Thursday, April 07, 2005

Mikilvægar tilkynningar

Jæja, þá er komið að því. Hin langþráða kvikmyndahátíð hefst í dag. Í kvöld verður Motorcycle Diaries frumsýnd og svo hefst þetta af alvöru á morgun. Ég gerðist svo góður að kaupa mér ekki einn heldur TVO 10 mynda passa fyrir litlar tíu þúsund krónur. Ég held ég meiki alveg að sjá 20 myndir. Hátíðin stendur yfir í 23 daga og ég fer í upplestrarfrí sem mun standa yfir frá 15-29. apríl þannig að ég ætti að geta meikað það að sjá svona eins og eina mynd á dag og samt haft tíma til að læra og sofa og allt það. Meðal þeirra mynda sem ég ætla að sjá eru: Motorcycle Diaries, A Hole In My Heart, House Of The Flying Daggers, I Heart Huckabees, Vera Drake, Downfall, Maria Full Of Grace, The Mayor Of Sunset Strip, 9 Songs, Hotel Rwanda, Melinda And Melinda og e-r fleiri. Einnig langar mig soldið að sjá Rokk Í Reykjavík í bíó og eflaust mun ég kíkja á e-ð af þessum Troma myndum. Svo mun ég auðvitað sjá teiknimyndina hans Þórgnýs, Þröng Sýn. Ef þið viljið koma með mér á e-a af þessum myndum þá bara látið mig vita. Það væri vel þegið að hafa smá félagsskap á þessarri kvikmyndahátíð.

Svo er brunaeftirlitsvesenið loksins búið. Leikritinu verður rennt aftur á laugardaginn og svo verður fyrsta sýningin á sunnudagskvöldið klukkan 20:00, endilega komið og sjáið!
Annars verða sýningartímar eftirfarandi:

Sunnudagur 10. apríl kl. 20:00
Þriðjudagur 12. apríl kl. 20:00
Fimmtudagur 14. apríl kl. 20:00
Föstudagur 15. apríl kl. 20:00
Miðvikudagur 20. apríl kl. 20:00
Föstudagur 22. apríl kl. 24:00 - Miðnætursýning
Sunnudagur 24. apríl kl. 22:00 - Lokasýning

Sýnt er upp í TÞM(Tónlistarþróunarmiðstöðin) á Hólmaslóð 2 upp á Granda og verð er aðeins 1000 kr. Pöntunarsíminn er 6593483.

Vonandi geta sem flest ykkar séð ykkur fært að mæta!

Fleira var það ekki í dag, veriði öll blessuð og sæl og ég þakka fyrir mig.

Monday, April 04, 2005

Ástarsviti

Þetta er búin að vera mjög undarleg helgi. Ég vaknaði á laugardagsmorguninn kl. 9 til að mæta í röð til að kaupa Franz Ferdinand miða, í fyrsta skipti sem ég mæti í svona röð þar sem ég hef alltaf reddað mér miða gegnum klíkuskap en svo leiðinlega vidil til að maðurinn sem hefur reddað mér miðum hingað til er einn af þessum vitleysingum sem fíla ekki Franz Ferdinand þannig að ég varð að gjöra svo vel og mæta í röð! En allaveganna, ég mæti í þessa röð og viti menn! Það var engin röð! Voru ca. 10 manns að bíða þegar ég mætti. Alveg týpískt að í fyrsta skipti sem ég mæti í röð sé engin röð. Ég var svo sniðugur að fara að sofa um 4 leytið þannig að ég fékk ekki mikin svefn og gat heldur ekki lagt mig lengi eftir á þar sem ég þurfti að byrja að hjálpa bróður mínum að flytja um hádegisbilið. Í svona tilvikum vildi ég að ég væri skyggn!

En nóg um það.

Ég hjálpaði brósa að flytja sem tók nokkra klukkutíma og síðan fór ég upp í TÞM að vinna í settinu út af þessu eldvarnareftirlistrugli, þannig er mál með vexti að daginn eftir frumsýninguna asnaðist e-r fáviti til að hringja í eldvarnaeftirlitið og þeir komu og litu einu sinni á settið og bönnuðu skemmtanahald í húsinu af því að það var svo eldfimt! Við þurftum að gjöra svo vel að breyta settinu og skipta um drapperingar og læti. Þeir vildu meiraðsegja að við fjarlægðum timbrið. Ætti þá ekki að líka að fjarlægja allt timbrið sem settin í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu eru byggð úr líka!?!?!?! Út af þessu rugli höfum við ekki getað sýnt í næstum 2 vikur og enn eru nokkrir dagar í að við getum sýnt næst. En allaveganna þá fóru bæði laugardagurinn og sunnudagurinn í það að vinna í þessu setti og hjálpa brósa að flytja. Ég svitnaði mikið og langt er síðan ég hef unnið svona mikið um helgi. Og þetta var ekki einu sinni sérlega leiðinlegt! Kannski af því að það var engin rosa pressa á manni og ég var að gera þetta með skemmtilegu fólki. Eflaust líka því að mér var ekki alveg sama um það sem ég var vinna við. Hingað til hef ég ekki haft sérlega gaman af svona vinnu en það hefur líka verið því að yfirleitt hefur e-r fávitayfirmaður verið að öskra á mann og ég verið að vinna með e-m mongólitum.

