Úti er alltaf að snjóa...
Já dömur mínar og herrar. Það er byrjað að snjóa! Vetur konungur er mættur og kominn til að vera! Jamm jamm gaman að þessu. Annars verð ég að segja að mér finnst þetta bara allt í lagi. Jú það er agalegt að keyra í þessarri færð, það er drullukalt úti og allt það. En samt, veturinn hefur e-ð við sig. Einhvern sjarma. Það verður allt svo skemmtilega hljóðlátt og fallegt úti. Snjórinn dempar e-n veginn allt hljóð. Ég fíla allaveganna veturinn meira en sumurin. Sumurin hjá mér eru ekkert skemmtileg lengur. Ég geri ekkert nema að vinna! Það er miklu meiri frítími á veturna. Svo er skemmtilegra úrval í bíó á veturna líka. Svo á ég afmæli að vetri til og jólin eru um vetur. Þannig að kostirnir vega upp á móti ókostunum að mínu mati.
Annars var ég að sjá hreint út sagt frábæra mynd. Írsk mynd sem nefnist Intermission með Colin Farrell og Cillian Murphy(aðalleikarinn í 28 Days Later...) í aðalhlutverkum ásamt fleiri góðum. Mögnuð mynd sem af einhverri ástæðu hefur látið lítið fyrir sér fara. E-r gagnrýnandi lýsti henni sem blandi af Snatch og Love Actually og það hljómar nokkuð rétt. Myndin segir nokkrar sögur um fólk sem er annaðhvort ástfangið, í ástarsorg eða bara í ruglinu. Ólíkt Love Actually er þessi mynd mjög kaldhæðin og langt frá því að vera sykursæt og væmin. Hún er raunsæ og hæðin. Sem er mjög cool. Húmorinn og ofbeldið í þessarri mynd er soldið Snatch-legt, nema bara ekki eins silly. Sami gaur lýsti henni sem Snatch með alvöru fólki, sem er ágætis lýsing. Æðislega nasty og kaldur húmor í þessarri mynd( til dæmis þegar Colin Farrell kýlir eina stelpu kalda!) og fullt af skemmtilegum vangaveltum um lífið og tilveruna. Mæli hiklaust með henni. Hún fær 72 af 100.
Over and out.
Plötur:
Nick Cave and The Bad Seeds - Tender Prey
Nick Cave and The Bad Seeds - The Good Son
Nick Cave and The Bad Seeds - Let Love In
Gorky´s Zygotic Minci - How I Long To Feel That Summer In My Heart
The Clash - The Essential Clash