookie hljóðum sem eru nokkurn veginn svona: "woooooooooggggggggghhhhhhh" "groooooooooooaaaaaaaaaaaaaaaaa" "waaaaaaaaaooooooooooorgh" "hhhhhhoooooarrrrrrrrghhhh" . Og það er ekki textað. Það súrasta er samt þegar litli strákurinn fer að leika sé með einhvers konar sýndarveruleikaborð. Hann ýtir á takka og þá birtist svona lítill sýndarveruleikasirkus sem sýnir listir sínar. Þetta atriði stendur yfir í heilar 5 mínútur eða eitthvað og þjónar nákvæmlega engum tilgangi. Manos: The Hands Of Fate er búin að missa titilinn sem versta mynd allra tíma.

En núna ætla ég að fara að læra fyrir rökfræðipróf.

Later.

Lög(nýr liður!):

Scissor Sisters - Take Your Mama Out
Ian Brown - Can´t See Me
Cornershop - Brimful of Asha
The The - Slow Motion Replay

Plötur:

Elliott Smith - Roman Candle
Elliott Smith - Elliott Smith
Elliott Smith - X/O
Queens Of The Stone Age - R(10/10)
Queens Of The Stone Age - Songs For The Deaf(10/10)
Camper Van Beethoven - Key Lime Pie

haha

Mér tókst að laga vandamálið þannig að núna meikar síðasta færslan engan sense. Skondið.

Arg!

Ég var að setja nýtt commentakerfi frá haloscan svo allir gætu commentað hjá mér án þess að vera skráðir hjá blogspot en í leiðinni fokkaðist síðan upp. Arg! Hvernig laga ég þennan andskota ?

Tuesday, December 07, 2004

Gamli Piltur

Mynd dagsins í dag nefnist Old Boy eða Gamli Piltur og er kóresk að uppruna. Í stuttu máli fjallar hún um mann að nafni Oh Deasu sem er rænt og hent inn í hótelherbergi og látinn dúsa þar í 15 ár án þess að vita af hverju. Síðan er honum bara sleppt út. Eftir það reynir Daesu að komast að því hver ber ábyrgð á þessu og af hverju þetta var gert og ýmislegt kemur í ljós. Meira ætla ég ekki að segja enda er best að vita sem minnst um mynd af þessu tagi. Old Boy er nefnilega með betri myndum sem ég hef séð undanfarið og þá helst út af mögnuðu plotti. Það er ekki verið að mata í mann upplýsingar heldur er allt mjög óljóst mestallan tímann og maður þarf virkilega að fylgjast með til að ná hvað er að gerast. En smá saman kemur allt í ljós. Hvað kemur í ljós ætla ég ekki að segja en eitt get ég sagt að það er rosalegt. En myndin er ekki bara með gott plott heldur er hún líka alveg fáránlega flott. Myndataka, klipping, hljóðvinnsla og bara öll umgjörð er til fyrirmyndar í þessarri mynd. Leikstjórinn Chan-Wook Park er mikill snillingur sem kann svo sannarlega að leika sér með kvikmyndaformið og hefur fullkomið vald á miðlinum. Myndin er full af alls kyns skemmtilegum myndatökubrellum og alveg snilldarlega klippt. Svo er myndatakan alveg gullfalleg og myndin er mikið augnayndi. Ekki skemmir að það er æðislega svartur húmor í myndinni og hún er mjög brutal og ofbeldisfull. Öðruvísi myndi hún ekki virka. Svo er eitt flottasta bardagaatriði sem ég hef séð í þessarri mynd en í því atriði berst Daesu einn síns liðs við stóran hóp manna vopnaður hamri og engu öðru. Og þetta er allt í einu skoti! Helstu gallar myndarinnar er að hún teygir soldið lopann í lokin og er eilítið ruglinsleg á köflum. En yfir höfuð er þetta mikið snilldarverk og ætla ég mér svo sannarlega að sjá hana aftur sem fyrst. Ég mæli hiklaust með Old Boy og fær hún 78 af 100 hjá mér.

