Hæ hæ hó hó hú hú!
Svo virðist sem þessi önn virðist ætla að vera ívið áhugaverðari en sú síðasta. Áfangarnir sem ég er í núna lofa a.m.k góðu en þeir eru siðfræði, þekkingarfræði og nýaldarheimspeki og svo líka rökfræði 2 sem ég er ekki svo viss með. Held þetta verði alveg ágætlega feit önn. Svo ætlar stúdentaleikhús að setja upp leikrit um/eftir Anton Chekov. Leikritið verður ss bland af öllum verkum Chekovs færðar yfir í nútímann, eða e-ð sollis. Það á eftir að koma í ljós. Annars þekki ég sjálfur frekar lítið til hans en hann er víst magnaður höfundur og ætla ég mér að kynna mér hann á næstunni. En mér lýst allaveganna ágætlega á þetta og vonandi verður þetta frekar hresst leikrit.
.......................
Í gær sá ég myndina
Un long dimanche de fiancailles, betur þekkt sem
A Very Long Engagement. Þarna er á ferðinni nýjasta mynd snillingsins Jean-Pierre Jeunet(Amelie, Alien: Resurrection, Delicatessen) og fjallar hún um unga konu sem er að reyna að komast að því hvort kærastinn hennar komst lífs af í fyrri heimstyrjöldinni. Hann var talinn hafa dáið í bardaga einum en hún heldur í vonina um að hann sé enn á lífi og gefst ekki upp. Hún talar við alla sem komu nálægt bardaganum og eru enn á lífi og smá saman kemst hún að sannleikanum. Því miður verð ég að segja að þessi mynd olli mér örlitlum vonbrigðum. Hérna er á ferðinni enn ein myndin þar sem sagt er frá sama atburðinum frá mismunandi sjónarhornum en hún nær ekki að gera neitt nýtt með þá frásagnaraðferð og er bara frekar klisjukennd. Þetta er samt alls ekki slæm mynd, hún er alveg
einstaklega vel gerð og flott og það er greinilegt að ekkert hefur verið sparað til að gera þessa mynd. Myndataka, klipping og öll umgjörð er til fyrirmyndar og eiga kvikmyndagerðarmennirnir bara hrós skilið fyrir það. Leikurinn er fín og sömuleiðis leikstjórnin og handritið alls ekki slæmt. En af einhverri ástæðu náði þessi mynd ekki að snerta mig eins og til dæmis Amelie gerði. Amelie er ein sú mynd sem komst hvað næst því að kreista tár úr augum mínum, en ég virðist vera með hjarta úr steini þar sem ég hef enn ekki grátið yfir mynd. Amelie var einstaklega sæt og falleg og hugljúf mynd og á vissan hátt er
A Very Long Engagement það líka. En það er samt eins og eitthvað vanti. Jeunet er bara að gera sömu hlutina og hann hefur verið að gera í öllum myndum sínum og er þetta eiginlega bara mjög dæmigerð Jeunet mynd að flestu leyti, eiginlega bara of dæmigerð. Það vantar sálina. Á meðan mér leið mjög vel eftir að hafa séð Amelie fann ég bara ekkert eftir að hafa séð þessa mynd og hún skildi einhvern veginn voða lítið eftir sig. Þetta var bara enn ein ástarsagan, eitthvað sem sést hefur oft áður og betur gert. En yfir höfuð var þetta samt að mestu hin ágætasta mynd og ég skemmti mér vel yfir henni og margt frábært er í henni að finna. Fyrir utan hvað hún er rosalega flott og vel gerð þá er hún nokkuð fyndin á köflum, mikið af skemmtilegum karakterum í henni og svo er gaman að sjá stríðsmynd sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni en ekki þeirri seinni. Ég ætla mér hiklaust að sjá þessa mynd aftur einhvern daginn og ég mæli alveg með henni þar sem hún er eflaust betri en flest annað sem bíóin bjóða upp á. En ég var samt að vonast eftir einhverju aðeins meira. Hún fær 62 af 100.
.....................
Það er til lag með ABBA sem heitir Lay all your love on me. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það frekar perralegur titill.
....................
Ég hef aldrei gert áramótaheit á ævi minni. Finnst asnalegt að lofa sjálfum sér sem er ekkert víst að maður geri. Í raun er ég alveg hættur að lofa því að gera nokkurn skapaðan hlut, maður veit aldrei hvað kemur upp á. En það sem ég geri er að ég reyni að setja mér einhvers konar takmörk og reyni að fara eftir þeim. Fyrir árið 2005 er ég búinn að setja mér eftirfarandi takmörk:
Gera nokkrar stuttmyndir og vonandi einhver tónlistarmyndband líka.
Skrifa handrit.
Byrja á skáldsögu.
Lesa fullt af merkum bókmenntum.
Sinna skólanum vel.
Vera geðveikt duglegur í stúdentaleikhúsinu.
Fara á Hróarskeldu.
Kaupa mér almennilegan digital camcorder, e-a pro græju.
Kaupa mér trommusett.
Stunda reglulega líkamsrækt.
Vera duglegri að æfa mig á gítarinn.
Reyna að fara á e-ð námskeið til að læra á e-ð hljóðfæri, reyna að fá smá tónlistarmenntun.
Borða meira af hollum mat.
Drekka minna kók.
Horfa á mikið af gömlum og klassískum myndum.
Gera eitthvað rosalega flippað.
Kannski klippa hárið mitt.
Hözzla feitt.
Svo er bara að sjá hversu mikið af þessu ég næ að gera. Ég ætla ekki að lofa neinu en ég ætla að reyna að gera......mitt besta ? Tjah sko eins og Sean Connery sagði í The Rock: "Losers whine about their best, winners go home and fuck the prom queen". Þannig að ég held að ég reyni frekar að fara heim og ríða balldrottningunni. Gangi mér vel.
Good night, thank you and amen.
Plötur:
ABBA - Gold
Scissor Sisters - Scissor Sisters
The Knife - Deep Cuts(9/10)
Elbow - Cast Of Thousands
The Libertines - The Libertines(8/10)
New York Dolls - New York Dolls
Damien Rice - O(8/10)
My Bloody Valentine - Loveless
The Zutons - Who Killed The Zutons ?
The Bees - Free The Bees(9/10)