Aðvörun: Þessi gagnrýni gæti innihaldið SPOILERA.
Í gær sá ég
KING KONG og ég verð því miður að segja að mér fannst hún bara alls ekki það góð. Hún olli mér barasta miklum vonbrigðum. Hún var ekki léleg en hún hefði bara geta verið svo miklu betri. Þegar ég heyrði að myndin ætti að vera þrír tímar að lengd þá fannst mér það bara töff þar sem hún yrði þá kannski svolítið epísk og svona. En nei, myndin er þrír tímar af því að
Peter Jackson er rosalega duglegur að teeeeeeeeeeeeeeeeeeeeyyyyyyyyyyyyyyygja lopann. Í myndinni eru atriði sem halda áfram og áfram og áfram og áfram og virðast engann enda ætla að taka. PJ er svo mikið að rembast við að gera rosalegustu mynd sem gerð hefur verið að hann týnir sér og virðist gleyma því að stærra er ekki endilega það sama og betra. Hann virðist hafa smitast af Stevenus Spielbergus syndrome með því að hafa stærra og meira af öllu bara af því hann getur það og láta atriði halda endalaust áfram þegar þau eru löngu búin að þjóna tilgangi sínum. Annað sem pirraði mig var notkun hans á slow-motion sem kom oftast einfaldlega hallærislega út og gerði ekkert fyrir myndina. Til dæmis er atriði í myndinni þar sem innnfæddur eyjaskeggi einn er alveg að fara að drepa eina persónu þegar hann er skotinn og dettur niður. Af einhverri ástæðu fannst PJ það sniðugt að sýna hann detta niður rooooooooooooosalega hægt og leeeeeeeeeeengi. Ég er ekki að sjá af hverju. Til hvers að gefa einhverjum innfæddum frumbyggja dramtískan dauða ? Þetta var bara hallærislegt að mínu mati. Reyndar var allt frumbyggjadæmið fáránlegt í myndinni. Í gömlu myndinni voru frumbyggjarnir mjög kjánalegir og stererótýpískir en í staðinn fyrir að leysa það vandamál kýs PJ að fara hina öfgana og gera þá rosalega scary og ógeðslega sem er í raun alveg jafn mikil stereótýpa og hitt. Þessir frumbyggjar minntu mig meira á einhverja ofvirka flogasjúklinga á sýrutrippi heldur en raunverulega frumbyggja.
Síðan gerir þessi myndin sömu mistök og flestar aðrar hasarmyndir í dag með því að klippa of hratt og hrista kameruna of mikið í átakaatriðum þannig að maður á oft erfitt með að átta sig á hvað er að gerast og draga sömuleiðis úr spennunni. Það er svo sem ekkert að því að klippa hratt og hrista kameruna aðeins en það þarf samt að gera það þannig að maður hafi smá hugmynd um hvað er að gerast. Mér finnst oft eins og þetta sé gert bara til þess að fela hvað tæknibrellurnar eru lélegar eða bara hvað atriðið er illa gert. Eflaust á þetta líka að skapa einhvern you-are-there fílíng og láta manni líða eins og maður sé í miðjum átökunum en þetta er bara ekki þannig mynd. Í svona mynd á manni að líða eins og áhorfanda. Þetta er samt ekki nærri því eins slæmt hér en í mörgum öðrum myndum og hasaratriðin eru oft nokkuð skemmtileg í myndinni. Atriðið þar sem King Kong berst við ekki eina, ekki tvær heldur *þrjár* risaeðlur er til dæmis ansi skemmtilegt og sömuleiðis pödduatriðið sem kemur í kjölfarið. En þau hefðu samt geta verið betri með vandaðri klippingu og minna hristri myndavél.
Eitt enn sem mér fannst alveg agalegt í þessarri mynd var atriðið á svellinu. HVAÐ VAR ÞAÐ ? Mér leið eins og ég væri að horfa á Simpsons útgáfuna af King Kong þegar það atriði kom. Það var algjörlega fáránlegt og gjörsamlega út úr kú og ég vissi bara ekkert hvað átti að halda. Hvað var Peter Jackson að hugsa ? Í smá stund hélt ég að ég væri að horfa á einhverja lélega rómantíska 80´s dansmynd.
En þrátt fyrir allt þetta leiddist mér ekki myndinni. Mér leiðist yfirleitt aldrei á svona myndum og svo var margt mjög gott í henni. Leikararnir voru allir fínir og ég hef ekkert út á þá að setja og það voru margar skemmtilegar hugmyndir í myndinni. Til dæmis fannst mér mjög sniðugt að það var eins og kvikmyndacrewið væri að taka upp upprunalega
King Kong myndina, atriðin sem crewið tók upp á skipinu voru alveg nákvæmlega eins og í gömlu myndinni.
Í heildina séð fannst mér þetta alls ekkert slæm mynd og ég væri jafnvel til í að sjá hana aftur við gott tækifæri en það var ýmislegt við hana sem pirraði mig og því skemmti ég mér ekki nógu vel. Vandamálið við þessa mynd, og reyndar margar aðrar stórar hasarmyndir, er hún er bara of stór. Peter Jackson er svo mikið að rembast við að gera rosalegustu mynd allra tíma að hann bara týnir sér í mikilfengleikanum og tæknibrelluflóðinu. Stærra þýðir ekki endilega betra. Það þýðir samt meiri peningar og því mun Hollywood halda áfram að gera svona myndir til eilífðarnóns og ég mun halda áfram að pirrast. Svona er þetta bara. Ég veit að ég er kannski að gera of mikla kröfur en mér finnst ekkert að því að gera kröfur til myndar sem þykist vera stórmynd ársins og hefur alveg alla burði til að vera algjört meistaraverk en er það einfaldlega ekki. Það er fullt að þessari mynd. Hún er of löng, mörg atriði í henni halda áfram þegar þau hefðu átt að vera löngu búin, samtölin eru oft kjánaleg, tæknibrellurnar eru misgóðar(t.d í stampede atriðinu, það er svo greinilegt að risaeðlurnar eru klipptar inn á), frumbyggjarnir eru bjánalegir, slow-motion dæmið er ömurlegt og margt, margt fleira.
Nýja
King Kong myndin fær 56 af 100 hjá mér.
King Homer er ennþá besta útgáfan af þessari sögu.