Getting organized
Mér er að ganga nokkuð vel að vera skipulagður þessa dagana. Undanfarin ár ævi minnar hafa einkennst mikið af skipulagsleysi og hangsi en núna er ég farinn að taka mig á. Hef nóg að gera og er smá saman að verða skipulagaðari. Undanfarnar skóladaga er ég búinn að fara á Bókhlöðuna beint eftir skóla og lesa í minnst klukkutíma í hvert skipti og ég geri líkamsæfingar daglega og ætla ég mér að halda því áfram. Einnig er ég búinn að klára 2 bækur, og er að klára þá þriðju, á undanförnum mánuði. Takmarkið er svo að lesa eina bók á viku. Það er svo mikið af bókum sem mig langar að lesa þannig að vonandi næ ég þessu. Það er líka gott og gaman að lesa bækur. Mun betra fyrir mann en að horfa á sjónvarpið eða hanga á netinu.
Ég er búinn að læra það að það er mun betra að hafa nóg að gera heldur en ekkert að gera. Ég gerði sama og ekkert fyrstu 20 ár ævi minnar eða svo. Jú jú ég kláraði stúdentstprófið en það er ekkert mál. En ég gerði voða lítið annað en að hanga á netinu, hanga með vinum mínum, hlusta á tónlist og horfa á myndir. En undanfarið ár eða svo er hef ég byrjað að gera meira af því að taka þátt í félagslífi, ég var í leikfélagi mh og núna í stúdentaleikhúsinu og hefur það verið alveg hreint ótrúlega gaman og frábær reynsla og hef ég lært mikið á þessu og auk þess eignast marga góða vini. Það er ekkert nema hollt fyrir mann að hafa eitthvað fyrir stafni, ekki vera alltaf fastur í sama farinu. Annars þroskast maður ekkert og er mun lengur að læra nýja hluti. Ef maður ætlar að áorka einhverju í lífinu verður maður að gera hluti og því er málið að hafa nóg að gera. Finna sér e-ð sem manni finnst gaman og er góður og gera sem mest af því. Þess vegna er ég hættur að vera Atli iðjuleysingi og nörd og orðinn að Atla bissí-hardvörking-kreisíassmófó sem er líka algjört nörd. Gangi mér vel.
Plötur:
The Thrills - Let´s Bottle Bohemia(8.5/10)
Beck - Mutations(9/10)
Pink Floyd - Dark Side Of The Moon(11/10)
Pink Floyd - Wish You Were Here(11/10)
Badly Drawn Boy - Have You Fed The Fish ?