Tuesday, January 25, 2005

Getting organized

Mér er að ganga nokkuð vel að vera skipulagður þessa dagana. Undanfarin ár ævi minnar hafa einkennst mikið af skipulagsleysi og hangsi en núna er ég farinn að taka mig á. Hef nóg að gera og er smá saman að verða skipulagaðari. Undanfarnar skóladaga er ég búinn að fara á Bókhlöðuna beint eftir skóla og lesa í minnst klukkutíma í hvert skipti og ég geri líkamsæfingar daglega og ætla ég mér að halda því áfram. Einnig er ég búinn að klára 2 bækur, og er að klára þá þriðju, á undanförnum mánuði. Takmarkið er svo að lesa eina bók á viku. Það er svo mikið af bókum sem mig langar að lesa þannig að vonandi næ ég þessu. Það er líka gott og gaman að lesa bækur. Mun betra fyrir mann en að horfa á sjónvarpið eða hanga á netinu.

Ég er búinn að læra það að það er mun betra að hafa nóg að gera heldur en ekkert að gera. Ég gerði sama og ekkert fyrstu 20 ár ævi minnar eða svo. Jú jú ég kláraði stúdentstprófið en það er ekkert mál. En ég gerði voða lítið annað en að hanga á netinu, hanga með vinum mínum, hlusta á tónlist og horfa á myndir. En undanfarið ár eða svo er hef ég byrjað að gera meira af því að taka þátt í félagslífi, ég var í leikfélagi mh og núna í stúdentaleikhúsinu og hefur það verið alveg hreint ótrúlega gaman og frábær reynsla og hef ég lært mikið á þessu og auk þess eignast marga góða vini. Það er ekkert nema hollt fyrir mann að hafa eitthvað fyrir stafni, ekki vera alltaf fastur í sama farinu. Annars þroskast maður ekkert og er mun lengur að læra nýja hluti. Ef maður ætlar að áorka einhverju í lífinu verður maður að gera hluti og því er málið að hafa nóg að gera. Finna sér e-ð sem manni finnst gaman og er góður og gera sem mest af því. Þess vegna er ég hættur að vera Atli iðjuleysingi og nörd og orðinn að Atla bissí-hardvörking-kreisíassmófó sem er líka algjört nörd. Gangi mér vel.

Plötur:

The Thrills - Let´s Bottle Bohemia(8.5/10)
Beck - Mutations(9/10)
Pink Floyd - Dark Side Of The Moon(11/10)
Pink Floyd - Wish You Were Here(11/10)
Badly Drawn Boy - Have You Fed The Fish ?

Razzies

Í gær var tilkynnt hvaða myndir hlutu tilnefningar til hinna svokölluðu razzie(stytting á Golden Raspberry) verðlauna en það eru verðlaun sem gefin eru fyrir hið versta í kvikmyndum á liðnu ári. Meðal mynda sem unnið hafa sigur úr býtum sem versta mynd ársins samkvæmt razzie dómnefndinni eru Battlefield: Earth, Wild Wild West og Showgirls. Þetta árið hlýtur Catwoman flestar tilnefningar og mun því líklega vinna í ár. Þetta er náttúrulega allt í góðu gríni en persónulega finnst mér þetta meira ganga út á bögg heldur en að virkilega verðlauna(ef svo má að orði komast) það sem er verst. Að minnsta kosti eru oft myndir sem fá tilnefningar þarna sem eru alls ekki svo slæmar og þá er eflaust aðallega verið að bögga þann sem er tilnefndur. Til dæmis er Ben Stiller tilnefndur sem versti leikarinn í ár sem er náttúrulega bara rugl. Svo finnst mér bara hneisa að You Got Served skuli ekki hafa verið tilnefnd sem versta mynd ársins. Sú mynd er svo ótrúlega vangefin og endalaust léleg að ég skil ekki hvernig er ekki hægt að finnast hún vera versta mynd í heimi og auk þess held ég aðstandendur myndarinnar séu mongólitar. Reyndar er myndin svo léleg að hún er virkilega skemmtileg en hún hefði samt átt að fá tilnefningar í öllum flokkum til razzie verðlaunanna.