Á laugardagskvöldið skellti ég mér síðan í partí til Mæju vinkonu minnar og var það frekar steikt teiti. Spilaðir voru diskar með Hemma Gunn og meistara Gunnari Jökli, cocoa puffs var munchað(dry í þokkabót) og dansað var tryllt. Síðan fór ég í annað partí sem var svo búið þegar ég mætti en ég tók með mér nokkra hressa gaura úr því teiti og við fórum í annað partí þar sem ég þekkti mjög fáa og varð vitni að því að Skúli Foli cockslappaði Halla Baby. Halli er núna kominn í hóp þeirra manna er hafa verið cockslappaðir og bíð ég spenntur eftir að komast sjálfur í þann hóp.

Síðan horfði ég áðan á Sódóma Reykjavík sem ég hafði ekki séð í nokkur ár og var það mjög áhugavert. Myndin er ennþá jafn skemmtileg og í gamla daga en ég verð að viðurkenna að hún er langt frá því að vera fullkomin. Söguþráðurinn er frekar gloppóttur og leikurinn oft frekar slappur. En myndin bætir upp fyrir það með því að vera ógeðslega fyndin og bara virkilega skemmtileg. Æðislegir karakterar, góð tónlist og svo er náttla brilliant að þetta gengur allt út á eina skitna fjarstýringu. Annars er greinilegt að þessi mynd er hálfgert grín að Hollywoodmyndum. Oft verið að gera grín að klisjunum eins og þegar Axel fer að keyra af stað til að elta vondu kallana og er alveg heillengi að ná í lyklana og starta bílnum. Yfirleitt tekur svona hálfa sekúndu í Hollywood myndum þannig að það var mjög gaman að sjá þetta gerast eins og þetta er í raun og veru. Óskar Jónasson er greinilega maður með vit á kvikmyndagerð þar sem kvikmyndagerðin er bara nokkuð góð, sérstaklega miðað við íslenskar myndir. Mikið af skemmtilegum skotum og klippungum í myndinni. Það var líka mjög áhugavert að sjá hvernig Reykjavík og nágrenni leit út á þeim tíma sem myndin var tekin upp. Til dæmis sést Hamraborgin í einu skoti og lítur það svæði út eins og önnur pláneta miðað við hvernig það er núna. Hvað tímarnir hafa breyst! Sumt í myndinni var ekki eins fyndið og mig minnti (eins og þegar Moli kyssir Axel, virkaði bara asnalegt núna) en flest í þessarri mynd hættir örugglega aldrei að vera fyndið. Svo er Brjánsi örugglega svalasti karakter í sögu íslenskra bíómynda. Hvað varð annars um gaurinn sem lék hann ?

Annars finnst mér líka leiðinlegt hvað það eru fáar íslenskar myndir sem komast nálægt því að vera eins skemmtilegar og Sódóma. Þessi mynd er bara þjóðargersemi. Það er alveg til slatti af góðum íslenskum myndum á borð við Með Allt Á Hreinu, Nýtt Líf, Dalalíf, Löggulíf, Íslenski Draumurinn, 101 Reykjavík og Stella í Orlofi en engin þeirra er nærri því eins mikið költ og Sódóma þó Með Allt á Hreinu komi nokkuð nálægt því. Það er örugglega vitnað meira í Sódómu í daglegu lífi en allar aðrar íslenskar myndir til samans. Vonandi fer önnur íslensk költ mynd að koma á næstu árum. Það er kominn tími á það. Ísland þarf aðra mynd á við Sódómu. Ætli ég endi ekki bara á að gera hana sjálfur! Annars fær Sódóma 75 af 100 hjá mér. Skemmtanagildi myndarinnar er alveg upp á 85-90 en hún missir alveg 10 stig eða svo fyrir gapandi holur í plottinu (t.d þegar Aggi var áfengismældur í lokin, hann var ekkert fullur!) og nokkra aðra smáhluti.

Bless og takk fyrir mig!


Plötur:

Talking Heads - More Songs About Buildings and Food(9/10)
Talking Heads - Remain In Light
Talking Heads - Fear Of Music
Motörhead - Motörhead(Motörhead er leiðinlegt band verð ég að segja, það finnst mér amk)
!!! - !!!(9/10)
Tears For Fears - Songs From The Big Chair
The Arcade Fire - Funeral(10/10)
LCD Soundsystem - LCD Soundsystem(9.5/10)
Belle and Sebastian - Fold Your Hands, You Walk Like A Peasant
Belle and Sebastian - Dear Catastrophe Waitress(9/10)
Flaming Lips - Yoshimiti Battles The Pink Robots
The Magnetic Fields - 69 Love Songs