Auf wiedersehen!


Plötur:

Built To Spill - Perfect From Now On
The Stills - Logic Will Break Your Heart
Kings Of Leon - Aha-Shake Heartbreak(9/10)
The Fiery Furnaces - Blueberry Boat
William Shatner - Has Been

Sunday, December 05, 2004

Ong-Bak: Muay Thai Warrior

Í gær fór ég í bíó á Thailensku bardagamyndina Ong-Bak: Muay Thai Warrior en sú mynd fjallar um ævintýri ungs manns að nafni Ting við að endurheimta höfuð af heilagri styttu er nefnist Ong-Bak úr klóm fégráðugra glæpamanna. Myndin hefst á því að Ting þessi vinnur einhvers konar karlmennskukeppni í heimabæ sínum, Nong Pradu. Síðan gerist sá skelfilegi atburður að höfðinu er stolið af heilögu styttunni Ong-Bak sem allur bærinn dýrkar. Ting er skipaður af þorpsbúum til að fara og finna höfuðið. Hann lendir síðan í ýmsum ævintýrum við að reyna að endurheimta Ong-Bak. Ong-Bak er að mörgu leyti ósköp hefðbundin og klisjukennd bardagamynd en það sem gerir hana skemmtilega er það að bardagaatriðin eru hreint út sagt klikkuð. Auk þess er næstum hálf myndin bardagaatriði sem er mjög gott þar sem allt annað við þessa mynd er ekkert sérstaklega gott. Reyndar ekkert sérstaklega lélegt heldur sem er óvenjulegt við svona mynd þar sem þær eru yfirleitt algjört rusl með nokkrum góðum bardagaatriðum. Ong-Bak er aftur á móti meðalmynd með fullt af klikkuðum bardagasenum. Meðal annars er ein sena þar sem Ting berst við 3 gaura í röð og sá seinasti er 2 metra hár ástrali sem hegðar sér miður drengilega og berst við Ting með því að berja hann með stólum, borðum, skiltum, bjórflöskum og meiraðsegja ísskáp! Ting nær þó á endanum að yfirbuga hann. Einnig er í myndinni svona korters langur bílaeltingaleikur og bardagi við mann með sög.

Ong-Bak: Muay Thai Warrior
er sönnun þess að mynd þarf í raun ekkert nema fullt af góðum bardagaatriðum til að skemmta manni, þau þurfa bara að vera nógu andskoti klikkuð og svöl. Myndin bíður ekki upp á neitt meira og ef þið viljið sjá heilsteyptan söguþráð og vandaða persónusköpun mæli ég ekki með henni en ef þið viljið sjá góða heilalausa afþreyingu mæli ég hiklaust með henni. Hún fær 60 af 100 hjá mér. Annars finnst mér mjög leiðinlegt hvað það hefur farið lítið farið fyrir þessarri mynd. Hún hefur ekki verið mikið auglýst(reyndar horfi ég sama og ekkert á sjónvarp þannig að ég get ekki alveg staðfest það) og er auk þess sýnd í sal c í Laugarásbíó á frumsýningarhelgi sem er mjög leiðinlegt þar sem þessi er mynd er eflaust mun skemmtilegri en flest annað sem sýnt er í bíó. En það að þessi mynd skuli vera sýnd í bíó hérna er samt hálfgert kraftaverk út af fyrir sig þar sem svona myndir koma oft ekki einu sinni út á vídjó hérna. Því mæli ég með að sem flestir sjái þessa mynd í bíó. Ekki láta hana fram hjá ykkur fara!

Adios

Plötur

Radiohead - Kid A(9/10)
Radiohead - Amnesiac(8.5/10)
Sigur Rós - Ágætis Byrjun(9/10)
Múm - Yesterday Was Dramatic, Today is Ok