En smekkur manna er jú misjafn og eflaust er Catwoman vel að þessum "verðlaunum" komin. Alexander hlaut síðan næstflestar tilnefningar sem mér finnst ekki rétt sem mér fannst þar vera á ferðinni hin ágætasta mynd. Ég skil vel að hún skuli ekki hafa fallið í kramið hjá almenningi og að hún skuli hafa floppað en þetta er samt alls ekkert léleg mynd þannig séð. Hún er löng, hún er mjög metnaðargjörn og epísk og soldið tilgerðaleg á köflum en hún er líka virkilega flott, ágætlega leikin og bardagaatriðin eru ansi hreint mögnuð. Einnig fannst mér skemmtilegt að Alexander skuli vera samkynhneigður, eða tvíkynhneigður í það minnsta, í þessari mynd og finnst mér það alls ekki ólíklegt að hann skuli hafa verið það enda var samkynhneið normið á þessum tíma. Samkynhneigð var talin eðlileg á þessum tíma enda var því trúað þá að menn löðuðust að fegurð burtséð frá því hvort manneskjan var kk eða kvk. Ást milli karla og kvenna á þessum tíma var hreinn bissniss, aðeins til að geta börn. Menn lágu samt með konum jafnt sem körlum engu að síður. Eflaust verið gaman að lifa á þessum tíma. Ég viðurkenni að ég datt soldið út úr myndinni á köflum þar sem ég var eilítið þreyttur og myndin ansi löng en yfir höfuð fannst mér hún virka ágætlega og væri alveg til í að sjá hana aftur við tækifæri. Þetta er náttúrulega Oliver Stone mynd og þótt að myndir hans séu misgóðar þá eru þær alltaf áhugaverðar. Þessi fær 60 af 100 hjá mér.

Einnig sá ég Sideways um helgina. Alveg hreint ótrúlega góð mynd þar á ferðinni. Mjög mannleg og fyndin mynd um lífið sjálft. Einstaklega vel leikin og blessunarlega laus við tilgerð og klisjur(að mestu) og mjög raunsæ og vönduð. En þó aðallega fyndin. Paul Giamatti er náttúrulega fæddur til að leika lúða og er æðislegur sem endranær og Thomas Haden Church er alveg bráðfyndinn leikari sem maður hefur allt of lítið séð af en vonandi fær maður að sjá meira af honum í framtíðinni eftir þessa mynd. Sideways fær 76 af 100 hjá mér. Alveg líkleg til að enda á topp 10 fyrir árið.

Sayonara!

Plötur:

Damien Rice - O(8.5/10)
Trúbrot - Mandala(10/10)
Scissor Sisters - Scissor Sisters
Badly Drawn Boy - One Plus One is One
The Dandy Warhols - Welcome To The Monkey House
The Mars Volta - Frances The Mute (Nýja platan!)
Architechture in Helsinki - Fingers Crossed
Pinback - Summer in Abaddon
Tom Waits - Small Change
Yes - Going For The One
The Polyphonic Spree - The Beginning Stages Of...
Rilo Kiley - Execution Of All Things
The Go! Team- Thunder, Lightning, Strike

Sunday, January 23, 2005

Hey vá shit marr. Ég var þúst að fá mér teljara og það hafa heilir 4 heimsótt síðuna mína síðan ég fékk mér teljarann í gær. PÆLIÐ Í ÞVÍ!!! HEILIR 4!!!! Djöfull er maður fucking vinsæll! Shit maður. Fucking fuck fuck.

Bless í bili!

P.s: Sideways er fucking góð mynd.

P.s 2: Ég er sexy gaur.