Saturday, December 31, 2005

Sex & Drugs & Rock´n roll

Uppskrift að því að vera goðsögn: Drekka meira en Keith Richards, dópa meira en Robert Downey Jr., sofa hjá fleiri konum en Gene Simmons og síðast ekki síst, að vera ofbeldishneigðari en Russell Crowe. Bætið við smá tvíkynhneigð, nokkrum skandölum(t.d að vera viðriðinn morð á vændiskonu eða að giftast stelpu undir lögaldri), minnst 4 misheppnuðum hjónaböndum og umdeildum dauðdaga. Hendið öllu í pott og látið malla í 12 tíma að þangað til það verður orðið hæfilega brúnt. Borið fram bláum m&m. Gjöriðisvovel.


Lag augnabliksins: Roxy Music - Love Is The Drug

Thursday, December 29, 2005

Airwaves myndir

Ég er búinn að skella myndum frá Airwaves á netið. Ég tók bara myndir fyrstu 2 kvöldin þar sem ég nennti ekki að burðast með myndavélina á tónleikunum eftir það, hún er soddan flikki. Allaveganna, tjekk it át.

Pís át.

Plötur:

Clap Your Hands Say Yeah - s/t(83)
Akron/Family - s/t
The Ponys - Celebration Castle(72)
Billy Corgan - The Future Embrace
Daníel Ágúst - Swallowed A Star
Andrew Bird - The Mysterious Production Of Eggs
Lightning Bolt - Hypermagic Mountain
M.I.A - Arular
Anthony And The Johnsons - I Am A Bird Now(71)
Roisin Murphy - Ruby Blue
Serena Maneesh - s/t
Maximo Park - A Certain Trigger(74)
Wolf Parade - Apologies To Queen Mary(79)

Wednesday, December 28, 2005

Klaatu Barada Nikto!

Þetta er búið að vera mjög næs jólafrí. Svona dæmigert jólafrí sem einkennist af aðgerðarleysi, myndaglápi, tölvuhangsi og kókdrykkju. Ég fékk fullt af góðum gjöfum, t.d nokkrar bækur um kvikmyndagerð, myndirnar Sódóma Reykjavík og Day The Earth Stood Still á dvd, nýjasta ópusið hans Hugleiks Dagssonar; Bjargið Okkur, nýju Harry Potter bókina og fleira hresst.


Einnig fékk ég myndina Santa Claus Conquers The Martians. Hana horfði ég á í gær. Án ef ein súrasta mynd sem ég hef séð. Myndin fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um marsbúa, græna marsbúa, sem ræna jólasveininum og fá hann til að hjálpa sér að láta börnunum á mars líða betur. Þessi mynd er vís til að valda varanlegum heilaskemmdum en ég er það skemmdur fyrir að hún hafði engin þannig áhrif á mig.

Ég mun birta annála yfir árið stuttu eftir áramót, meðal annars sérfærslur um árið í kvikmyndum og tónlist og svo færslu um hvað stóð upp úr þessu ári hjá mér. Þetta er allt saman í vinnslu.

Á meðan getiði skemmt ykkur við að lesa árslista Rjómans og topp 10 kvikmyndalista á metacritic. Árslistar Pitchfork og Stylus Magazine eru líka skemmtileg lesning.

Ef ég blogga ekki aftur fyrir áramót þá segi ég bara: Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!